Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2017, Qupperneq 31
Vikublað 21.–23. febrúar 2017 Menning 27 sem er alltaf fyrir framan nefið á lög- reglunni, en hann er alltaf að skipta um gervi og það virðist alveg ómögu- legt að handsama hann.“ María: „Hann stígur bara fullskap- aður fram á sjónarsviðið sem illur glæpamaður. Maður fær aldrei sam- úð með honum því maður veit ekkert hvernig hann varð svona vondur. Það kemur aldrei nein ástæða fyrir illsk- unni, það er ekki leitað freudískra út- skýringa í slæmu barnauppeldi eða einhverju álíka. Hann kemur bara og gerir óskunda, dregur fólk með sér í glæpaverk og lögreglumönnun- um tveimur tekst aldrei að handsama hann. Það komu í raun upp vanga- veltur hvort Fantômas væri yfirhöfuð persóna eða hvort hann væri hrein- lega það illa innra með okkur öllum, einhvers konar svarthol.“ Magnús: „Hann er eiginlega bara eins vondu karlarnir í fyrstu kynslóð teiknimyndasagnanna, sem bara poppa upp og gera óskunda. Það veit enginn af hverju.“ Þannig að sögurnar um Fantômas veita ekki hefðbundin og fullnægj- andi málalok þar sem illmennið er handsamað og fær makleg málagjöld – sigrar illskan bara? Vignir: „Já, í rauninni. Fantômas hefur alltaf yfirhöndina og það virð- ist ekki vera neinn lærdómur í sögun- um!“ María: „Myndin var náttúrlega gerð í París fyrir fyrri heimsstyrjöld, á þeim tíma sogaði borgin til sín lista- menn alls staðar að og þar var mikill uppgangur. Ég held að á sama tíma hafi verið ákveðið listrænt sakleysi. Að einhver væri svona ótrúlega vond- ur var svo fjarlægt fólki – þetta er fyr- ir tvær heimsstyrjaldir og alla illsk- una sem birtist þar fyrir framan nefið á fólki. Krafan um uppeldishlutverk kvikmynda var kannski ekki orðin sú sama og í dag þegar það þarf alltaf að vera einhver boðskapur. Fólki fannst bara gaman að þarna væri einhver ógeðslega vondur.“ Magnús: „Þetta er bara svona Die Hard- mynd. Hún skilur ekki neitt eftir sig, en þú ert í geggjuðum fíling á með- an þú horfir á hana. En svo að það komi bara fram þá skil ég ekki þessa mynd, veit ekkert hvað er í gangi – samt er ég búinn að sjá hana rosalega oft.“ Algjör steik Er þetta þá erfið mynd fyrir nútímaáhorfend- ur? Magnús: „Hún er náttúrlega algjör steik, þessi mynd!“ María: „Hún er mjög skemmtileg og áhugaverð. Það er mik- ið að gerast, mjög mikið fyrir augað. En stærsta áskorunin fyrir okkur voru þessar löngu senur þar sem framvindan er óljós og manni fer að leiðast gífurlega ef það er engin tónlist undir. Á þessum tíma var fólk kannski ekki alveg komið með sömu tilfinningu fyrir klipp- ingu og lengd sena eins og í dag. Sumar senur eru mjög langar og sumar mjög stuttar, effektar og módelskot eru í mótun og fólk er að læra á miðilinn. Að einhverju leyti erum við því að reyna að laga klippingu myndarinnar með tón- listinni – og ég held að okkur hafi tekist frekar vel til. Ein erfiðasta senan er tólf mínútur þar sem fólk er að hoppa upp og niður hæðir – en maður veit ekkert hvers vegna! Þá lögðum við hins vegar þeim mun meira í tónlistina og þá flýtur senan á henni.“ Vignir: „En þó að maður nái ekki öllum söguþræðinum eru önnur atriði sem vega upp á móti. Myndin hefur verið hreinsuð og endurgerð, hver rammi skannaður aftur inn í 4k- upplausn. Þessi endurgerð er rosa- lega flott og hún gefur manni glugga inn í þennan tíma. Þarna er fullt af borgarmyndum teknar í hvers- dagsleikanum í París árið 1913. Það er alveg magnað að horfa í gegn- um þennan glugga í svona góðum gæðum. Maður er svo vanur því að í svona gömlum myndum hristist allt til, það séu hár á filmunni, hraðinn vitlaus og svo framvegis. En hér er þetta bara gullfallegt.“ Vitið þið eitthvað hvernig tónlist var leikin við myndina þegar hún var upphaflega sýnd í kvikmyndahúsum fyrir rúmri öld? María: „Í þöglu myndunum var það annaðhvort píanóleikari sem lék undir í kvikmyndahúsinu eða hljómsveitir í stærri borgum. Mjög sjaldan fylgdi ákveðin tón- list ákveðinni kvikmynd. Senurnar voru bara eyrnamerktar „hasarsena“ eða „ástarsena“ og svo var valin við- eigandi tónlist úr einhverjum laga- banka. Það var reyndar samin tónlist við myndina þegar hún var endur- útgefin á DVD-disk, en það var bara einhver týpísk Hollywood-tónlist, sem við reyndum reyndar að forðast að hlusta á, enda fórum við líka allt aðra leið.“ Nú eruð þið að fara að spila með myndinni á tvennum tónleikum á skemmtistaðnum Húrra í vikunni. Er krefjandi að spila tónlistina á tónleik- um? María: „Já, maður hefur afskap- lega lítinn umhugsunarfrest og Maggi þarf að spila mjög hratt á trommurn- ar og verður mjög þreyttur. Þetta er því góð tónlistarleg líkamsrækt.“ Magnús: „Það var náttúrlega tekin ákvörðun um að vera ekki að sulla neitt.“ Sólrún: „Þegar maður vinnur með mynd þar sem söguþráðurinn er ekki alveg augljós, getur verið freistandi að sleppa sér í svolitlu flæði og spuna, en við ákváðum að vinna mjög ná- kvæmlega með myndinni.“ Vignir: „Við reynum að fara nokk- uð nákvæmlega eftir söguþræðinum. Gerum umhverfishljóð og tímasetj- um hana alveg niður á sekúndu.“ Þannig að þið eruð í raun að hljóð- gera myndina? Vignir: „Já, en þó ekki alltaf. Við erum ekki að gera öll hljóðin, erum ekki með kókoshnetur að gera hestahljóð.“ Magnús hneggjar og allir hlæja. Fantômas í verkefninu Nú fyrir jólin, um þremur árum eftir tónleikana í París, kom plata með tón- list Amiinu við Juve contra Fantômas . „Lögin standa algjörlega sjálfstæð og fólk þarf ekkert að vita af myndinni til að njóta tónlistarinnar,“ útskýrir María. „Þetta hefur tekið svo langan tíma vegna þess að við erum öll í öðrum tónlistarverkefnum og með lítil börn og svoleiðis. Við komumst ekkert í upptökur fyrr en ári eftir tónleikana, ári seinna var platan tilbúin, en svo tókst ekki að gefa hana út fyrr en ári eftir að hún var tilbúin, á hrekkjavök- unni 2016,“ segir Sólrún. „Það hefur verið svolítill draug- ur sem hefur fylgt þessu verkefni,“ segir María. „Allt hefur reynst svolítið flókið. Það hefur verið svolítið mikill Fantômas í þessu.“ Amiina leikur tónlist sína undir kvikmyndinni Juve contra Fantômas á Húrra miðvikudaginn 22. febrúar og fimmtudaginn 23. febrúar. n Ofurgrúppa Meðlimir Amiinu eru virkir í fjölda annarra verkefna og hlutu samanlagt sjö tilnefningar til íslensku tónlistarverðlaunanna á dögunum. n Plata ársins (opinn flokkur): Amiina - Fantômas n Plata ársins (sígild og samtímatónlist): Schola Cantorum – Meditatio n Tónlistarflytjandi ársins (sígild og samtímatónlist): Schola Cantorum n Tónverk ársins (sígild og samtímatónlist): María Huld Markan Sigfúsdóttir – Aequora n Tónverk ársins (djass og blús): ADHD – Magnús Trygvason Elíassen n Lagahöfundur ársins (djass og blús): ADHD Tónlistarflytjandi ársins (djass og blús): ADHD „Krafan um upp- eldishlutverk kvik- mynda var kannski ekki orðin sú sama og í dag þegar það þarf alltaf að vera einhver boðskapur. Sími: 562 5900 www.fotomax.is Ömmu og afa bollar í miklu úrvali Fæst í vefverslun og í verslun okkar að Höfðabakka 3 Laugavegur 24 Sími 555 7333 publichouse@publichouse.is publichouse.is BENTO BOX 11.30–14.00 virka daga / LUNCH 11.30–15.00 um helgar / BRUNCH 1.990 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.