Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 10
Helgarblað 27.–30. janúar 201710 Fréttir „Þetta er skrif- ræðismartröð“ 41 íbúðareigandi hefur skráð sig hjá Sýslumanni vegna heimagistingar frá áramótum É g hef verið send fram og til- baka í tvær vikur og er engu nær,“ segir íbúðareigandi á höfuðborgarsvæðinu í samtali við DV, en hann vildi skrá eign sína til samræmis nýjum Airbnb- lögum, sem svo eru kölluð. Hann gagnrýnir harðlega hversu flókið það er að fara eftir nýju reglunum. Von er á nýju frumvarpi sem ætlað er að eyða þeim frumskógi leyfa sem lög- hlýðnir leigusalar hafa þurft að reiða fram til þessa. Vonir standa til þess að þau muni einfalda ferlið verulega. Mega leigja út í 90 daga á ári Um áramótin tóku í gildi ný lög um veitingastaði, gististaði og skemmt- anahald. Lögin eru iðulega nefnd Airbnb-lögin því ein mikilvægasta breytingin sneri að útleigu íbúða í einkaeigu til ferðamanna, í gegnum samnefnda vefsíðu. Lögin gera fólki kleift að leigja út fasteignir sínar í allt að níutíu daga á ári án þess að þurfa rekstrarleyfi frá stjórnvaldi. Þá mega heildartekjur af útleigunni ekki fara yfir tvær milljónir króna. Eina kvöðin er sú að eigendur fasteignanna þurfa að tilkynna sýslu- manni í sínu umdæmi að þeir hyggist leigja út fasteignina sína. Sú fasteign þarf að hafa verið samþykkt sem íbúðarhúsnæði og fullnægja skilyrð- um laga um hollustuhætti og meng- unarvarnir. Skráningu þessa þarf að endurnýja á ári hverju og er skrán- ingargjald 8.000 krónur ár hvert. Það sem af er ári hafa þó afar fáir íbúðar- eigendur skráð eignir sínar. Íbúðareigandinn sem DV hefur rætt við er afar ósáttur við flækjustigið og þann hringlandahátt sem hefur ein- kennt samskipti hennar við opinber- ar stofnanir vegna skráningar íbúðar hennar. „Þetta er skrifræðismartröð,“ segir Filippía Þóra Guðbrandsdóttir íbúðareigandi, í samtali við DV. Sektir ef eignir eru ekki skráðar Lögunum var tekið fagnandi enda áttu þau að einfalda kerfi sem virtist ekki virka. Áður fyrr var íbúðareigend- um skylt að hafa rekstrarleyfi en að- eins tæp tíu prósent þeirra sem staðið höfðu í útleigu eigna sinna höfðu slíkt leyfi. Nú verður hins vegar hverjum skráðum aðila úthlutað númeri og er skylt að láta það fylgja með við mark- aðssetningu eignarinnar. Sýslumaður hefur það hlutverk að fylgjast með að allir fari eftir settum reglum. Sé ekki farið eftir þeim geta íbúðareigendur sætt sektum. Gild- ir þá einu hvort brotið er framið af ásetningi eða ekki. Skráningar sam- kvæmt hinum nýju lögum hafa þó valdið nokkrum vonbrigðum. Í skrif- legu svari frá embætti Sýslumanns- ins á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að 41 skráning hafi borist það sem af er ári. Rétt er þó að geta þess að þeir sem fengu úthlutað rekstrar- leyfi fyrir heimagistingu fyrir 1. janú- ar 2017 halda rétti sínum. Hent á milli stofnana „Ég vildi fara eftir lögum og regl- um en upplifi það að hvergi er hægt að fá skýr svör hjá stofnunum sem vísa hver á aðra. Þau svör eða upp- lýsingar sem ég fæ frá einni stofnun varðandi aðra standast síðan ekki nokkra skoðun,“ segir Filippía. Þrautaganga hennar hófst á því að hún hringdi í Reykjavíkurborg og óskaði eftir sambandi við heilbrigðis- eftirlitið til þess að fá upplýsingar um skráninguna. Hún fékk þá samband við mann sem kynnti sig ekki með nafni en tjáði henni að fyrsta skrefið ætti að vera það að hafa samband við sýslumann. „Þar fékk ég ábendingu um vefsíðu þar sem allar upplýsingar kæmu fram sem og hvaða gögn ég þyrfti að láta fylgja með. Þetta væri hægt að sækja um rafrænt. Ég rak mig hins vegar á að leyfi frá heilbrigðis- nefnd þyrfti að liggja fyrir til að geta lokið skráningunni hjá sýslumanni og þar með hringdi ég aftur í fyrri við- mælanda minn hjá Reykjavíkurborg,“ segir Filippía. Óskýrar leiðbeiningar Það gekk illa en tókst loks á þriðja degi. Eftir talsvert japl og jaml upp- lýsti viðmælandinn um að Filippía þyrfti að hafa samband við heilbrigð- iseftirlitið. „Er ég ekki að tala við full- trúa þess?“ spurði hún undrandi en þá kom í ljós að viðmælandinn var byggingafulltrúi hjá Reykjavíkur- borg. Filippía var frekar pirruð yfir því að hafa eytt nokkrum dögum til einskis á þessum tímapunkti en hringdi þá þegar í heilbrigðisfulltrúa hjá Reykjavíkurborg. „Þar fékk ég upplýsingar um rafrænan vef þeirra þar sem ég gæti prentað út eyðu- blað og skilað því inn. Það gerði ég skilmerkilega og skilaði því svo inn á skrifstofu borgarinnar sama dag,“ segir Filippía, sem taldi sig vera komna vel á veg með skráninguna. Nokkru síðar barst svar frá borginni þar sem fram kom að nauðsynlegt væri að fá samþykki byggingarfull- trúa fyrir húsnæðinu sem að hún ætl- aði að leigja út og því þyrfti að fylgja teikning með starfsleyfisumsókninni. „Það stóð ekkert um það á vef sýslu- manns. Ég benti heilbrigðiseftirlitinu á þetta í bréfi og óskaði eftir upplýs- ingum um hvort leyfi þeirra innihéldi jafnframt leyfi byggingarfulltrúa og eldvarnareftirlits. Þá tjáði ég þeim að ég hefði lagt inn umsókn til heilbrigð- iseftirlitsins og biði eftir niðurstöðu,“ segir Filippía. Þá kom jafnframt fram í umrædd- um pósti að leita þyrfti sérstaklega til eldvarnareftirlitsins sem væri sjálf- stæð stofnun. „Ég hafði þá samband við þá stofnun en þeir vísuðu mér frá og sögðust ekki votta eldvarn- ir þegar um væri að ræða leyfi til heimagistingar. Samt krefst sýslu- maður þess að húsnæðið uppfylli kröfur í reglugerð um brunavarnir,“ segir Filippía. Eftir tæplega tveggja vikna snúning við ríkisstofnanir var henni allri lokið. n Heiða Vigdís Sigfúsdóttir heida@dv.is Filippía Þóra Guðbrandsdóttir Er búin að gefast upp á skrifræðinu varðandi skrán- ingu á heimagistingu hjá Sýslumanni. Höfuðborgin Ógrynni leiguíbúða eru í boði í miðbæ Reykjavíkur á Airbnb. Ný lög sem tóku gildi um áramótin áttu að einfalda málaflokkinn en það er ekki upplifun Filippíu Guðbrandsdóttur. Ný námskeið Hringsjá Náms- og starfsendurhæfing Er ekki kominn tími til að gera eitthvað Námskeið í janúar, febrúar og mars 2017 • Í fókus – að ná fram því besta með ADHD hefst 30. janúar • Úr frEstuN Í framkvæmd 6. febrúar • EiNkENNi og aflEiðiNgar mEðvirkNi hefst 13. febrúar • Bókfærsla og tölvuBókHald hefst 22. febrúar • styrklEikar og NÚvituNd hefst 22. febrúar • sjálfsumHyggja – hefst 6. mars • Í fókus – að ná fram því besta með ADHD hefst 13. mars • fjármál – hefst 20. mars • HEilsa og HEilsuEfliNg – hefst 27. mars Frekari upplýsingar og skráning í síma 510 9380 eða á hringsja.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.