Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 17
Helgarblað 27.–30. janúar 2017 Umræða 17 Daniel Defoe (Róbinson Krúsó) og Enid Blyton (t.d. Ævintýrahafið), en eitt af því sem þar er sameiginlegt er talandi páfagaukur; Defoe var reynd- ar fyrstur til að láta slíkan kveðja sér hljóðs í skáldsögu, eins og Stevenson viðurkenndi fúslega. Ég hef heyrt suma spyrja undrandi þegar ég tala um Fjársjóðseyju Stevenson, t.d. að undanförnu sem ein helstu tíðindi útgáfu síðasta árs, hvort hér sé ekki um „unglingabók“ að ræða. Satt er það að drengur á unglingsaldri seg- ir drjúgan hluta sögunnar, en þegar skáldsaga er skrifuð af slíkri stílsnilld sem hér um ræðir og af jafn yfirfljót- andi hugmyndaflugi, þá verður það ekkert minna listaverk út af þannig efnisatriðum; menn gætu eins far- ið að kalla Brekkukotsannál Laxness unglingabók vegna aðalpersónunn- ar. Long John og Ben Gunn Persónusköpunin í Fjársjóðseyju Stevenson er stórbrotin og ævin- týraleg, en enginn jafnast samt á við þann litríkasta, Long John Silver; Langa Jón Silfurs. Einfætta sjóræn- ingjann og mælskusnillinginn, sem einmitt gengur um með sinn talandi páfagauk á öxlinni; sá heitir eftir Flint skipstjóra sem á sínum tíma átti fjár- sjóðinn, eða „safnaði honum“ væri kannski réttara að segja. Sögunni vindur svo fram á einhvern þann hátt sem búast má við; það eru í bland sjóræningjar úr áhöfn gamla kapteinsins, Flint skipstjóra sem faldi fjársjóðinn, sem hafa munstrað sig á leið- angursskipið og þeir hyggja á uppreisn gegn góðu mönnun- um, sem hafa uppdráttinn í fórum sínum, strax og gott tækifæri gefst til. En óvæntir atburðir verða, eins og þegar aðaldrengurinn rekst á mann þarna suður frá sem hafði ver- ið skilinn einn eftir á fjársjóðs- eyjunni mörgum árum fyrr, og er auðvitað búinn að finna gullið og gersemarnar og færa á annan stað, þannig að það tjóar lítt fyrir uppreisnarmenn að ná kortinu á sitt vald. Sjó- ræningjarnir vita ekki af þeim sem var skilinn eftir, Ben Gunn, en heyra hann kalla og þekkja aftur röddina og verða dauðhræddir, halda að þar sé draugur að hrópa, en hinn snjalli Langi Jón Silfurs róar þá með því að benda á að rödd Ben Gunn endurkastist frá nálægum klettum, og kemur með þær eðlisfræðilegu upplýsingar að raddir drauga bergmáli ekki, eða að hann hafi í það minnsta aldrei heyrt um slíkt. Það er skemmst frá því að segja að þýðing Árna Óskarssonar er alger snilld, viðheldur bæði ljóðrænu og klassískri upphafningu í textanum, en jafnframt húmor hans og glað- værð. „Gulleyjan“ Þessi bók Stevenson hafði áður ver- ið gefin út á íslensku undir nafninu „Gulleyjan“ og þannig þekkti mað- ur söguna, bæði úr bíómyndum og gott ef ekki teiknimyndasögu. Þetta setti sjálfan mig í dálitla klemmu fyrir þremur áratugum þegar ég hafði ákveðið að gefa út tvær tengd- ar skáldsögur, undir titlunum Djöflaeyjan og Gulleyjan, því að mér fannst eins og önnur bók ætti, að minnsta kosti siðferðislega, réttinn á síðarnefnda titlinum. Ég ákvað þá að reyna að bjarga málunum með því að fara í gegnum upprunalega enska textann, las semsé bókina á frummálinu, í leit að tilvitnun sem ég gæti haft fremst í minni Gulleyju, og þannig kinkað kolli til Steven- son og sýnt hans bók virðingu. Og var meðal annars mjög snokinn fyr- ir ummælum Long John um draug- ana og bergmálið. En ég fann samt aldrei neitt sem myndi virka nógu vel með efni minnar Gulleyju, sem gerist í Thúlekampinum á Íslandi. En á endanum áttaði ég mig svo á því að þetta voru óþarfar áhyggjur, ég var ekkert að hnupla titli Steven- son, nema þá rangri þýðingu hans – hún heitir jú Trea- sure Island eins og hér hefur komið fram. Margvíðar persónur og stór sýn Í hasar- og ævintýrabókum hafa persónur tendens til að vera dálítið einvíðar; vondu kallarnir eru bara vondu kall- arnir og ekkert nema það. En það er merkilegt dæmi um hæfileika Stevenson, „af- burðamannsins á hátindi snilldarinnar“ svo við vitnum aftur í Knut Hamsun, að for- ingi óvinanna í Fjársjóðseyj- unni er jafnframt mest heill- andi og ógleymanlegasta persóna bókarinnar. Hann er gallharður glæpamaður, eins og við er að búast af manni úr hans starfsstétt, en jafnframt frábærlega mælskur, sjarmer- andi og skemmtilegur. Og það er sérstaklega ánægjulegt, eins og þeir lesendur sem klára bók- ina munu sjá, hvernig Steven- son tekst að sneiða hjá því að láta Langa Jón fá þess konar „makleg málagjöld“, sem hefði verið leiðinlegt stílbrot fyrir söguna. Það er stundum talað um að skáldsagnahöfundar hafi misstóra „sýn“ – „vision“; þá er kannski ver- ið að tala um að höfundar hafi mis- mikla hæfileika til að sjá yfir stórt sögusvið. Íslensk dæmi um höfunda með „stóra sýn“ væri til dæmis höf- undur Njálu, með hinn langa sögu- tíma, allar hinar ólíku persónur, það mikla landsvæði sem er undir, og hvernig smáir atburðir og söguleg- ir stórviðburðir leika jafnt á sviðinu í gegnum þá löngu bók. Sama mætti segja um höfund Íslandsklukkunn- ar, eða þá höfund Sturlungu. Og vilji menn njóta meistaraverks höfundar með mikla visjón þá er Fjársjóðseyj- an eiginlega skyldulesning. n Bjarni Blöndal Löggiltur fasteignasali bjarni@fastlind.is Sími 662 6163 Ég kann að meta eignina þína „Í himnesku b jálæði“„Ég hef heyrt suma spyrja undrandi þegar ég tala um Fjár- sjóðseyju Stevenson, t.d. að undanförnu sem ein helstu tíðindi útgáfu síð- asta árs, hvort hér sé ekki um „unglingabók“ að ræða. Langi Jón og Jim Hawkins Mynd frá árinu 1911 eftir N. C. Wyeth.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.