Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Síða 26
Vikublað 21.–23. febrúar 201722 Sport Kyriakos Papadopoulos Miðvörður Hamburg SV Treyjunúmer: 9 Gríska varnartröllið var oft talið einn efnilegasti ungi leikmaður Evrópu í sinni stöðu. Hann ákvað að Boulahrouz-a yfir sig þegar hann var sendur á láni til Hamburg SV frá Bayer Leverkusen. Kannski er eitthvað í vatninu þarna í Bundesligunni en aldrei, undir nokkrum kringumstæðum, ætti miðvörður að skarta treyju númer 9. Glæsibæ • www.sportlif.is PróteinPönnukökur Próteinís Próteinbúðingur Treyjunúmerin sem pirra þig óstjórnlega n Þegar staðan passar ekki við númerið á bakinu n Þessir syntu gegn straumnum L iðin er sú tíð þegar staðan sem knattspyrnumenn leika ákvarðar treyjunúmerið sem þeir bera. Þegar byrjunar­ liðin samanstóðu af leik­ mönnum í treyjum með númerin 1 til 11 á bakinu. Það er allt gott og blessað, leikurinn breytist og mennirnir með. Nú geta leikmenn valið sér númer allt frá 1 og upp í 99. Þrátt fyrir þetta aukna frjáls­ ræði þá kemur það einstaka sinn­ um fyrir að leikmenn ganga of langt og strjúka fótboltapúritönum and­ hæris svo um munar. Eins og þegar miðverðir henda sér í treyju númer 9, eins og Khalid Boulahrouz gerði sem frægt er orðið hjá Chelsea á sínum tíma. Þvílíkur hryllingur. Af því tilefni hefur breska dag­ blaðið Mirror tekið saman lista yfir byrjunarlið verstu treyjunúmer­ anna þar sem leikmenn velja sér númer frá 1–11 sem engan veginn hæfa stöðunni sem þeir leika. n Emiliano Viviano Markvörður Sampdoria Treyjunúmer: 2 Ítalski markvörðurinn ætti að vera sendur í bann fyrir að velja sér treyjunúmer hægri bakvarðar. Viviano (31) hefur líka leikið með Brecia, Bologna og Fiorentina á ferlin- um auk þess sem hann fór eitt sinn á láni til Arsenal. Státar af sex landsleikjum fyrir Ítalíu en sagan segir að hann hafi valið sér treyju númer 2 hjá Sampdoria árið 2014 vegna þess að eina númerið sem annars var í boði var 12 og Viviano líkar ekki við háar tölur. Markmenn eru sérstakar týpur. Glen Johnson Hægri bakvörður Stoke City Treyjunúmer: 8 Bakvörðurinn Glen Johnson var eitt mesta efni Englands þegar Chelsea keypti hann ungan frá West Ham árið 2003. Hann renndi sér í hina dæmigerðu treyju númer 2 hjá Chelsea eftir að hafa verið í númer 23 hjá West Ham. Þaðan lá leið hans til Portsmouth þar sem hann fór í treyju númer 5 og aftur í treyju númer 2 hjá Liverpool. Hvað varð til þess að hann ákvað að velja sér númer 8 hjá Stoke City árið 2015 er einn af leyndardóm- um nútímaboltans. Artem Fedetskiy Miðvörður Darmstadt Treyjunúmer: 7 Stór og stæðilegur, úkraínskur miðvörður í treyju númer 7, SJÖ!, er bara furðulegt, jafnvel fyrir þýsku Bundesliguna. Fedetskiy hafði skartað númer 44 í fjögur ár hjá Dnipro í heimalandinu en ákvað að flippa létt þegar í ljós kom að hefðbundin varnartreyjunúmer voru öll upptekin hjá Darmstadt. Aleksandar Kolarov Vinstri bakvörður Manchester City Treyjunúmer: 11 Það má vissulega færa fyrir því rök að Kolarov hafi alltaf litið meira á sig sem vinstri kantmann en varnarsinnaðan bakvörð. Á ferlinum hafði hann áður sótt í þristinn, hið hefðbundna treyjunúmer vinstri bakvarða. Bæði hjá OFK Beograd í heimalandinu og Lazio á Ítalíu en síðan hóf hann ferilinn hjá Man City í treyju númer 13. Það slapp. En þegar Scott Sinclair hvarf á braut frá City sætti Kolarov færis og stökk á treyju númer 11! Það númer hafði hann reyndar notað síðasta tímabilið sitt hjá Lazio og hefði því augljóslega átt að vita betur. Jonathan de Guzman Miðjumaður Chievo Treyjunúmer: 1 Hollenski miðjumaðurinn er á láni hjá Chievo frá Napoli á Ítalíu og kannski er hann bara pirraður að hafa verið álitinn afgangs- stærð hjá Napoli og ákveðið að gefa skít í hefðir knattspyrnunn- ar. Hver veit, en það er hins vegar vitað mál að hann og Viviano mættu gjarnan skiptast á númerum á þessum lista. Henri Lansbury Miðjumaður Aston Villa Treyjunúmer: 5 Klárlega ekki versta brotið á þessum lista en Mirror-menn virðast líta þannig á að treyjunúmerið 5 eigi heima í vörninni. Mörg dæmi eru raunar um að miðjumenn skarti fimmunni, meðal annars Zinedine Zidane hjá Real Madrid á sínum tíma, sem var reyndar mjög einkennilegt val. Lansbury átti að mati Mirror að bíða í nokkra daga og taka númer 10 hjá Villa sem losnaði nokkrum dögum síðar nú í janúar þegar Jordan Ayew var seldur. Nabil Bentaleb Miðjumaður Schalke Treyjunúmer: 10 Bentaleb er fínn leikmaður og teknískur. Er á láni frá Tottenham hjá Schalke en starfar mest sem djúpliggjandi miðjumaður og við vitum öll að þeir eiga að láta treyju númer 10 vera. Menn áttu að læra af vitleysunni í Lassana Diarra hjá Real Madrid. Leyfum Pele, Maradona og Messi-týpunum að eiga tíuna. Menn í miðjuharki eiga sín númer. Steven Fletcher Framherji Sheffield Wednesday Treyjunúmer: 6 Skoski framherjinn hefur leikið í treyjum 9 og 10 allan sinn feril eins og vera ber en þegar hann gekk í raðir Sheffield Wednesday í fyrra virðist hann hafa hætt að reyna. Hann leyfði í alvör- unni eiganda liðsins, Dejphon Chansiri, að velja treyjunúmerið fyrir sig. „Hann velur þau í raun öll eftir til- finningu sinni fyrir hverjum leikmanni,“ útskýrði Fletcher. „Ég veit ekki af hverju hann valdi númer 6 fyrir mig. En hann er yfirmaðurinn, svo ég ákvað að best væri að spyrja ekki út í það.“ Fletcher minn, þú hefðir átt að spyrja. Hal Robson-Kanu Framherji West Bromwich Albion Treyjunúmer: 4 Velski framherjinn þráði að komast í ensku úrvals- deildina eftir fína frammistöðu með Wales á EM í fyrrasumar. Hann var greinilega svo ánægður með að WBA gaf honum tækifærið á lokadegi félagaskipta- gluggans í haust að hann pældi ekkert í vitleysunni sem hann var að samþykkja með að taka fjarkann. Aðeins skorað eitt mark og það er pottþétt treyju- númerinu að kenna. Jordan Ayew Framherji Swansea Treyjunúmer: 3 Gylfi Sigurðsson hefði mátt hnippa aðeins í Jordan til að koma fyrir hann vitinu þegar Swansea keypti hann í janúarglugganum. Ayew hefur að sjálfsögðu verið spurður út í val sitt og borið því við að hann hafi ekki haft úr mörgu að velja og einnig að hann hafi áður leikið í treyju númer þrjú, þegar hann var lánsmaður í Frakklandi hjá Souchaux. Eins og margir muna hefur landi hans, Ganamaðurinn Asamoah Gyan, ávallt leikið í treyju númer 3, þrátt fyrir að vera framherji. En það þýðir ekki að það sé í lagi. Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Mynd EPA Mynd EPA Mynd EPA Mynd EPA Mynd EPA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.