Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Page 2
Vikublað 21.–23. febrúar 20172 Fréttir Kr in gl an Kr in gl um ýr ar br au t Miklabraut Miklabraut Við erum hér! Tilb oð 17 10 bitar fyrir 4-5 5 Stórir bitar og 5 minni. Stórt hrásalat og kokteilsósa. Stór af frönskum og 2l. Pepsi. kjúklinga vefjur og borgarar Fordæmir rafmagnsofn Eldsmiðjunnar Í mínum huga eru þetta vörusvik eða að minnsta kosti villandi mark- aðssetning,“ segir Eyjólfur Karl Eyj- ólfsson, fyrrverandi viðskiptavinur Eldsmiðjunnar. Eyjólfur Karl býr við hliðina á útibúi keðjunnar á Bragagötu og segist hafa verið við- skiptavinur fyrst um sinn. Allt hafi hins vegar breyst til verri vegar þegar Foodco hf. keypti keðjuna. „Þá settu þeir upp rafmagnsofn, sem er ekki í augsýn viðskiptavina, sem varð þess valdandi að pizzurnar urðu þurrar og óspennandi,“ segir Eyjólfur Karl á Facebook-síðu sinni og birti mynd af ofninum til staðfestingar. Talsmaður Eldsmiðjunnar svaraði kvörtun Eyjólfs á þá leið að rafmagns- ofninn hafi verið í notkun frá upphafi á staðnum og væri aðeins notaður þegar mesta álagið er á veitingastaðn- um. Þá eru píts- urnar forbakaðar í rafmagnsofninum en síðan kláraðar í eldofninum. Þess ber að geta Eld- smiðjan auglýsir grimmt að staðurinn noti eingöngu alvöru eldofna og ís- lenskt birki úr Hallormsstaðaskógi við baksturinn. Á heimasíðu fyrirtækisins má lesa: „Það krefst kunnáttu að eld- baka pizzu því þar eru engin færibönd eða stafrænir, sjálfstýrðir hitablásar- ar, heldur aðeins reynsla og þekking pizzubakarans sem sér um að þú fáir pizzuna rjúkandi heita, brakandi stökka og bragðmikla úr eldofninum. Alvöru handverk eins og það hefur verið stundað frá upphafi.“ n VG mælast stærst Vinstri græn eru stærsti flokkur landsins samkvæmt nýrri skoð- anakönnun MMR. Tæp 35 prósent aðspurðra segjast styðja ríkis- stjórnina. Skoðanakönnunin var gerð dagana 10. til 15. febrúar og var heildarfjöldi svarenda 904. Vinstri græn mælast með 27 prósenta stuðning sem er sama hlutfall og í síðustu könnun fyrirtækisins sem lauk 5. febrúar síðastliðinn. Sjálf- stæðisflokkurinn er næststærstur og mælist með um 24,4 prósenta fylgi, litlu meira en í síðustu könnun. Munurinn milli flokk- anna tveggja er ekki marktækur. Fylgi Pírata dregst lítillega saman og mælist nú 11,9 prósent. Framsóknarflokkurinn mælis með 10,7 prósent, Samfylkingin með 10 prósent, Viðreisn með 6,2 prósent og Björt framtíð með 5,4 prósent. Með barnaklám í vélinni Karlmaður hefur verið dæmdur til þess að greiða 200 hundruð þúsund krónur í sekt, eða sæta 14 daga fangelsi, fyrir kynferðis- brot. Maðurinn var handtekinn í október síðastliðnum en hann reyndist vera með bæði myndir og myndbönd sem innihéldu barnaklám í vörslu sinni. Dómur féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra síðastliðinn föstudag. Lögreglu bárust í september síðastliðnum upplýsingar um að maðurinn væri með gróft barnaklám í tölvu sinni. Í kjölfarið haldlagði lögreglan tölvu manns- ins og flakkara. Í tölvu mannsins fundust 40 klámfengnar mynd- ir og ein myndbandaskrá. Um var að ræða myndir og myndskeið af börnum sem sýnd voru á kynferð- islegan og klámfenginn hátt eða sams konar myndir af einstakling- um sem orðnir voru 18 ára, sem voru í hlutverki barns. „Vil ekki bíða eftir að þetta gerist aftur“ n Hróp gerð að Christian og hann eltur n Biður fólk um að setja sig í spor fatlaðra M ér hefur alltaf fundist magnað að búa í samfé- lagi þar sem strákurinn minn, svona viðkvæm- ur og opinn fyrir stríðni eins og hann er, getur farið út um allt óáreittur,“ segir Sigríður Aðalsteins- dóttir, móðir hins þrítuga Christ- ians Bjarka en Christian glímir við fæðingargalla auk þess sem hann er greindur með einhverfu. Í kjölfar þess að Christian Bjarki varð fyrir að- kasti og stríðni af hálfu ókunnugra ritaði Sigríður hugvekju á Facebook- síðu sína þar sem hún hvatti fólk til að sýna nærgætni í samskiptum sín- um við þá sem eru minni máttar. Christian Bjarki er mörgum kunnur í litla samfélaginu á Akureyri. Hann býr í dag á íbúðarsambýli og fer flestra sinna ferða án aðstoðar annarra. Í samtali við blaðamann segir Sigríður að undanfarið hafi nokkur atvik átt sér stað þar sem einstaklingar hafi kallað og hrópað á eftir syni hennar úti á götu, og jafn- vel tekið upp á því að elta hann á bíl. Sumir flokka þetta kannski sem fíflagang eða stríðni, líkt og Sigríður bendir á, en svo er ekki í augum Christians Bjarka sem tekur hlutina oft afar bókstaflega. „Þessi hegðun hjá fólki getur sett allt úr skorðum hjá honum og valdið því að hann verður afskaplega órólegur og kvíðinn og spennist allur upp.“ Sigríður sá sig knúna til að tjá sig um málið og vekja fólk til umhugs- unar. „Ég vissi að ef ég myndi vekja athygli á þessu á Facebook þá myndi boðskapurinn ná til réttra aðila. Þó svo að þetta sé kannski einangrað tilvik þá vil ég ekki bíða eftir því að þetta gerist aftur,“ segir hún og bætir við að henni hafi hreinlega vöknað um augu þegar hún sá hversu gífur- lega jákvæð og góð viðbrögð færsla hennar fékk. Í athugasemdum er Christian Bjarka meðal annars lýst sem yndislegum og brosmildum ungum manni og „algjörum demanti“. Sigríður segir Christian vissulega sérstakan í framkomu en það hafi sjaldnast valdið nokkrum vand- ræðum. Þvert á móti sé hann hvers manns hugljúfi. „Ég fer til dæmis aldrei með hann út í búð án þess að hann fari að heilsa öllum í kringum sig. Það þykir öllum vænt um hann. Christian er mikill húmoristi og bara dásamlegur strák- ur sem vill öllum vel, en getur verið mikill prakkari þegar þannig liggur á honum.“ Margir ljósir punktar Sigríður bendir á að það ekki megi hunsa það já- kvæða sem hefur átt sér stað í málefnum fatlaðra á undanförnum árum. Hún nefnir sem dæmi um- boðsmenn fatlaðra í hverj- um landsfjórðungi, auk þess sem rödd fólks með þroskahömlun heyrist nú betur en áður, meðal annars í gegnum sjón- varpsþættina „Með okkar augum“. Hún vill koma á framfæri þökk- um til allra þeirra sem sent hafa hlý- legar kveðjur undanfarna daga: „Við drengina sem óku framhjá honum og hrópuðu að honum vil ég segja þetta: „Sumir fatlaðir eru með þroska á við lítil börn þó að þeir gangi um götur og líti út fyrir að vera bara dálítið „ skrýtnir“. Þessir einstak- lingar eru berskjaldaðir og varnar- lausir gagnvart fullheilbrigðum einstaklingum. Flest höfum við ein- hvern tímann á lífsleiðinni strítt og kannski sært fólk ómeðvitað á yngri árum. Refsingin fyrir það er sú að maður gleymir ekki eigin framkomu. Það besta sem þið gerið ef þið haf- ið hugsað ykkur að stríða fötluðu fólki til að hræða það: reynið að setja ykkur í þeirra spor. Verum góð hvert við annað.“ n Mæðgin Christian er mjög sjálfstæður og fer flestra sinna ferða án aðstoðar. „ Christian er mikill húmoristi og bara dásamlegur strákur. Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.