Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Page 10
Vikublað 21.–23. febrúar 201710 Fréttir R íkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar fram­ tíðar undir forystu Bjarna Benediktssonar hefur nú setið við völd í 42 daga. Á þeim stutta tíma hefur stjórnin átt við fádæma vandræði að etja, allt frá fyrsta degi og fram á daginn í dag. Óánægja með ráðherraval, andstaða stjórnarþingmanna við mál á þing­ málaskrá ríkisstjórnarinnar, næsta fordæmalausar óvinsældir í skoð­ anakönnunum, ósamstaða stjórnar­ þingmanna í stórum málum og óvin­ sæl mál í almannaumræðu, við allt þetta hefur ríkisstjórnin þurft að glíma. Í raun er stjórnin þegar fallin í einu máli, ef marka má yfirlýsingar þingmanna, og um fleiri mál ríkir ekki eining. DV tók saman nokkur helstu vandræðamálin sem ríkisstjórnin hefur staðið frammi fyrir á þessum tæpa einum og hálfa mánuði sem hún hefur verið við völd. n RíkisstjóRn í kRöppum dansi n Hveitibrauðsdagarnir hófust aldrei n Vandræði frá fyrsta degi n stjórnin þegar fallin í einu máli n Ekki einhugur milli stjórnarliða í stórum málum Freyr Rögnvaldsson freyr@dv.is j ón Gunnarsson samgöngu­ ráðherra hefur greint frá því að til skoðunar sé að taka upp vegagjöld á vegum frá höfuð­ borgarsvæðinu til að takast á við þann vanda sem vegakerfið á við að etja. Jón sagði á fundi í byrjun þessa mánaðar að um 10 milljarða vant­ aði upp á til að fjármagna að fullu framkvæmdir á samgönguáætlun á þessu ári einu. Vegatollar væru ein þeirra leiða sem til skoðunar væru til að bregðast við því. Samflokksmenn í sveitarstjórnum ósáttir Þessar yfirlýsingar Jóns hafa strok­ ið mörgum verulega öfugt. Þannig hafa bæði bæjarráð Árborgar og Hveragerðis bókað andstöðu sín­ ar við hugmyndirnar og leggjast eindregið gegn gjaldtöku á leið­ um til og frá höfuðborgarsvæðinu. Aldís Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar og flokkssystir samgönguráðherra, sagði þannig í fjölmiðlum að einhugur væri í bæjarstjórninni um að leggjast al­ farið gegn öllum hugmyndum um vegagjöld. Óeðlilegt væri að að­ eins hluti landsmanna tæki þátt í fjármögnun af þessu tagi, eðli­ legra væri að slíkt tæki til allra landsmanna. Þá hefur Ásta Stef­ ánsdóttir, bæjarstjóri í Árborg og einnig flokkssystir ráðherra, sagt að vegatollar myndu skaða samkeppnishæfni landshlutans. Þá leggst Félag íslenskra bif­ reiðaeigenda gegn hugmyndunum og bendir á að nú þegar séu inn­ heimtir tugir milljarða af bifreiða­ eigendum með ýmissi skatt­ heimtu. Árið 2011 efndi félagið til undirskriftasöfnunar á heimasíðu sinni til að mótmæla hugmyndum um vegtolla sem þá voru uppi og rituðu undir hana ríflega 41 þús­ und atkvæðisbærra manna. Því má halda því fram að býsna almenn andstaða sé við hugmyndir af þessu tagi. Sagðir sértækar skattahækkanir Vegagjöld af þessu tagi hafa verið uppnefnd landbyggðarskattur og vitað er að mikil and­ staða er við hug­ myndirnar innan stjórnarand­ stöðunnar, sem án efa mun beita sér hart gegn málinu. Þannig hefur Katrín Jakobsdóttir bent á að um sértæka gjaldheimtu væri að ræða sem í raun væri ígildi skattahækkana á ákveðna hópa, þvert á loforð Sjálfstæðisflokks­ ins fyrir kosningar. Þá eru efasemdir uppi innan stjórnarliðsins, meðal annars hef­ ur Brynjar Níelsson lýst því að til að hægt sé að leggja á vegagjöld verði vegfarendum að vera kleyft að fara aðrar leiðir í staðinn. Jón Gunnarsson hefur sjálfur sagt að engar ákvarðanir hafi verið teknar um upp­ töku vegatolla heldur sé eingöngu verið að skoða málið ásamt öðrum hugmyndum. Engu að síð­ ur hafa hug­ myndirnar fallið í mjög grýttan jarð­ veg og munu án efa valda stjórninni áfram­ haldandi erfiðleikum í um­ ræðunni. Þ ingmenn fjögurra flokka hafa lagt fram frumvarp þess efnis að einkaleyfi ÁTVR á sölu á áfengi verði afnumið og heimilt verði að selja áfengi í verslunum. Auk þing­ manna stjórnarflokkanna þriggja eru þrír Píratar meðflutnings­ menn að frumvarpinu. Þrátt fyrir þátttöku Píratanna hefur verið litið á frumvarpið í almannaumræðu sem skilgetið afkvæmi ríkisstjórnarinnar, einkum Sjálfstæðis­ flokksins, enda alls ekki í fyrsta skipti sem þingmenn flokksins flytja við­ líka frumvarp. Fyrsti flutningsmaður er enda Teitur Björn Einarsson, þing­ maður Sjálfstæðis­ flokksins. Frumvarpið hefur valdið veru­ legum deilum og ljóst er að ekki styðja allir þingmenn stjórnar­ flokkanna það. Þá kom í ljós í nýrri skoðanakönnun að meirihluti Ís­ lendinga, 61,5 prósent, er mótfall­ inn frumvarpinu. Þá hefur fjöldi samtaka og embætta lagst gegn frumvarpinu. Þar á meðal má telja Barnaheill, UNICEF, Umboðsmann barna og landlækni. Sem fyrr segir er áfengis­ frumvarpið ekki ríkis­ stjórnarfrum­ varp en er hins vegar tengt stjórninni með órjúf­ anlegum hætti í um­ ræðunni. Umræðan um það hef­ ur ekki verið stjórninni í vil. Áfengisfrumvarpið hengt á stjórnina Andstaða í skoðanakönnunum og samtök eru á móti sakaðuR um að lEggja Á landsbyggðaRskatt Hugmyndum um vegatolla vægast sagt illa tekið ó vinsældir ríkisstjórnarinn­ ar eru næsta fordæma­ lausar sé horft til nýlegra skoðanakannana. Í lok janúar birtust tvær kannanir sem mældu stuðning við stjórn­ ina, annars vegar könnun Mask­ ínu og hins vegar könnun MMR. Í þeirri fyrrnefndu sögðust að­ eins 25 prósent vera ánægð með ríkisstjórnina en 47 pró­ sent sögðust óánægð. Í könnun MMR sögðust aðeins 35 pró­ sent aðspurðra styðja ríkisstjórnina. Stuðningurinn mælist nokkuð meiri í nýjasta Þjóðarpúlsi Gallup, sem birtur var 7. febrúar, en þar segjast 44 prósent styðja stjórnina. Í nýrri könnun MMR frá 9. febrúar er stuðn­ ingurinn kominn niður í 32,6 prósent. Óvanalega mikil andstaða Þetta er mun minni stuðningur en flestar ríkisstjórnir hafa átt að venjast í upphafi kjörtímabils síns. Þannig mældist ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðar­ dóttur með 61 prósents stuðning eftir kosningarnar í apríl 2009 og ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar mældist með ríflega 62 prósenta stuðning eftir kosningarnar vorið 2013. Fylgi Viðreisnar helmingast Þá hefur fylgi ríkisstjórnarflokkanna hríðfallið í skoðanakönnunum frá kosningum, einkum og sér í lagi fylgi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Í fyrrnefndum Þjóðarpúlsi sögðust ríf­ lega 5 prósent styðja Viðreisn og í nýj­ ustu könnun MMR mælist fylgið 5,6 prósent. Viðreisn hlaut 10,5 prósent at­ kvæða í kosningunum 29. október síð­ astliðinn. Björt framtíð mældist með um 7 prósenta stuðning í Þjóðarpúls­ inum og 5,3 prósent í könnun MMR en hlaut 7,2 prósent atkvæða í kosningun­ um. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 28 prósent í Þjóðarpúlsi en 23,8 prósent í MMR könnuninni. Flokk­ urinn hlaut 29 prósent atkvæða í kosn­ ingunum. Þess má geta að samkvæmt könnun MMR, sem er hin nýjasta þegar þetta er skrifað, eru Vinstri græn orðin stærsti flokkur landsins og mæl­ ast með um 27 prósenta fylgi. næsta fordæma- lausar óvinsældir Stuðningur við ríkisstjórnarflokkanna fellur Eldbakaðar pizzur hafnargata 36a, kEflavík / nálægt flugstöðinni salur fyrir hópa sími 557 1007 hamborgarar, salöt, pasta, kjúklingavængir og flEira

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.