Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 15
Helgarblað 27.–30. janúar 2017 Fréttir 15 um hann. Fólkið var svo óþreyjufullt að ná sér í eldsneyti, jafnvel þótt það vissi alveg hver hættan gæti verið. Annaðhvort var einhver að hamra í tankinn með exi eða að reykja eða eitthvað sem leiddi til þess að bíllinn sprakk í loft upp. Um 200 manns létust skyndilega og 170 slösuðust alvarlega en sjúkra- húsið var bara lokað.“ Haft var sam- band við Rauða krossinn sem sendi skurðteymi Áslaugar á staðinn. „Fyrsta verkið var að klippa upp lás- ana af sjúkrahúsinu til að hægt væri að koma fólkinu fyrir. Fljótlega kom í ljós að þetta yrði langtíma verkefni svo sett var saman skurðteymi sem ég var yfir. Í teyminu voru skurðlækn- ar, skurðstofuhjúkrunarfræðingar og svæfingalæknar sem skuldbundu sig í þetta verkefni í þrjá mánuði,“ seg- ir Áslaug og bætir við: „Heilu fjöl- skyldurnar létust, það var enginn í þessu 5.000 manna samfélagi sem ekki þekkti einhvern sem lést í slys- inu.“ „Við lærðum af þeim og þau lærðu af okkur“ „Mitt fyrsta verk var að semja um að ráða nemendur í vinnu sem voru í skóla í nágrenninu,“ segir Ás- laug, en manna þurfti heilan spítala. „Við fengum til okkar um 40 nem- endur í ljósmæðrafræði og í öðrum heilbrigðisvísindum. Nemendurn- ir höfðu aldrei fengið aðra eins verk- lega kennslu áður. Sumir fengu að vera á skurðstofum en aðrir hjálp- uðu við almenna hjúkrun.“ Aðspurð um hvernig samskipti í jafn fjölþjóð- legu teymi hafi gengið, segir Áslaug: „Vinnuetík getur verið mismunandi milli landa. Nemendur gátu kennt okkur rosalega margt um samskipti við heimamenn. Við lærðum af þeim, þau lærðu af okkur og umfram allt var samstarfið mjög ánægjulegt.“ Auk þeirra voru fengin teymi frá Læknum án landamæra og frá samtökunum Handicap International sem sáu um sjúkraþjálfun og andlegan stuðning. „Þetta var í fyrsta skipti sem svona náin samvinna milli hjálparsamtaka átti sér stað í Suður-Súdan. Við unn- um saman, fullt af fólki með alls kon- ar bakgrunn, en vorum öll með sama takmark,“ segir Áslaug. Er Suður-Súdan dæmt til glötunar? Áslaug fór í sína fyrstu sendiferð til Suður-Súdan árið 1996. „Fyrst þegar ég kom til höfuðborgarinnar, Juba, var ekki meira en spítali og nokkr- ir kofar. Nú, 19 árum síðar, var Juba orðin að borg með veitingastöðum og hótelum. Þó hafði ekkert breyst, það var enn þá stríð. Manni fallast stundum hend- ur, þarna alast upp kynslóðir sem þekkja ekkert annað en stríðsástand. Eftir allan þenn- an tíma og alla fyrirhöfnina sem lögð hefur verið í að koma á friði hefur það enn ekki tek- ist. Það er sorglegt að koma aftur inn í nákvæmlega sömu aðstæðurnar, mörgum árum síðar.“ Áslaug hugsar sig um og bætir við: „Kannski er Suð- ur-Súdan sem sjálfstætt ríki dæmt til glötunar.“ Þó svo að útlitið sé ekki alltaf bjart segist Áslaug vera langt frá því hætt að sinna ferðum sem þessum. „Þetta er ótrúleg reynsla og gam- an að taka þátt í þessu. Þarna vor- um við í rúma þrjá mánuði og af þeim 170 manns sem slös- uðust útskrifuðust 130 manns í lokin. Ef ekki hefði verið fyr- ir þetta verkefni hefði mjög lítill hluti lif- að af.“ Ófrísk stúlka gekk í þrjá daga á næsta spítala „Eitt sinn kom til okkar ófrísk kona sem hafði gengið í þrjá daga til að komast á spítalann. Konan, sem var 25 ára, þurfti nauðsynlega að fá blóðgjöf því hún var með það sem kallast fyrirsæt fylgja. Í Suður-Súdan kynntist ég hins vegar því að menn- ingarlega séð er algjört tabú að gefa blóð,“ segir Hólmfríður Garðarsdótt- ir, hjúkrunarfræðingur og ljósmóð- ir, sem kom úr sinni síðustu sendi- för frá Suður-Súdan í lok síðasta árs. „Þar sem ég var er talið að sá sem gefi blóð muni í kjölfarið deyja. Það hefur víst gerst nokkrum sinnum að einhver gefur blóð og deyr svo um tveim árum síðar,“ segir Hólmfríður og bætir við: „Manni finnst svo eðli- legt að hægt sé að finna blóðpoka.“ Járntöflur og hnetu- smjör í stað blóðgjafar Hólmfríður segir að stór hluti af starfinu hafi falist í samskiptum við heimamenn og fann hún fyrir mikl- um menningarlegum mun. Þegar ekki var hægt að fá blóðgjöf með hefðbundnum hætti þurfti að finna aðrar lausnir. Hólmfríður greinir frá: „Ófríska stúlkan komst nálægt því að deyja. Á endanum lifði hún af og eignaðist fóstrið og fylgjuna. Við gáf- um henni járntöflur og hnetusmjör og náðum henni ágætlega upp á endanum. Stúlkan var 25 ára gömul og átti átta börn heima. Okkur tókst, í þetta skipti, að sannfæra hana um að fara á getnaðarvörn og að safna kröftum áður en hún færi í frekari barneignir. Við ráðlögðum henni að bíða í tvö ár en hún vildi koma aftur að ári liðnu, þá væri hún tilbúin að halda áfram.“ Þrátt fyrir að hafa starfað við þetta í 20 ár segir Hólmfríð- ur svona atvik sitja eftir og bætir við: „Manni finnst að það eigi að vera hægt að hafa þetta í betra formi.“ Unga kynslóðin sér ekki fram á batnandi ástand Mikill skortur er á starf- andi ljósmæðrum í Suður-Súdan en margar innlendar ljósmæður hafa flúið land. Hólmfríður segir innviði heilbrigðiskerfisins slæma en um 1% af þjóðartekjum Suður- Súdan fara í heilbrigðismál. „Það eru nokkrar ljósmæður í landinu. Við vorum tvær saman í vinnu og erum alltaf að reyna að ráða fleiri. Í þorpunum fá konur og ungbörn þjónustu yfirsetukvenna. Þær hafa lært hver af annarri en ekki hlotið neina formlega menntun en hafa lært hver af annarri,“ greinir Hólm- fríður frá. „Okkar hlutverk er að kynnast yfirsetukonunum og vera í samskiptum við þær. Við þjálfum þær og kennum þeim hvernig þær geta brugðist við mismunandi að- stæðum og áttað sig á hvenær þarf að senda konur á heilsugæsluna. Það getur hins vegar tekið marga daga að ganga á næstu heilsugæslu og því fæða flestar konur heima hjá sér með aðstoð yfirsetukvenna,“ segir Hólmfríður. „Við viljum að fleiri konur sæki í mæðraverndina og fæði á heilsugæslunni. Konurnar sjá þó enga ástæðu til að koma langa vegalengd á heilsugæsluna þegar ekkert alvarlegt amar að. Það get- ur verið erfitt fyrir ófrískar konur að ganga í nokkra daga, sérstaklega þegar ástandið er svona. Vanda- málið er þetta áralanga stríð.“ Í fyrstu sendiför Hólmfríðar til Suð- ur-Súdan, árið 2003, var stríðið háð við Súdan í norðri. Í síðari ferðinni, árið 2015, hafði stríðið breyst í borg- arastyrjöld milli ættbálka landsins. Hólmfríður segir lítið hafa breyst. „Kynslóðin sem núna er ung reikn- ar ekki með því að ástandið muni batna, því miður.“ n Karamella og perur Súkkulaði og ferskjur Vanilla og kókos Bragðgóð grísk jógúrt að vestan „Fyrsta verkið var að klippa n Áslaug og Hólmfríður störfuðu á átakasvæði í Suður-Súdan n Íslenskir hjúkrunarfræðingar víða um heim Suður- Súdan upp lásana aF sjúkrahúsinu“ „Kannski er Suður- Súdan sem sjálfstætt ríki dæmt til glötunar.“ Daglegt líf í vinnunni Hólmfríður ásamt vinnufélaga og skjólstæðingum. Eru í samskiptum við fólkið í þorpunum Þar hljóta konur og ungbörn þjónustu yfirsetu- kvenna sem hafa lært hver af annarri. Hólmfríður Garðarsdóttir, hjúkrunarfræ ðingur og ljósmóðir Segir lítið hafa breyst milli áranna 20 03 og 2015 þegar hún starfaði í Suður-Súdan. Grátandi móðir fylgist með veikburða dóttur sinni Í Suður-Súdan fæða flestar konur í heimahúsum en þurfa stundum að ganga langar vegalengdir til að nálgast heilbrigðisþjónustu. MynD AlbErt GonzAlEz FArrAn/ICrC

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.