Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 18
Helgarblað 27.–30. janúar 2017 Heimilisfang Kringlan 4-12 6. hæð 103 Reykjavík fréttaskot 512 70 70fr jál s t, ó Háð dag b l að DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7000 512 7050 aðalnúmer ritstjórn áskriftarsími auglýsingar sandkorn 18 Umræða Útgáfufélag: DV ehf. • Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson Ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson • Fréttastjórar: Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Steinn Kári Ragnarsson • Umbrot: DV ehf. • Prentun: Landsprent • Dreifing: Árvakur Engar kerfisbreytingar Fyrir kosningar boðuðu bæði Björt framtíð og Viðreisn að gera ætti kerfisbreytingar í landbún- aði og sjávarútvegi. Þær áhersl- ur urðu enda meðal annars, þó af því fari misjöfnum sögum, til þess að upp úr slitnaði í fimm flokka viðræðunum sem miðuðu að því að mynda hér ríkisstjórn frá miðju til vinstri. Viðreisn og Björt framtíð hlupu í fangið á Sjálfstæðisflokknum og mynduðu ríkisstjórn. Þar virðist hins vegar sem flokkarnir tveir hafi sæst á að kasta fyrir róða flestum hug- myndum um kerfisbreytingarn- ar sem svo mikil áhersla var lögð á í fimm flokka viðræðunum. Í stjórnarsáttmála er þannig ekkert að finna um breytingar á búvöru- samningum né um að fiskveiði- kvóti verði settur á markað, líkt og flokkarnir tve- ir lögðu áherslu á. Nú hefur verið skipað í atvinnu- veganefnd þings- ins. Þar eru sjálf- stæðisþingmenn Suðurkjördæmis, þeir Páll Magnússon og Ásmund- ur Friðriksson, formaður og vara- formaður. Auk þeirra sitja með- al annars í nefndinni Óli Björn Kárason, Sigurður Ingi Jóhanns- son og Lilja Rafney Magnúsdóttir. Ekki eru þessir einstaklingar, jafn ágætir og þeir eru, líklegir til að stokka upp í þessum tveimur at- vinnugreinum. Viðreisnarfólk og Björt framtíð á vafalítið eftir að verða fyrir vonbrigðum. Sannur fulltrúi þjóðarinnar Þ egar einstaklingar öðlast skyndilegan frama þá er tek- ið eftir því hvernig þeir bregð- ast við. Það getur verið erfitt að stíga skyndilega fram í sviðsljósið þar sem minnstu mistök verða að frétta- efni, jafnvel miklu fremur en það sem vel er gert. Nýr forseti okkar, Guðni Th. Jóhannesson, hefur allt frá því hann tók við embætti, fyrir ekki ýkja mörgum mánuðum, verið þjóðinni til mikils sóma. Í skoðanakönnun- um skorar hann hátt og það er gleðilegt til þess að vita að þjóð, sem getur verið ærið tortryggin, skuli alla- vega treysta einum af ráðamönnum sín- um. Forsetinn er lík- legur til að hafa enn vaxið í áliti hjá þjóðinni eftir fyrstu opinberu heim- sókn sína erlendis. Danmerkurheim- sókn forsetahjón- anna var sérlega vel heppnuð og það var óvenju hlýleg- ur blær yfir henni, ekki þessi stirði og kaldi virðuleiki sem við sjáum mjög oft í fréttamyndum af heimsóknum þjóð- höfðingja og þjóðar- leiðtoga. Þar réð sennilega mestu hversu alþýðleg og vingjarnleg íslensku forsetahjónin eru. Þau eru greinilega ekki gefin fyrir að setja sig í snobbstellingar og það er venjulega létt yfir þeim. Ræður forsetans og drottningar voru meira að segja að hluta til á létt- um nótum. Það hefur líklega glatt fjölmarga aðdáendur Andrésar and- ar að bæði Danadrottning og Guðni minntust á hann í ræðum sínum. Andrés önd á allt gott skilið og það er vel að hann skuli í hávegum hafður í konunglegum sölum. Forsetinn gerði lukku í Danaríki og talaði dönsku eins og ekkert væri, og mörgum Íslendingum (líkt og Dönum) finnst örugglega að þar hafi hann unnið töluvert afrek. Forsetinn kom víða við í heimsókn sinni, talaði meðal annar á ráðstefnu um þjóð- ernishyggju og popúlisma sem nú færast í aukana víða um heim. Upp- gangur öfgahreyfinga er uggvænleg staðreynd og ráðamönnum alls stað- ar í heiminum ber skylda til að stíga fram, tala máli mannréttinda, minna á umburðarlyndi og náungakærleik og vara við heift og hatri. Þetta hef- ur forsetinn gert oftar en einu sinni og mun örugglega halda því áfram. Næg eru tilefnin og ærin munu þau verða, því miður. Forsetinn hefur oftar en einu sinni lagt áherslu á að hann ætli í embætti fá að vera hann sjálfur. Hann virðist vera hjartahlýr og kær- leiksríkur maður, ekki gefinn fyrir glamúr og glys. Sannur og heill og manna ólíklegastur til að breytast í puntudúkku. Það er vel. n Thanks, but no thanks Dagur B. Eggertsson um viðræður um sölu á Hellisheiðarvirkjun. – Kjarninn Er skipulagið í lagi...? Lausnir fyrir heimili og fyrirtæki Brettarekkar Gey mslu - og dekk jahi llur Mikil burðargeta Einfalt í uppsetningu KÍKTU VIÐ Á WWW.ISOLD.IS OPIÐ 08:00 - 17:00 Nethyl 3-3a - 110 Reykjavík Sími 53 53 600 - Fax 567 3609 Við erum í bandalagi Oddný G. Harðardóttir um stjórnarandstöðuna. – RÚV Við elskum að vera á Íslandi Wael Aliyadah og Feryal Aldhash hafa fengið dvalarleyfi á Íslandi. – DV Myndin Vetur Það var fallegur vetrardagur sem blasti við á suðvesturhorninu á fimmtudagsmorgun, bjartur og góður til útivistar. Eftir nokkra bið er nú búið að opna skíða- svæðið í Bláfjöllum, þótt enn vanti einhvern snjó til þess að kjöraðstæður skapist. MynD SIGtRyGGuR ARI Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Þar réð sennilega mestu hversu al- þýðleg og vingjarnleg ís- lensku forsetahjónin eru

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.