Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 18
18 umræða Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður og útgefandi: Björn Ingi Hrafnsson ritstjórar: Kolbrún Bergþórsdóttir og Kristjón Kormákur Guðjónsson Fréttastjóri: Einar Þór Sigurðsson Framkvæmdastjóri : Sigurvin Ólafsson umbrot: DV ehf. Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. aðalnúmer: 512 7000 auglýsingar: 512 7050 ritstjórn: 512 7010 fréttaskot 512 70 70 Heimilisfang Kringlan 4-12, 4. hæð 103 Reykjavík Sandkorn Vikublað 25.–27. apríl 2017 Je suis Macron Fátt bendir til annars en Emmanuel Macron beri sigurorð af Mariane Le Pen í síðari umferð frönsku for­ setakosninganna sem fram fara 7. maí næstkomandi. Gleðjast flest­ ir sæmilega skynsamir menn yfir því. Macron stofnaði sinn eigin flokk í fyrra, En Marche! sem kalla má popúlískan með rætur í frjáls­ lyndu miðju franskra stjórnmála. Nú keppast stjórnmálamenn hér landi við líkja sér við nýju stjórn­ málastjörnuna. Segir Gunnar Smári Egilsson sósíalistaleiðtogi að það þurfi bara 16 nýja félags­ menn í Sósíal istaflokkinn sinn til að hlutfallslega jafn margir gangi í flokkinn og í flokk Macron í fyrra, og þykist býsna hróðugur. Pawel Bartozek þingmaður Viðreisnar er síðan þess fullviss að Macron sé Viðreisnarmaður. Það virðist því eins á komið með Macron og með Eysteini munki, að nú vildu allir Lilju kveðið hafa. Sigmundur=Macron? Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, gerð­ ist stjórnmálaskýrandi í tengslum við frönsku for­ setakosningarnar og ræddi ítarlega um Macron og flokkinn hans nýja. Benti Sigmundur Davíð á að Macron hafi í kosningun­ um ekki liðið fyrir einkalíf sitt eða ráðherrastörf sín fyrir annan flokk. Kannski Sigmundur gæti hugs­ að sér að feta í fótspor Macron og stofna eigin flokk til að komast til valda á ný? Ég bara hnoðaði, hnoðaði og hnoðaði Brynjólfur Jónsson bjargaði lífi drukknandi drengs í Taílandi. – DV Eyravegi 23, Selfossi - S: 555 1314 - hannyrdabudin.is Póst-sendum um allt land Garn í sjöl Svala átti þetta skilið Daði Freyr Pétursson er ánægður með framlag Íslands í Eurovision. – DV Áttum von á einhverju miklu verra Haukur Lúðvíksson hljóp maraþon í Norður-Kóreu. – DV H eimsbyggðin hefur undan­ farið þurft að þola dágóðan skammt af vondum kosninga­ úrslitum. Má þar nefna Brex­ it, þar sem breskum kjósendum urðu á mistök sem líkast til munu verða afdrifarík fyrir land og þjóð. Kjör Donalds Trump var síðan kjaftshögg fyrir alla heimsbyggðina, sem er enn nokkuð ringluð og miður sín. Sigur Erdogans forseta í Tyrklandi var svo áfall fyrir lýðræðið. En nú koma góðu tíðindin. Evrópumaðurinn og miðju­ maðurinn, hinn óháði frambjóðandi Emmanuel Macron, bar sigur úr býtum í fyrri umferð frönsku forseta­ kosninganna og fátt get­ ur komið í veg fyrir að hann verði næsti forseti Frakklands. Þjóðernis­ sinninn Marine Le Pen kemur á hæla honum og mun keppa við hann um forsetastólinn. Munur­ inn á þessum tveimur frambjóðendum er ekki mikill, hann fékk rúm 23 prósent atkvæða en hún tæp 22 prósent. Það er hins vegar ljóst, og er Frökkum til hróss, að sjónarmiðin sem Le Pen stendur fyrir eru ansi ólíkleg til að laða að fjöldafylgi. Lýðræðis­ sinnaðir Frakkar eiga aðeins einn kost í stöð­ unni sem er að berjast gegn öfgaöflum á hægri kanti stjórnmála. Macron er góðu heilli stuðningsmaður Evrópusambandsins og sigur hans er mikil­ vægur fyrir sambandið, engu síður en fyrir Frakka. Það hefði hörmuleg jarðskjálftavekjandi áhrif í Evrópu yrði Marine Le Pen forseti Frakklands með sín mannfjandsamlegu viðhorf og einangrunarstefnu. Frakkar hafa þurft að líða mikið á undanförnum misserum vegna tíðra hryðjuverka sem hafa fært hægri sinnuðum öfga­ mönnum vopn í hendur. Vel hefði mátt ímynda sér að hatursáróður þessara manna gegn múslimum og innflytjendum hefði átt meiri hljóm­ grunn í þessum kosningum en raun varð á. Af þessu má kannski læra það að fyrirfram er ekki rétt að vanmeta skynsemi fólks. Franco is Hollande, hinn lítt vin­ sæli Frakk lands for seti, hef ur lýst yfir stuðningi við Emm anu el Macron. Hollande segir að sigur hægri öfga­ flokka myndi kljúfa Frakkland. „Gagn vart slíkri hættu er ómögu legt að þegja eða sýna hlut leysi,“ sagði hann. Þetta er rétt hjá forsetanum. En það eru ekki bara Frakkar sem verða að láta í sér heyra og taka af­ stöðu og berjast gegn þeirri ógn sem stafar af öfgafullum þjóðernissinn­ um. Það er skylda allra lýðræðissinn­ aðra manna hvar sem þeir búa. Ýmislegt getur gerst í kosninga­ baráttu en blessunarlega bendir þó ekkert til annars en að Evrópa sjái fram á góðan 7. maí. n Til hamingju Evrópa! Kuldaboli Það hefur verið fremur kuldalegt um að litast við sundin það sem af er sumri. Farþegarnir í þessari hvalaskoðun héldu sig því í messanum á landstíminu. MynD SiGtryGGur Ari Leiðari Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is Myndin „ Lýðræðissinnaðir Frakkar eiga að- eins einn kost í stöðunni sem er að berjast gegn öfgaöflum á hægri kanti stjórnmála.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.