Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 2
2 Vikublað 25.–27. apríl 2017fréttir Tveir lítrar af fljótandi kókaíni Tollverðir í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar stöðvuðu nýverið smygl á tæpum tveimur lítrum af fljót- andi kókaíni til landsins. Í til- kynningu sem Tollurinn sendi frá sér á mánudag kemur fram að efnin hafi fundist við hefðbundið eftirlit í farangri tæplega þrítugs karlmanns sem var að koma frá Amsterdam. Vökvanum hafði verið kom- ið fyrir í fjórum brúsum sem merktir voru sem munnskol, sáp- ur og sjampó. Samtals var um að ræða 1.950 millilítra. Þetta er í fyrsta sinn sem lagt er hald á fljótandi kókaín hér á landi og er mjög erfitt að greina þessa gerð af kókaíni við gegnumlýsingu og röntgenmyndatöku. Málið var kært til lögreglunn- ar á Suðurnesjum sem hefur farið með rannsókn þess sem er nú á lokastigi. Tollstjóri minnir á fíkni- efnasímann 800-5005. Í hann má hringja til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnu- verkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkni- efnavandann. Einnig má koma ábendingum um smygl inn á símsvara 552-8030 hjá Tollstjóra. Unnur verður formaður ferðamálaráðs Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfa- dóttir, ráðherra ferðamála, hefur skipað Unni Valborgu Hilmars- dóttur formann ferðamálaráðs og Evu Björk Harðardóttur varafor- mann ráðsins. Ferðamálaráð er skipað til fjögurra ára í senn en skipunartími formanns og vara- formanns er takmarkaður við embættistíma ráðherra. Unnur Valborg Hilmars- dóttir er oddviti sveitarstjórnar Húnaþings vestra, rekur íbúða- gistinguna Sólgarð á Hvamms- tanga og á og rekur fyrirtækið Aðstoðarmaður ehf. Hún hef- ur áralanga reynslu af rekstri og stjórnun. Undanfarin ár hef- ur hún starfað við stjórnenda- þjálfun og námskeiðahald, verið framkvæmdastjóri Selaseturs Ís- lands á Hvammstanga, fram- kvæmdastjóri Dale Carnegie á Íslandi og aðstoðarfram- kvæmdastjóri Hreyfingar. Eva Björk Harðardóttir er oddviti sveitarstjórnar Skaftár- hrepps og hótelstjóri Hótels Laka í Efri-Vík skammt frá Kirkjubæj- arklaustri, þar sem hún hefur um árabil rekið umsvifamikla ferða- þjónustu. Hún er með B.Ed.- gráðu frá Kennaraháskóla Ís- lands. Skipulagi ábótavant í heilsugæslunni Ríkisendurskoðun gagnrýnir skort á skipulagi og aðhaldi og takmarkaðar fjárveitingar H eilsugæsla höfuðborgarsvæð- isins stendur ekki að öllu leyti undir því markmiði laga um heilbrigðisþjónustu að vera fyrsti viðkomustaður sjúklinga. Þetta er mat Ríkisendurskoðunar sem birtist í nýrri stjórnsýsluúttekt stofn- unarinnar. Í útdrætti skýrslunnar, sem birtist á vef Ríkisendurskoðunar á mánu- dag, segir að meginástæðurnar séu vankantar á skipulagi í heilbrigðis- kerfinu, takmarkaðar fjárveitingar til Heilsugæslunnar og skortur á að- haldi með heilsugæslustöðvunum sem eru fimmtán talsins. „Afleiðingarnar eru heft aðgengi almennings að þjónustu Heilsugæsl- unnar á dagtíma sem hefur m.a. valdið því að fólk leitar iðulega á bráðamóttöku Landspítala með er- indi sem Heilsugæslan gæti leyst. Eins hefur þjónusta sérgreinalækna aukist mjög á síðustu árum. Hvort tveggja hefur leitt til aukins heildarkostnað- ar í heilbrigðis kerfinu og ófullnægj- andi aðgengi að sérhæfðu fagfólki innan þess,“ segir Ríkisendurskoðun í skýrslunni. Þá er það mat stofnunarinnar að stýring fjárveitinga innan heilbrigðis- kerfisins hafi ekki stuðlað að því að gera Heilsugæsluna að fyrsta við- komustað sjúklinga. Á tímabilinu 2007 til 2016 jukust fjárframlög til hennar um þrjú prósent að raunvirði þótt íbúum svæðisins hafi fjölgað um 11 prósent. Á sama tíma jukust út- gjöld vegna sérgreinalækninga um 57 prósent að raunvirði. Meðal þess sem stofnunin leggur til er að auka eftirlit með þjónustu og skilvirkni þeirra heilsugæslustöðva sem reknar eru á höfuðborgarsvæð- inu. Þá eru Heilsugæslan og vel- ferðarráðuneyti hvött til að kanna hvernig megi fjölga nemum í heim- ilislækningum og heilsugæsluhjúkr- un í ljósi þess að styttast fer í starfs- lok margra þeirra. 64 heimilislæknar eru á aldrinum 61 til 70 ára en 25 eru á aldrinum 35 til 45 ára. n Heilsugæslan Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Salernishúsið kostar minnst 20 milljónir Þórhallur segir framkvæmd á salernishúsi í Vatnajökulsþjóðgarði bruðl með skattpeninga V ið erum ekki að tala um pýramídana í Egyptalandi.“ Þetta segir Austfirðingurinn Þórhallur Þorsteinsson í viðtali við DV. Hann er afar ósáttur við að áætlaður kostn- aður við salernishús í Vatnajökuls- þjóðgarði, við Snæfell, sé yfir 20 milljónum. Húsið er enn á fram- kvæmdastigi en það verður 22 fer- metrar með tveimur salernum og stórum palli. Á öðru salerninu verð- ur aðgengi fyrir fatlaða. Þá verður ein sturta, vetrarkamar og lítil geymsla undir húsinu. Þess má geta að Þór- hallur situr í svæðisráði austursvæð- is Vatnajökulsþjóðgarðs og er starfs- maður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Fermetraverðið milljón „Ég sé ekki betur en að kostnað- urinn við hreinlætishúsið fullbúið og frágengnu með teikningum og hönnun verði öðrum hvorum megin við 25 milljónir eða um það bil ein milljón á hvern fermetra. Til samanburðar má geta þess að ný 113 fermetra íbúð með bílastæðis- kjallara hér á Egilsstöðum kostar um það bil 30 milljónir.“ Þórhallur er ekki kominn með myndir af hreinlætishúsinu sem byggja á við Snæfell þrátt fyrir að rúmur mánuður sé frá því að hann óskaði eftir öllum gögnum varðandi bygginguna. „Það er alveg í takt við stjórnsýsluna sem er viðhöfð hjá Vatnajökulsþjóðgarði.“ Hann segir að verksamningur vegna hreinlætishússins hljómi upp á 18,1 milljón. En þá á, til að mynda, eftir að reikna út kostnað við teikn- ingar og hönnun á húsinu. „Þetta endar að minnsta kosti einhvers staðar yfir 20 milljónum. Mögu- lega 25. Það segir sig sjálft að þetta er algjört bruðl með sameigin lega sjóði.“ Þá vill Þórhallur einnig meina að kostnaður fleiri byggingar í þjóð- garðinum hafi farið úr böndunum. „Má þar nefna landvarðarhús við Blágil, aðstöðuhús og klósett við Langasjó, landvarðarhús við Dreka- gil, sem mér er sagt að hafi kostað á milli 70–80 milljónir. Að ógleymdri Snæfellsstofu svo maður tali nú ekki um staðsetninguna.“ Þórhallur segir að auðvitað vilji ferðamenn snyrtileg og björt hrein- lætishús. „En það þarf ekki að gera minnisvarða um sóun á almanna- fé,“ segir hann og telur að það sé löngu tímabært að það fari fram óháð úttekt á framkvæmdum og stjórnsýslu í Vatnajökulsþjóðgarði frá stofnun hans. Ekki bara klósettseta Þórður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, segir áætl- aðan kostnað við salernishúsið, sem er 22 fermetrar að stærð, vera um 20 milljónir eftir kostnaðarmat og útboð. „Þetta eru ekki bara tvö salerni heldur verður sturta þarna og þurrsalernisbúnaður sem verð- ur notaður yfir vetrartímann. Þá er annað salernið sérstaklega búið fyrir hreyfihamlaða sem og öll að- koma. Þetta verður heilmikið hús. En ekki bara ein klósettseta eða kamar uppi á fjalli. Þetta er miklu meira en það og við erum að leggja inn til framtíðar.“ Þá segir Þórður að taka þurfi í reikninginn að það sé töluvert dýrara að byggja langt uppi á hálendi en í byggð. „Það er viðbótar- kostnaður sem leggst ofan á.“ Þórður bendir á að salernið sem núna er við Snæfell í Vatnajökuls- þjóðgarði sé úr sér gengið. „Það er búið að þjóna hlutverki sínu í mörg herrans ár og nú er einfaldlega kominn tími á endurbætur.“ n Kristín Clausen kristin@dv.is Þórhallur Þorsteinsson „Það þarf ekki að gera minnis- varða um sóun á almannafé.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.