Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 27.01.2017, Blaðsíða 46
Helgarblað 27.–30. janúar 201738 Fólk V e g a m ó t a s t í g u r 4 | 1 0 1 R e y k j a v í k | s í m i 5 1 1 3 0 4 0 | v e g a m o t @ v e g a m o t . i s FRÁ 11–16 Tímir varla að setja myndir á veggina María Pétursdóttir gjörbreytti herbergjaganginum á heimilinu fyrir 235 þúsund krónur É g er búin að vera á leiðinni að gera þetta í 20 ár,“ segir María Pétursdóttir sem gjörbreytti ný- verið svefnherbergisganginum á heimili sínu. Líkt og sjá má á myndunum sem fylgja greininni þá er munurinn gríðarlega mikill og María einstaklega sátt við útkomuna. „Þetta skreytir sig líka svo mikið sjálft að ég tími varla að setja mynd- ir á veggina.“ María segir að verkefnið snúist fyrst og fremst um að velja listana, formin sem eiga að vera á viðar- römmunum sem og stærðina á hverj- um ramma fyrir sig. „Maður þarf að vera búin að útfæra þetta 100 prósent áður en maður byrjar. Ég var búin að reikna út hvað hver og einn kassi átti að vera stór alveg upp á sentimetra.“ Fyrsta verkefnið í rýminu sjálfu var að setja límband á vegginn sem aðskildi svæðið á milli þess hluta veggjarins sem var málað- ur með kalkmálningu og svæðisins sem fór und- ir rammana. „Ég málaði loft- ið og neðri hlutann, sem fór undir viðinn, hvítan. Efri hlutann málaði ég með kalkmáln- ingu. Það þarf tvær umferðir og máln- ingin þarf að þorna í að minnsta kosti 12 klukku- stundir. Svo það þarf að gefa sér tíma í það.“ Að því loknu skipti María um gólf- lista og setti sömuleiðis vegglista á vegginn sem aðskilur kassana frá efri hluta veggjarins. „Þá voru rammarnir eftir,“ segir María sem fékk smið til að gera þá fyrir sig. Auðvelt að þrífa Eftir mikla útreikninga voru ramm- arnir settir á sinn stað. María notaði límband til að halda þeim á sínum stað á meðan límið, sem festi þá við steinvegginn, þornaði. Að því loknu málaði hún yfir þá með 7 prósent mattri málningu. „Liturinn á kalkmálningunni heit- ir 20.33. Hann kemur rosalega vel út. Ég er líka ánægð með hvíta litinn. Hann er mattur en samt er auðvelt að þrífa hann.“ Allt í allt var kostnaðurinn við framkvæmdina 235 þúsund krónur. María setti svo punktinn yfir i-ið með því að skipta út ljósum í rýminu. Núna er hún með kubbaljós bæði á veggn- um sem og í loftinu sem hún segir að hafi gert rýmið enn huggulegra. n Fyrir breytingu Hvítmálaðir veggir og ljósin sem María skipti út. Myndir MAríA Pétursdóttir Vandasamt verk Viðarramm- arnir komnir upp. María er að vonum mjög sátt við útkomuna Litirnir passa vel saman. María Péturs- dóttir er mikill fagurkeri. Málningarvinna María málaði veggina og loftið. smiðurinn mættur María var búin að mæla allar stærðir áður en hann tók til starfa. Gríðarleg breyting Búið að festa upp listana, mála og hengja upp ný ljós. Kristín Clausen kristin@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.