Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Síða 4
Vikublað 21.–23. febrúar 20174 Fréttir Í slandsbanki, sem nú er í 100 pró­ sent eigu íslenska ríkisins, sér allri framkvæmdastjórn sinni, alls níu manns, fyrir bifreiðum líkt og Landsbankinn. Átta fram­ kvæmdastjórar Íslandsbanka auk bankastjórans, Birnu Einarsdóttur, fá bifreiðar til afnota frá bankanum. Bifreiðin sem Birna fær kemur ekki til lækkunar á launum hennar sam­ kvæmt upplýsingum frá bankan­ um. Lykilstjórnendur Íslandsbanka fengu alls rúmar 300 milljónir króna í laun og árangurstengdar greiðslur árið 2015. Bankinn birtir ársreikn­ ing sinn fyrir árið 2016 á föstudag. DV fjallaði um það í helgarblaði sínu að allir sjö lykilstjórnend­ ur Landsbankans fái bifreiðar sem teljist til bifreiðahlunninda sam­ kvæmt ákvæðum ráðningarsamn­ ings. Í svari bankans kom fram að í ráðningarsamningi lykilstjórn­ endanna væri kveðið á um heildar­ laun en starfsmennirnir geti farið fram á að bankinn sjái þeim fyrir bifreið. Geri þeir það lækka laun þeirra sem nemur tekjumati Ríkis­ skattstjóra fyrir viðkomandi bifreið og viðkomandi starfsmenn greiða hlunnindaskatt samkvæmt tekju­ mati Ríkisskattstjóra. Lækkar ekki laun Birnu Í svari Íslandsbanka við fyrirspurn DV um hvernig þessum málum væri háttað þar kemur fram að bankastjóri Íslandsbanka, Birna Einarsdóttir, hafi bifreið til afnota sem hluta af launakjörum. Fram kom að afnot hennar af bifreiðinni væru ekki dregin af launum hennar. Það er því eðlismunur á hlunnindum bankastjórans og framkvæmda­ stjóranna átta. „Til viðbótar eru fram­ kvæmdastjórar með bifreiðar til afnota en kjósi þeir að hafa bifreiðar til afnota lækka laun þeirra á móti sem nemur bifreiðahlunnindum. Þannig koma bifreiðahlunnindi ekki til viðbótar öðrum launum.“ Líkt og DV fjallaði um í síðasta blaði þá miðast áðurnefnt tekjumat Ríkis­ skattstjóra fyrir bifreiðar við verð bifreiðar og aldur. Bifreið sem keypt er 2014 eða síðar miðast þannig við 28 prósent af upphaflegu kaupverði bifreiðarinnar samkvæmt eigna­ skrá bankans í þessu tilfelli. Heim­ ilt er að færa verð bifreiðarinnar niður um 10 prósent á ári en mest þannig að viðmiðunarverð til út­ reikninga á bifreiðahlunnindum verði aldrei lægra en 50 prósent af kaupverði hennar. Inni í fullum og ótakmörkuðum afnotum er rekstr­ arkostnaður innifalinn þannig að bankarnir í þessum tilfellum taka á sig eldsneytiskostnað, smurningu, þrif og þess háttar. Líkt og fram kom í helgarblaði DV þá er fyrirkomulag sem þetta, um bifreiðahlunnindi lykilstjórnenda, nokkuð algengt hjá stærri fyrirtækjum. Vellaunaðir lykilstjórnendur Birna Einarsdóttir var með 43,7 milljónir króna í laun árið 2015 auk þess sem hún fékk frammistöðu­ tengdar greiðslur upp á 7,2 millj­ ónir það ár. Þrátt fyrir að íslenska ríkið hafi yfirtekið Íslandsbanka í fyrra þá voru kjör Birnu aldrei færð undir kjararáð sem hefði þýtt veru­ lega launalækkun fyrir hana. Jafn­ vel þó svo það hefði gerst, eða yrði gert úr þessu, þá myndi það ekki hafa nokkur áhrif til lækkunar fyrir hana þar sem þá yrði að segja upp núverandi ráðn­ ingarsamningi Birnu við bank­ ann til að færa hana undir kjara­ ráð. Í því sam­ hengi verður að hafa í huga að Birna hefur 12 mánaða upp­ sagnarfrest samkvæmt ráðningarsamningi en ný lög um kjararáð taka gildi 1. júlí næst­ komandi þar sem ákvörðunarvald um laun bankastjórans flytjast aftur frá kjararáði til stjórnar bankans. Á tímabilinu síðan ríkissjóður eign­ aðist bankann að fullu hefur Birna því líklega verið launahæsti opin­ beri starfsmaður landsins. Ólíklegt er að laun hennar lækki verulega á næstunni, eins og þau hefðu þurft að gera hefði kjararáð ákvarðað þau. Samkvæmt ársreikningi Íslands­ banka fyrir árið 2015 fengu fram­ kvæmdastjórarnir átta alls 221,3 milljónir í laun og 29,1 í bónus­ greiðslur. Laun og árangurstengdar greiðslur lykilstjórnendanna níu hjá bankanum námu því 301 milljón króna. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Níu á bílum frá bankanum Átta framkvæmdastjórar auk bankastjóra Íslandsbanka fá bíla til fullra og ótakmarkaðra afnota. Bankinn greiðir rekstrarkostnað bifreiðanna. Elín Jónsdóttir Framkvæmdastjóri VÍB. Sverrir Örn Þorvaldsson Framkvæmdastjóri áhættustýringar. Jón Guðni Ómarsson Framkvæmdastjóri fjármálasviðs. Sigríður Olgeirs- dóttir Fram- kvæmdastjóri rekstrar- og upplýs- ingatæknisviðs. Björgvin Ingi Ólafsson Fram- kvæmdastjóri við- skipta og þróunar. Vilhelm Már Þorsteinsson Framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs. Tryggvi Björn Davíðsson Framkvæmdastjóri markaða. Una Steins- dóttir Fram- kvæmdastjóri við- skiptabankasviðs. MyNDIr ÍSLaNDSBaNkI.IS LykiLstjórnendur n Afnot bankastjóra ekki dregin af launum n Framkvæmdastjórn fékk 300 milljónir í árslaun 2015 Birna Einars- dóttir Bankastjóri Íslandsbanka. MyND ÞOrMar VIGNIr GUNNarSSON ÍsLandsbanka fá LÍka bÍLa Nýjar vörur í hverri viku Holtasmári 1, Kópavogur / Sími: 571 5464 Sjáðu úrvalið á tiskuhus.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.