Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 24
Helgarblað 27.–30. janúar 20174 Snyrtistofur - Kynningarblað Framúrskarandi húðvörur frá Schrammek fyrir viðkvæma húð og rósroða S ensitive-línan frá Schrammek inniheldur húðvörur sem ætl- aðar eru fyrir viðkvæma húð og vinna gegn rósroða. Húð getur verið þurr, rauð, ert og með þurrkublettum auk ofnæmisvið- bragða. Vörur í Sensitive-línunni róa niður viðkvæma og erta húð auk þess að vernda hana gegn utanaðkomandi áreiti; enn fremur draga vörurnar úr roða og næra viðkvæma húð. Allar vörurnar í Sensitive-línunni innihalda hvorki ilm né jarðolíur og eru því mjög góðar fyrir viðkvæma húð; línan eykur vellíðan í húðinni. Auk varanna í Sensitive-línunni býður Schrammek upp á Blem- ish Balm sem er hannað með það að markmiði að róa niður roða og ertingu í húð. Blemish Balm hentar einnig afar vel fyrir viðkvæma húð eða gegn rósroða. Hvað er rósroði og hvað er til ráða? Rósroði er kvilli eða sjúkdómur í húð sem hefur ólíkar birtingarmyndir. Hann hefur tilhneigingu til að birt- ast á kinnum, höku, nefi og í sum- um tilfellum á enni. Einkenni rós- roða eru roðaköst og þeim getur fylgt bruni þegar pirringur/erting, háræð- ar verða sýnilegri og í sumum tilfell- um myndast bólur og/eða fílapenslar. Orsakir rósroða eru óþekktar en þeir þættir sem leiða til útvíkkunar æða geta gert illt verra, t.d. andlegt og líkamlegt álag, óhagstæð veðrátta, röng húðkrem og mataræði; kryddað- ur matur, áfengi og kaffi. Varast skal andlitskrem sem svíð- ur undan eða valda roða. Það geta t.d. verið krem sem innihalda: alkó- hól, menthol, piparmintu og ólífu- olíu, svo eitthvað sé nefnt. Þá skal forðast að nota púður. Margir Íslendingar eru með við- kvæma húð og hafa allmargir verið greindir með rósroða. Til að fá grein- ingu á rósroða skal leita til húðsjúk- dómalæknis. Dr. Med. Christina Schrammek hefur þróað vörur fyrir rósroða og viðkvæma húð. Í þeirri línu eru einnig meðferðir hjá faglærðum snyrtifræðingum sem hafa notið mikilla vinsælda hjá þeim sem eru með rósroða eða viðkvæma húð. Í línunni eru krem, maski, ampúla, andlitshreinsir og serum, sem við- skiptavinum gefst kostur á að kaupa, en mælt er með, áður en verslað er úr línunni, að fá prufur og leiðsögn hjá snyrtifræðingum. Meðferðaraðilar og sölustaðir fyr- ir vörur frá Schrammek eru eftirtald- ir: Snyrtistofan Verði þinn vilji, Borg- artúni 3 Deluxe snyrti og dekurstofa, Glæsibæ Pandóra snyrti- og fótaað- gerðarstofa, Þangbakka Heilsa og útlit snyrtistofa, Hlíðarsmára Túlip snyrti- og fótaaðgerðarstofa, Hæðasmára Sjá enn fremur á vefverslun Sckrammek; www.schrammekshop.com n Schrammek er með allt fyrir viðkvæma húð. Erna María Schrammek á Íslandi og Vilja ehf. Ýmsar lausnir fyrir hvers kyns húðvandamál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.