Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 12
12 Vikublað 25.–27. apríl 2017fréttir Atli Fannar Bjarkason nafngreindi þrjár manneskjur í innslagi í þættinum Vikunni með Gísla Marteini. DV náði tali af tveim- ur þeirra, Guðbjörgu Maríu Jóelsdóttur og Þorkeli Markússyni. Kolfinna Þorfinnsdóttir svaraði ekki síma. Guðbjörg María Jóelsdóttir: „Ég er orðin heimsfræg,“ segir Guð- björg María Jóelsdóttir og kveðst ekki hafa gengið of langt þegar hún tjáði sig um Sóla Hólm. „Hann getur þakkað fyrir að vélin lenti. Það var brjálað veður og hann að kvarta undan því að þurfa að hanga í vélinni þegar hann var hólpinn, ég var aðallega að gera grín að þessu og það voru fleiri en ég sem gerðu það. Að kvarta undan þessu, ég get ekki orða bundist. Mér finnst líka óþarfi að tjá sig svona en hann er kannski þekktur þessi maður og því leyfilegt að segja allt mögulegt. Ég var eiginlega að gera gys að honum. Þetta var flipp hjá mér. Mér fannst asnalegt hjá honum að tjá sig svona, ég hef lent í svipuðu en ég er ekkert að kvarta. Ef ég á að taka þetta aftur get ég alveg eins gert það og látið eins og ég hafi ekkert verið að segja þetta, ef ég hef verið að særa hann. Mér finnst ekki gaman ef maðurinn er sárþjáður yfir þessu.“ Ertu sátt við að enda hjá Gísla Marteini? „Ég sá þetta ekki strax sjálf. Ég er búin að sjá þetta núna og það hefur verið hringt í mig út af þessu. Ég passa mig héðan í frá að vera ekki skrifa eitthvað ef þetta verða afleiðingarnar.“ Þorkell Markússon: „Þetta var djúpt innlegg hjá mér og ég er sáttur, sérstaklega þar sem ég fæ athygli út á þetta,“ segir Þorkell Markússon sem staddur er í Madeira í Portúgal. „Ég er upp með mér.“ Sérðu eftir að hafa skrifað þetta? „Nei, það geri ég ekki. Ég hefði ekki skrifað þetta nema ég hefði meint það. Ég sé ekk- ert eftir þessu. Hann (Sólmundur) hafði unnið fyrir þessu. Annars hef ég ekkert fylgst með þessu. Ég er bara í sólinni hér á Madeira.“ Hvað er það versta sem hefur verið sagt um þig? „Ég veit það ekki enda les ég nær aldrei kommentakerfi blaðanna en margt hefur verið sagt sem er ömurlegt. Fólk hefur sagt mér ljóta hluti og ekki hægt að ímynda sér að heilbrigt fólk segi slíkt um persónu fólks sem það er ekki sammála. En mér og fjölskyldunni hefur verið hótað ýmiss konar leiðindum og sumu alvarlegu. Barnabarn hringdi í mig eftir lestur á kommentakerfinu og spurði. „Afi, af hverju vill karlinn að við öll fjölskyldan drukknum í jólasúpunni“.“ Tókstu það nærri þér? „Það er ljóst að illmælgi og árásir á persónu mína hafa áhrif á sálina. Ég er bara mannleg sál, einstaklingur sem er svo fjarri þeim lýsingum sem um mig hafa verið viðhafðar.“ Hefur breyst hvernig þú tekur niðrandi athugasemdum í dag? Hafa þær jafn mikil áhrif? Hafa þær breytt þér á einhvern hátt? „Maður hefur einhverja brynju fyrir því en illt umtal á mann á bak og ósannindi snerta mann alltaf. En þau halda ekki lengur fyrir mér vöku. Þau breyta manni ekki, heldur herða mig í því að standa fastari fótum á skoðunum mínum. Þá hafa ummælin haft þau áhrif að ég vorkenni fólki sem er fullt af reiði og ég bið fyrir því.“ Hefur þú sagt eitthvað á netinu um aðra sem þú hefur séð eftir? „Já, og ég hringdi í viðkomandi og bað hann afsökunar á því.“ Forðast þú viðtöl vegna virkra í athugasemdum? „Nei, þau hafa engin áhrif á það. En fjölskyldan hefur beðið mig að taka ekki þátt í ákveðnum umræðum en þau vita að það er engin leið.“ Ættu fjölmiðlar að loka fyrir kommentakerfi? „Það er mikil ábyrgð sem fjölmiðlar takast á hendur og gera með því að opna leið fyrir fólk sem vill meiða einstaklinga sem gegna opinberum störfum eða eru í forystu í samfélaginu. Það eru takmörk fyrir því í hvaða mæli fjölmiðlar geta beint ábyrgð á þann sem skrifar sóðaskapinn, því það er fjölmiðillinn sem opnar leiðina og er vettvangurinn. Ef fjölmiðill telur sig geta verið svo lítilmótlegan að leyfa slíkan óhróður um saklausa einstaklinga þá uppsker hann samkvæmt því.“ Hefur þú orðið fyrir áreiti eða að­ kasti annars staðar en á netinu eftir umdeildar fréttir, úti á götu til dæmis? „Nei, aldrei.“ Hver er þín skoðun á virkum í athugasemdum? „Mínar skoðanir hafa komið fram. Ég vil þó taka fram að það sem ég hef sagt á ekki við þá sem standa í eðlilegum skoðana- skiptum eða ábendingum og koma fram opinberlega undir nafni.“ Telur þú að fólk forðist viðtöl vegna virkra í athugasemdum. Forðast þú að fara í viðtöl? „Ég get bara svarað fyrir mig. Það hefur ekki áhrif á mig eða mínar skoðanir.“ Hafa ættingjar tekið athugasemd um þig nærri sér? „Já, og valdið þeim vanlíðan.“ Sema Erla Hvað er það versta sem hefur verið sagt um þig? „Verst af öllu þykir mér þegar fjölskyldu minni er blandað inn í hatrið gegn mér og skrifuð eru ummæli um foreldra mína. Það þykir mér vera mesta lágkúra sem til er. Annars koma ummæli eins og „vona að Sema Erla Serðir farist í næstu hryðjuverkaárás skítmenna af hennar tagi (múslimaskítmenna)“ og „Adios réttdræpa hundtyrkja hóra“ fast á hælana á slíku. Þar á eftir koma ummæli eins og að „Sema Erla er hættuleg íslenskri menningu og lífsstíl Íslendinga“ og að „svona lið sem fær að þrífast óáreitt verður samt hættulegt fullveldi Íslands þegar það fær að fjölga sér án mótspyrnu.“ Að það eigi að endurvirkja Tyrkjalögin, að ég sé „íslamisti og isis- isti“ og „frænka Erdogans“ er líka ansi vinsælt. Annað er ekki prenthæft.“ Tókstu það nærri þér? „Ég væri að ljúga ef ég segði að þetta hefði engin áhrif á mig, enda getur enginn búið við nánast daglega hatursorðræðu án þess að það hafi áhrif, og sumt sem er skrifað ristir djúpt. Mér finnst sárt að for- eldrar mínir þurfi að lesa svona hræðilega hluti um barnið sitt, sérstaklega þar sem þessir hlutir eru oftar en ekki skrifaðir af öðru fullorðnu fólki sem eflaust á börn og jafnvel barnabörn sjálft.“ Hefur breyst hvernig þú tekur niðrandi athugasemdum í dag? Hafa þau jafn mikil áhrif? Hafa þau breytt þér á einhvern hátt? „Ég lærði fljótt að láta þetta styrkja mig frekar en veikja í minni baráttu og ég minni mig á það á hverjum degi að svona ummæli segja ekkert um mig heldur allt um þá sem láta þau frá sér.“ Hefur þú orðið fyrir áreiti eða aðkasti annars staðar en á netinu eftir um­ deildar fréttir, úti á götu til dæmis? „Já. Sumir láta sér ekki duga kommenta- kerfin eða endalaust áreiti á samfé- lagsmiðlum. Sumir senda tölvupóst og einkaskilaboð, aðrir hringja, og enn aðrir áreita mann úti á götu.“ Ásmundur Friðriksson Fólkið SEm var naFngrEint hjÁ atla Fannari Hvað er það versta sem hefur verið sagt um þig? „Það versta sem hefur verið sagt um mig kom fram í sérstöku níðbloggi um mig þar sem bloggarinn „tók mig fyrir“ eins og hann orðaði það sjálfur. Þar viðraði bloggarinn þá skoðun sína að ég væri aumingi sem væri að fremja hægt sjálfs- víg og ýjaði að því að ég væri þannig að koma verulega illa fram við ástvini mína. Eins og oftast, þegar um fitufordóma er að ræða, setti viðkomandi þessi orð fram í skjóli heilsufarsáhyggna af mér, hann væri að gera þetta svo ég myndi nú „taka mig á“ og gerast heilsuhraustari. Eins og sést draup umhyggjan alveg af honum.“ Tókstu það nærri þér? „Ég tók það nærri mér já. Þetta var svo einbeittur brotavilji gegn mér, öðruvísi en þegar einhverju er slengt fram í kommentakerfunum. Innihald athugasemda í kommentakerfum fjölmiðla eru yfirleitt ekki svona rosalega hatursfull, þar hefur fjöldi athugasemd- anna mest áhrif. Ég er ýmsu vön í kommentakerfunum en eftir viðtalið mitt við Sindra um daginn varð fjöldi kommentanna svo mikill, á öllum miðlum, að það varð yfirþyrmandi og áhrifin að lokum miklu meiri en af áðurnefndu níðbloggi.“ Ættu fjölmiðlar að loka fyrir kommentakerfi? „Nei. Ég hef alveg séð fjölmiðla loka fyrir kommentakerfi þegar um mjög viðkvæm mál er að ræða og mér hefur fundist það takast vel til. Enda er það gert í undantekningartilvikum með allra viðkvæmustu málin. Hef ég hugsað með mér að fjölmiðill ætti að loka fyrir kommentakerfi þegar gróft persónuníð er í gangi, eins ég varð fyrir um daginn? Já, auðvitað. En stundum verður maður bara að standa storminn af sér því oft gegna athugasemdirnar því hlutverki að varpa betra ljósi á ákveðin málefni eins og t.d. fitufordóma og hvernig orðræðan um feitt fólk, sérstaklega feitar konur, birtist í samfélaginu. Umræðan var mjög afhjúpandi og ég held að margir hafi lagt aðra merkingu í orðið „fitufordómar“ eftir að hafa gluggað í kommentakerfin.“ Hafa ættingjar tekið athugasemd um þig nærri sér? „Mjög. Stormurinn um daginn reyndist mínum nánustu afskaplega erfiður. Bæði að horfa upp á hvernig hann hafði áhrif á mig en líka beinu áhrifin á þau, þau gátu ekki farið á Facebook í heila viku án þess að sjá einhvern drulla yfir mig og holdafar mitt.“ tara margrét vilhjálmsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.