Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 14
14 Vikublað 25.–27. apríl 2017fréttir - erlent Enginn vill taka við börnunum n Börn vígamanna ISIS eiga ekki afturkvæmt heim n Þriggja ára drengur í fangelsi Þ rátt fyrir að hann sé aðeins tæplega þriggja ára hefur Tamim Jaboudi verið á bak við lás og slá í rúmt ár. Það eina sem Tamim hefur til saka unnið er að vera sonur foreldra sinna sem voru liðsmenn ISIS. Þeir féllu í febrúar í fyrra í loftárás sem Banda- ríkjamenn gerðu á bækistöðvar sam- takanna. Tamim komst lífs af en er í dag í hópi þeirra barna sem enginn vill taka á móti, barna sem áttu foreldra innan ISIS. Áhyggjufullur Foreldrar Tamin voru frá Túnis en fluttu til Líbíu til að ganga í raðir ISIS. Síðan foreldrar hans létust hefur Tamim verið í fangelsi í Tripoli í Líbíu. AP-fréttastofan ræddi við afa drengs- ins á dögunum, Faouzi Trabelsi, sem hefur reynt að fá drenginn heim til Túnis en án árangurs. Tamin dvelur nú í Mitiga-fangelsinu í Tripoli ásamt á þriðja tug kvenna og barna þeirra sem öll eiga það sameiginlegt að vera frá Túnis. Þar er Tamim í umsjá konu sem gekk í raðir ISIS en var fangelsuð þegar það komst upp. „Hvað hefur þessi drengur til saka unnið til að vera í fangelsi með glæpa- mönnum,“ spurði Trabelsi, afi drengs- ins, blaðamann AP. Trabelsi hefur í tvígang farið til Líbíu, gagngert til að heimsækja drenginn og freista þess að fá hann lausan úr prísundinni en án árangurs. „Ef hann vex úr grasi þarna, hvert mun viðhorf hans til heima- landsins verða?“ Koma hryðjuverkamönnum fyrir AP greinir frá því að minnst 600 erlend börn vígamanna ISIS búi á svæðum sem samtökin stjórna eða hafa snúið heim frá umræddum svæðum í Sýr- landi, Írak eða Líbíu. Þessir erlendu vígamenn, hvort heldur sem er konur, karlar, börn eða heilu fjölskyldurnar, eiga erfitt með að snúa heim aftur enda ríkir skiljanleg tortryggni í þeirra garð. Ríki eins og Túnis, Frakkland og Belgía hafa orðið fyrir barðinu frá hryðjuverkamönnum sem hlotið hafa þjálfun á yfirráðasvæðum ISIS og leyniþjónustustofnunum fjölmargra ríkja ber saman um að liðsmenn sam- takanna reyni eftir fremsta megni að koma hryðjuverkamönnum fyrir í vestrænum samfélögum. Þjálfuð til voðaverka frá níu ára aldri Af framangreindum ástæðum reynist það fyrrverandi liðsmönnum erfitt að snúa aftur til heimalands síns og skipt- ir þá engu hvort um karla, konur eða börn er að ræða. Í Hollandi til dæmis er litið svo á að börn vígamanna sem náð hafa níu ára aldri séu hættuleg. Það er einmitt aldurinn þegar ISIS byrjar að þjálfa drengi til að voðaverka eins og morða. Á Vesturlöndum eru dæmi um að þessi börn endi á fósturheimilum eða í umsjá ættingja sem engin tengsl hafa við ISIS. Í Líbíu enda þessi börn á milli steins og sleggju þar sem stjórnleysis- ástand hefur ríkt í landinu frá því borgarastyrjöldin braust út árið 2011. Í desember náðu uppreisnarmenn borginni Sirte á sitt vald, en það var eitt helsta vígi ISIS í Líbíu. Fjölmargir voru handteknir í kjölfarið, þar á meðal fólk sem hafði flutt frá Túnis til að ganga til liðs við samtökin. Ný kynslóð hryðjuverkamanna? Í umfjöllun AP kemur fram að yfir- völd í Túnis vinni nú að því að koma þessum börnum aftur til síns heima, Tamim þar á meðal. Það sem tefur vinnuna er meðal annars sú staðreynd að fá, ef nokkur, þessara barna hafa gild persónuskilríki í fórum sínum. Tamin fæddist þann 30. apríl 2014 en móðir hans, dóttir Trabelsi, gekk í hjónaband með ungum manni með tengsl við ISIS nokkru áður. Þau yfir- gáfu heimahagana í Túnis og fóru til Tyrklands þar sem Tamin fæddist. Eftir stutta dvöl heima í Túnis fluttu hjónin ungu til Líbíu þar sem þau dvöldu í tvö ár, eða allt þar til Bandaríkjamenn gerðu loftárás á bækistöðvar ISIS með þeim afleiðingum að fjölmargir létust, þar á meðal foreldrar Tamim. Eins og að framan greinir eru tölur um fjölda barna sem fæðst hafa á yfir- ráðasvæði ISIS á undanförnum árum nokkuð á reiki. Þó er ljóst að tugþús- undir barna hafa fæðst á þessum svæðum á undanförnum árum, þar af mörg sem eiga rætur að rekja til ríkja Evrópu. „Þegar til lengri tíma er litið er þetta kynslóðin sem mun taka við keflinu innan ISIS, eða Da- esh. Ef ekkert verður að gert er þetta hin nýja kynslóð hryðjuverkamanna,“ segir Mohammed Iqbel, forsvarsmað- ur samtaka sem hjálpa túniskum ríkis- borgurum, sem fastir eru erlendis, að komast heim. Talið er að á bilinu þrjú til sex þúsund túniskir ríkisborgar- ar hafi yfirgefið heimahagana til að ganga í raðir ISIS. Ætti að fá að fara heim Trabelsi segir við AP-fréttastofuna að barnabarn hans sé við ágæta heilsu og hafi það ágætt í fangelsinu þrátt fyr- ir allt saman. „Þeir gæta að hreinlæti og hann er við góða heilsu. Hann fær að fara út að leika sér og leika við önn- ur börn. En hann ætti að fá að komast heim til sín. Hann er í fangelsi,“ segir hann og bætir við í samtali við banda- rískan blaðamann AP: „Það var loft- árás frá þínu ríki sem varð til þess að hann er í fangelsi í dag. Það minnsta sem þið getið gert er að hjálpa honum að komast út.“ n „Það var loftárás frá þínu ríki sem varð til þess að hann er í fangelsi í dag. Það minnsta sem þið getið gert er að hjálpa honum að komast út. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is Þriggja ára um helgina Tamim fagnar þriggja ára afmæli sínu næst- komandi sunnudag. Líkur eru á að hann muni halda upp á það innan veggja fangels- is í Tripoli í Líbíu. Í fangelsi Trabelsi með barnabarni sínu fyrr í mánuðinum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.