Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 2
Helgarblað 27.–30. janúar 20172 Fréttir „AðkomAn vAr frekAr ógeðfelld“ n Rakel Björk gekk fram á hræ tíkurinnar Tinnu sem leitað hafði verið í mánuð É g er búin að fá fjölmörg ógeð- felld skilaboð þar sem ég er sök- uð um að vera hundamorðingi,“ segir Rakel Björk Pétursdóttir í samtali við DV. Í byrjun vikunnar var Rakel Björk í göngutúr með þriggja mánaða gamlan son sinn við smábáta- höfnina í Keflavík þegar hún gekk fram á hræ tíkurinnar Tinnu sem týndist þann 29. desember síðastliðinn. Tinna fannst undir þungu grjóti en samkvæmt heimildum DV leiddi krufning í ljós að hún hafði verið dáin í talsverðan tíma. Talið er líklegt að hræ- inu hafi verið komið þar fyrir en marg- sinnis hafði verið leitað á svæðinu undanfarnar vikur. Rakel segir að for- tíð mannsins hennar hafi verið dreg- in inn í málið til að gera þau tortryggi- leg. „Sem betur fer hef ég hins vegar líka fengið hlýjar kveðjur þar sem ég er meðal annars hvött til þess að sækja fundarlaunin sem eru í boði.“ „Aðkoman var frekar ógeðfelld“ Rakel Björk tekur undir það sjón- armið að hræinu hafi verið komið þarna fyrir eftir á. „Hræið sást mjög vel frá gangstéttinni. Um leið og ég kom auga á hana þá hringdi ég í lög- regluna. Þar fékk ég þau skilaboð að ég gæti hringt í meindýraeyði sem myndi koma og hirða upp hræið. Ég tók það ekki í mál og leitaði uppi auglýsinguna um Tinnu á Facebook og hringdi í eigendur hennar.“ Hún segir að vinkona eigandans hafi komið og sótt hræið en þá hafi hún verið búin að vefja því inn í teppi – og sett poka yfir. „Aðkoman var frekar ógeðfelld og ég barðist eiginlega við tárin. Ég lokaði augum hennar og munni til þess að bærilegra væri fyr- ir eigendurna að sjá hana. Ég er bara fegin að ég var með yngsta barnið mitt með mér en ekki dætur mín- ar sem eru 4 og 5 ára gamlar. Ég hefði ekki viljað að þær yrðu vitni að þessu,“ segir Rakel Björk. Hún er að eigin sögn mikill dýravinur og á sjálf tvo ketti og hund. Sækist eftir fundarlaununum Eins og greint var frá í fjölmiðlum buðu eigendur Tinnu vegleg fundarlaun fyr- ir tíkina. Fyrst 200 þúsund krónur en sú upphæð var fljótlega hækkuð upp í 300 þúsund krónur. Áheitið vakti talsverða athygli og greindu allir helstu fjölmiðl- ar frá því. Ljóst er að fjölmargir einstak- lingar fóru á stjá að leita, vegna pening- anna sem voru í boði, en aðrir kepptust við að lýsa því yfir, til dæmis á hinu geysifjölmenna spjallsvæði Hunda- samfélagið, að þeir myndu aldrei taka við krónu. Í auglýsingum var ekki tek- ið fram hvort að skilyrði fyrir launum væri að Tinna myndi finnast á lífi. „Sú sem sótti hræið bað mig um að senda sér reikningsnúmerið mitt. Þegar ég kom heim þá fann ég eigand- ann á Facebook og sendi honum mín- ar dýpstu samúðarkveðjur og reikn- ingsupplýsingar mínar,“ segir Rakel Björk. Viðbrögð eigendanna hafi verið ansi sterk en í svari þeirra kom fram að málið væri að þeirra mati saknæmt og að fundarlaun yrðu ekki greidd út fyrr en málið hafi verið skoðað. Ótrúleg mannvonska „Það var mikið áfall að fá þær fréttir að Tinna hefði fundist og þá sérstaklega með þessum hætti. Það er augljóst að einhver hefur komið henni þarna fyr- ir og haft fyrir því að setja þungan stein ofan á hana. Það er í raun hryllilegt til þess að hugsa að einhver hafi mögu- lega vitað um afdrif Tinnu allan þenn- an tíma á meðan hundruð einstaklinga voru úti að leita, jafnvel allan sólar- hringinn. Það er ótrúleg mannvonska,“ segir Ágúst Ævar Guðbjörnsson, annar eigenda Tinnu. Að hans sögn hefur lögreglunni verið gert viðvart og nú er verið að reyna að fá upptökur úr myndavélum í nærliggjandi húsum til þess að varpa ljósi á málið. „Það er ekki ætlun okk- ar að svíkja neinn um réttmæt fundar- laun. Við viljum bara freista þess að fá einhvern botn í málið áður en við greiðum þau út,“ segir Ágúst Ævar. n Smábátahöfnin í Keflavík Hræ tíkurinnar fannst í grjótgarðinum en fjölmargir aðilar höfðu fínkembt svæðið undanfarnar vikur. Mynd Sigurður Þ. rAgnArSSon rakel Björk Pétursdóttir Rakel Björk gekk fram á hræ tíkurinnar þegar hún var í göngutúr með þriggja mánaða son sinn. „Það er ekki ætl- un okkar að svíkja neinn um réttmæt fundarlaun Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Atvinnuleysi 2,6% Vinnumarkaðsrannsókn Hag- stofu Íslands mældi 2,6% at- vinnuleysi í desember. Þegar búið er að leiðrétta atvinnuleysi miðað við árstíðir sést að það hefur lækkað um 0,1 prósentu- stig frá því í nóvember eða frá 3% í 2,9%. Atvinnuleysi hefur nánast staðið í stað seinustu sex mánuði en lækkað lítillega, eða um 0,4 prósentustig seinustu 12 mánuði. Atvinnuþátttaka var 8,3% í desember, sem er tveimur pró- sentustigum meiri en í desember á seinasta ári. Fjöldi starfandi af mannfjölda hækkaði einnig, eða um 1,4 prósentustig. Safnaði fyrir flóttabörn Benedikt Benediktsson safn- aði 230.000 krónum fyrir tóm- stundasjóð flóttabarna hjá Rauða krossinum á Íslandi. Á ferðalagi sínu um fjórar heimsálfur tók Benedikt ljósmyndir með bros- andi fólki og gaf út afraksturinn í ljósmyndabók. Þann 26. janúar gaf Benedikt ágóða af sölu bók- arinnar til framkvæmdastjóra Rauða krossins, Kristínu S. Hjálmtýsdóttur, með bros á vör. Benedikt, sem er nemandi í rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, segist hafa verið fljótur að átta sig á hversu sterkt samein- ingartákn bros getur verið. Brosið, sem er eins á öllum tungumálum, geti verið grunnur í hvers konar samskiptum manna á milli. Atvinna í boði á einum skemmtilegasta vinnustað landsins Á markaðsdeild DV er í boði starf fyrir góðan og harðduglegan starfsmann. Hæfniskröfur: Viðkomandi þarf að vera skemmtilegur, jákvæður, harðduglegur, samviskusamur, heiðarlegur, ábyrgur, úrlausnamiðaður, hafa áhuga á sölumennsku og markaðsmálum. Laun eru árangurstengd. Góð laun í boði fyrir góðan og duglegan sölumann. Umsóknir sendist á steinn@dv.is Sólarferðir frá kr. 49.850 m/afslætti Síðasti bókunardagur 31. janúar Allt að 25.000 kr. afsláttur á mann Sumarið 2017 er komið B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér ré tt t il le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.