Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 25
Helgarblað 27.–30. janúar 2017 Kynningarblað - Snyrtistofur 5 Samanlögð 100 ára reynsla! Snyrtimiðstöðin, elsta snyrtistofan á Íslandi S nyrtimiðstöðin, fótaað- gerða-, snyrti- og nuddstofa er líklega elsta snyrtistofan á Íslandi í dag sem hefur alltaf verið með sama eiganda. „Upphaflega kallaði ég stofuna Fegr- un, en nú heitir fyrirtækið Snyrtim- iðstöð enda starfsemin orðin fjöl- breyttari,“ segir Rósa sem stofnaði stofuna árið 1979 og hefur rekið hana með góðum árangri til dagsins í dag. Að jafnaði starfa hjá Snyrtimið- stöðinni 5-7 snyrtifræðingar og fóta- aðgerðafræðingar, allt frá nýútskrif- uðum nemum upp í sannkallaða reynslubolta. „Ásamt mér starfa hér til dæmis þrír gríðarlega færir snyrti- meistarar og fótaaðgerðafræðingar. Við erum með samanlagða um 100 ára reynslu,“ segir Rósa. Snyrti- fræðingar Snyrtimiðstöðvarinn- ar nota Academie húðvörur, NEE förðunarvörur, Essie nagalökk og Real Techniques förðunarbursta. Lögvernduð heilbrigðisstétt Fótaaðgerðir eru lögvernduð heil- brigðisstétt. „Hér á Snyrtimiðstöð- inni erum við með mjög færa lög- gilda fótaaðgerðarfræðinga,” segir Rósa, en fótaaðgerðafræðingar eru þeir einu sem mega meðhöndla fætur skjólstæðinga sinna með egg- járnum s.s. hnífa (fyrir utan lækna). Fótaaðgerðafræðingar eru með sér- staka heilbrigðistryggingu sem all- ir heilbrigðisstarfsmenn verða að hafa og eru undir ströngu heilbrigð- iseftirliti. Varanleg förðun Á Snyrtimiðstöðinni eru í boði fjöldi meðferða. Meðal annars starfa á Snyrtistofunni færir tattú-sér- fræðingar sem hafa fengið stafsleyfi frá heilbrigðisráðuneytinu. Brúnir Hægt er að fá heilar eða part inn í brúnir, t.d. þar sem vantar eða eru fá hár. Setjum bæði skugga fyrir þær sem það vilja en vinsælast er að teikna hár HAIRSTROKE bæði með vél en einnig MICRO-BLADING sem er handgert. Þá eru hárin mun fínni. Þetta er hægt að gera þó engin hár séu eða setja inn á milli í gisnar brún- ir. Meðferðin kemur fallega út og sést jafnvel ekki að hárin séu teiknuð. Augu Húðflúr í kringum augu (eyeliner) ýmist bæði á augnlok og eða undir augu. Ýmist grannar eða þykkar lín- ur, neðri línan er oft höfð hálfa leið og látin fjara út. Varir Húðflúr á varir, varalína og eða breikkun á vörum. Einnig er hægt að heillita varir. Lýti Hægt er að lagfæra ýmis lýti með húðflúri t.d. setja lit í ör, sem eru of hvít eða lita nýja geirvörtu (í stað húðflutninga) fyrir konur með upp- byggð brjóst. Allar meðferðirnar eru gerð- ar í samráði við viðskiptavin bæði um litaval og lögun. Við erum með mjög góð deyfikrem og eru þetta því tiltölulega þægilegar og sárs- aukalitlar meðferðir. Microblading húðflúrin fara grynnra í húðina en venjulegt tattú og endast að jafnaði í 2-5 ár, en auðvelt er að skerpa upp öll húðflúr. IPL er nútíminn Um er að ræða varanlega há- reyðingu með Xenon-leifturljósi sem er örugg, sársaukalaus og fljót- leg meðferð (svipað lazer). Vinn- ur best ef hár eru gróf, dökk og húð ljós. Hægt að nota nánast hvar sem er á líkamanum fyrir bæði kon- ur og karla. „Við erum nýbúin að endurnýja IPL-ljóstæknitækið okk- ar. Þetta er að virka mjög vel fyr- ir margar,“ segir Rósa. Þetta virkar þannig að liturinn í hárinu dreg- ur í sig hitann frá ljósinu. Hárið ber hitann niður í hársrót á aðeins sekúndubroti og veldur varanlegri eyðingu á hárfrumum í hársekk. Meðferðafjöldi er 6-10 skipti á 4-8 vikna fresti. Snyrtimiðstöð er staðsett í Kringlunni 7, 103 Reykjavík. Opn- unartímar: Mánudaga – föstudaga kl. 8.00-18.00 Einungis er tekið á móti tímapöntunum og afbókunum í síma 588-1990. Netfang: snyrti@ snyrtimidstodin.is Nánari upplýs- ingar má nálgast á vefsíðu Snyrtim- iðstöðvarinnar; snyrtimidstodin.is eða á Facebook-síðunni. n Rósa Þorvaldsdóttir, eigandi Snyrtimiðstöðvarinnar Lögg. fóta- aðgerðafræðingur, sérhæfð í varanlegri húðflúrsförðun, microblading og varanlegri háreyðingu, kennaramenntuð og meistari í snyrtifræði, förðunarfræðingur og nagla- fræðingur. Hefur starfað samfellt við fagið síðan árið 1977. Mynd Odd STEFAn Erla Jóhannsdóttir fram- kvæmdastjóri Löggiltur fótaaðgerða- fræðingur, meistari í snyrtifræði, förðunar- fræðingur og naglafræðingur. Hefur starfað nær óslitið við fagið síðan 1987. Arndís Haraldsdóttir snyrtifræðingur Meistari í snyrtifræði, nagla- og förðunar- fræðingur. Hefur starfað nær óslitið við fagið síðan 1989. Hjörtfríður Guðlaugsdóttir nemi Hefur lokið námi frá Snyrtiakademíunni, er í starfsþjálfun fyrir sveinspróf. Olga Eremina Naglafræðingur. Anna María Hallgrímsdóttir nemi Hefur lokið námi frá Snyrtiakademíunni, er í starfsþjálfun fyrir sveinspróf. Linda Pálsdóttir, snyrti- og förðunarfræðingur Er í barneignarleyfi. Mynd Odd STEFAn Starfsmenn Snyrtimiðstöðvarinnar í góðum gír. Húðflúr á augabrúnir. Húðflúr kringum augu. Fyrir og eftir MICRO-BLADING húðflúrun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.