Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 13
Helgarblað 27.–30. janúar 2017 Fréttir 13 mennirnir og aðstandendur þeirra endurspegla þverskurð samfélags- ins í þáttunum en þannig er það einnig í raunveruleikanum.“ Páll segir mikla þróun hafa orðið í fangelsismálum kvenna hérlendis undanfarin misseri, nú þegar nýja fangelsið á Hólmsheiði hefur verið tekið í notkun. Augljóslega sé talsverður munur á aðstæðum kvennanna þar og í Kópavogsfangelsi. „Aðbúnaður kvenna í afplánun er allt annar í dag og er þar helst tvennt sem ber að nefna. Annars vegar eru þær konur sem þurfa að afplána í lokuðu fangelsi nú í sérhönnuðu fangelsi með góðri náms-, vinnu- og heimsóknaraðstöðu. Þar geta þær vistast án þess að þurfa að vera í samskiptum við karlfanga auk þess sem unnt er að skipta upp hópum kvenna sem ekki er æskilegt að vista saman. Í Kópavogsfangelsinu var ekki möguleiki á aðskilnaði og karlar og konur vistuðust saman. Hins vegar hefur sú ánægjulega breyting átt sér stað að konur geta í dag vistast í opnum fangelsum landsins, þ.e. á Kvíabryggju og Sogni. Ekki eru mörg ár síðan við ákváðum að reyna það og hefur það gengið ágætlega. Í dag erum við með 45 pláss í opnum fangelsum en fyrir 10 árum voru þau aðeins 14. Því þótti okkur eðlilegt og nauðsynlegt að gefa konum einnig kost á að afplána í opnum fangelsum.“ Tók þá afstöðu að horfa ekki á Fanga „Ég tók einfaldlega þá afstöðu að horfa ekki á þættina. Ég upplifði á þessum stað þjáningar raunverulegs fólks, ekki bara fanganna heldur líka aðstandenda. Aðstæðurnar þarna voru á köflum rosalegar. Ég sá stiklur úr þáttunum en leist ekki á blikuna og ákvað því að þetta væri ekki við hæfi,“ segir Ásta Lilja Bragadóttir í samtali við DV. Ásta Lilja vann í níu mánuði sem fangavörður í kvennafangelsinu í Kópavogi árið 2008 meðfram háskólanámi í sálfræði. Reynslan hafði djúpstæð áhrif á hana og varð til þess að hún fór í sérstakt fangavarðarnám í Svíþjóð. Þá starfaði hún um skeið sem fangavörður í Kumla-fangelsinu, stærsta og hættulegasta fangelsi Svíþjóðar. Hún vinnur nú að meistararitgerð sinni þar sem hún fjallar um stefnu og framtíðarsýn sænsku fangelsismálastofnunarinnar. Ásta Lilja hefur því sérþekkingu í faginu. „Ég efast um að þær aðstæður sem boðið var upp á í kvennafangelsinu hafi þekkst annars staðar í vestrænu ríki. Maður sá það glöggt þegar til Svíþjóðar var komið. Að meðaltali voru sjö konur í fangelsinu á hverju ári en þar var pláss fyrir tólf einstaklinga. Upp í það rými var fyllt með karlkyns föngum sem er afar sérstakt og þekkist ekki erlendis. Þá var fangelsið móttöku- og langtímafangelsi auk þess sem þar voru fangar í meðferð og endurhæfingu. Það voru því einstaklingar í alls konar ástandi þarna inni sem gerði andrúmsloftið og starfsumhverfið æði sérstakt,“ segir Ásta Lilja. Að hennar sögn var erfiðast við starfið að venjast því að læsa full- orðna einstaklinga inni klukkan 20.00 hvert kvöld. „Sú tilfinning var mjög óþægileg. Við gengum um með volduga lyklakippu sem skrölti í og síðan þá fæ ég alltaf mjög slæma tilfinningu þegar ég heyri þetta hljóð. Síðar ræddi ég við fanga sem dvaldi þarna og fékk þá að heyra að þeir hefðu loksins getað slappað af eftir kl. 20 á kvöldin. Þá hafi gríman mátt falla og viðkomandi ekki þurft að vera stöðugt á varðbergi til þess að gæta að stöðu sinni innan fang- elsisins,“ segir Ásta Lilja. n PLUSMINUS OPTIC Smáralind www.plusminus. is Sumar kaupauki Sólgler með öllum gleraugum Index 1,5* Sjóngler www.plusminus.is ÚTSALA Útsalan er hafin 20-80 % afsláttur af umgjörðum „Það er mjög óþægilegt að horfa á þessa þætti“ Vingast við leikskólabörn Nokkur atriði hafa átt sér stað á útivistarsvæði fanganna í kringum fangelsið og greini- legt er að það eru gæðastundir persónanna. „Úti geng ég í hringi, hlusta á i-podinn minn, sem er ekki með nettengingu, upptökutæki eða myndavél því það er bannað. Ég spila krikket, badminton, ligg í sólbaði, leik mér í fótbolta, körfubolta, gróðurset rófur, kart- öflur, rabarbara, gulrætur, slæ grasið og horfi á krakkana í leikskólanum, sem er alveg við hliðina á okkur, leika sér. Þau horfa líka á mig og foreldrar þeirra sem koma með þau og sækja þau og svo horfa líka allir sem búa í húsunum á móti á okkur,“ skrifar konan og er rétt að vekja sérstaklega athygli á samskiptunum við leikskólabörnin. Þau voru gerð að umtalsefni í þriðja þætti. Þau samskipti eiga sér greinilega tilvísun í skrif viðmælenda DV. „Leikskólakrakkarnir spyrja mig hvort ég sé bófi eða lögga. Lítill snáði af leikskólanum spurði mig hvenær ég kæmist út og áður en mér gafst tækifæri til að svara spurði hann hvort það væri þegar ég væri búin að hugsa málið. Það er rétt hjá honum, ég er að endurhanna líf mitt eins og flestir hér og ákveða hvað við ætlum að gera að afplánun lokinni. Ég er að hugsa málið,“ skrifar konan. Í pistlinum „Dagur í fangelsinu“ sem birtist 26. júní 2014 í Kvennablaðinu segir hún: „Ég er búin að eignast nokkrar vinkonur á leikskólanum við hliðina á okkur. Þær eru sex ára og koma alltaf að spjalla við mig í gegnum girðinguna þegar við erum úti á sama tíma. Þær spurðu mig hvað ég hefði gert af mér. Næsta dag vilja þær heyra meira. Ég hitti þær vonandi í næstu útivist.“ Fangelsinu var lokað 2015 Fangelsið við Kópavogsbraut 17 var opnað í apríl árið 1989 en þar var áður starfrækt ung- lingaheimili ríkisins. Sökum þess hversu lágt hlutfall kvenkyns fanga er hér á landi voru vistaðir bæði kvenkyns og karlkyns fangar í Kópavogsfangelsinu en tíðrætt var hversu bágbornar aðstæðurnar voru. Síðasti fanginn var fluttur úr fangelsinu 22. maí 2015 og eru kvenkyns fangar á Íslandi nú hýstir í nýja fangelsinu að Hólmsheiði. Hlutfall kvenna í fangelsum er mjög lágt en þeim fer þó fjölgandi. Rúm 7% fanga sem ljúka afplánun hér á landi ár hvert eru konur. Helstu brot sem konur afplána fyrir eru auðgunarbrot, þó eru fíkniefnabrotum að fjölga, líkt og fram kemur í ritgerð Jóhönnu Bryndísar Þórisdóttur við félagsvísindasvið HÍ árið 2012. „Við geng- um um með volduga lyklakippu sem skrölti í og síð- an þá fæ ég alltaf mjög slæma tilfinn- ingu þegar ég heyri þetta hljóð Ásta Lilja Bjarnadóttir Starfaði um skeið í kvennafangelsinu í Kópavogi og getur ekki hugsað sér að horfa á sjónvarpsþáttaröðina Fanga. Kvennafangelsið í Kópavogi Fangelsinu var lokað árið 2015 en það er aðalumgjörð sjónvarpsþáttanna „Fangar“ sem nú eru sýndir á RÚV. Mynd SigTryggur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.