Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 24
20 sport Vikublað 25.–27. apríl 2017 Sigurhefð Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, veit hvað þarf til að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Margt bendir til þess að Íslandsmeistaratitillinn verði áfram í Hafnarfirði. Mynd Sigtryggur Ari 1 FH Heimir Guðjóns- son ætlar sér að byrja mótið í 3-4- 3 kerfinu og er það hluti af því að liðið ætlar sér að spila sterkari sóknarleik en á síðustu leiktíð. Liðið vann deildina nokkuð auðveldlega á síðustu leiktíð án þess að spila sinn besta leik. Ljóst má þó vera að Heimir gæti auðveldlega farið aftur í 4-3-3 kerfið sem hefur skilað FH mörgum titlum síðustu ár. 2 Breiðablik Breiðablik endaði í sjötta sæti deildar- innar í fyrra og missti af Evrópu- sæti með því að spila illa í síðustu umferðunum. Vanda- mál Breiðabliks var fyrst og síðast að skora mörk og klára leiki og það vandamál virðist Arnar Grétarsson hafa leyst í vetur. Liðið hefur samið við Hrvoje Tokic, sem var marka- hæstur hjá Víkingi Ólafsvík í fyrra, Martin Lund Pedersen, sem var markahæsti leikmaður Fjölnis, og Aron Bjarnason, sem var marka- hæsti leikmaður ÍBV. 3 KR Liðið er afar vel mannað í hjarta varnarinnar og getur auð- veldlega spilað 3-4-3 kerfið og einnig 4-3-3 kerfið. Sóknarleikur liðsins er meira álita- mál en liðið hefur misst þrjá öfluga sóknarmenn í vetur en á dögunum kom Tobias Thomsen frá Danmörku til liðsins, þá samdi Garðar Jóhanns- son einnig við KR en ljóst má vera að hann verði í aukahlutverki. 4 Valur Valsmenn eru með vel mannað lið en fróðlegt verður að sjá hvernig liðinu tekst til með að fylla skarð Kristins Freys Sigurðs- sonar sem hélt til Svíþjóðar. Krist- inn var magnaður á síðustu leiktíð og hélt uppi leik liðsins með mörk- um og stoðsendingum. Auk hans eru lykilmennirnir Kristian Gaarde og Andreas Albech horfnir á braut en þeir léku stórt hlutverk á síðustu leiktíð. Liðið hefur hins vegar styrkt sig á móti og þeir Nicolas Bögild og Nicolaj Köhlert eru mætti til leiks og ættu báðir að styrkja Valsara. Kant- maðurinn Dion Acoff kom svo frá Þrótti en hann getur ávallt ógnað með hraða sínum og krafti. 5 Stjarnan Stjarnan hefur í raun tjaldað öllu til og er með öflugan leik- mann í hverri stöðu og talsverða breidd. Vandamál liðsins gæti verið að skora mörk en framherjar liðsins voru kaldir á síðustu leiktíð. Hólm- bert Aron Friðjónsson hefur alla hæfileika sem til þarf en uppi við markið hefur hann verið kaldur frá því að hann kom til landsins. Guð- jón Baldvinsson er sömuleiðis afar öflugur framherji en hefur glímt við sama vandamál og Hólmbert. 6 Fjölnir Fjölnir hefur hins vegar í vetur misst miklu meira en liðið hefur fengið til sín en ungir og efnilegir strákar gætu leikið mjög stórt hlutverk. Hans Viktor Guðmundsson, Ægir Jarl Jónasson og Birnir Snær Ingason gætu orðið algjörir lykilmenn auk fleiri stráka sem hafa spilað í vetur. Fjölnir var vægast sagt slakt í Lengjubikarnum en þar endaði liðið í neðsta sæti í sínum riðli. 7 ÍBV Nýr þjálfari er í brúnni, Krist- ján Guðmunds- son tók við ÍBV í vetur og hann er fluttur til Eyja. Kristján hefur átt nokkur erfið ár í þjálfun en gæti komist á flug á nýjan leik með ÍBV. Liðið hefur spilað ágætlega á köflum í vetur og varnarlína liðsins er öflug en sóknarleikurinn er ögn meira álitamál. Kristján þarf að treysta á að Arnór Gauti Ragnarsson, ungur framherji sem kom frá Breiðabliki, geti skorað og einnig að Gunnar Heiðar Þorvaldsson haldist heill heilsu. 8 KA Hjá KA eru menn stórhuga og því væru margir svekktir með það að ná „bara“ 8. sætinu. K A vann 1. deildina í fyrra en margir bjugg- ust við algjörri flugeldasýningu hjá liðinu á leikmannamarkaðnum í vetur. Sú varð hins vegar ekki raun- in. KA hefur styrkt sig skynsam- lega með þeim Emil Lyng, Darko Bulatovic og Steinþóri Frey Þor- steinssyni. Steinþór var magnaður í Pepsi-deildinni áður en hann hélt til Noregs og gæti hann hjálpað mikið. 9 Víkingur Hjá Víkingi gera menn kröfur en liðið hefur ekki virkað sannfær- andi í vetur og þá hefur liðið misst marga sterka pósta úr sínu liði. Þar ber fyrst að nefna Óttar Magnús Karlsson sem hélt sóknarleik liðsins á floti í fyrra en að auki er Gary Martin farinn frá félaginu eftir stutt stopp. Igor Taskovic hafði svo mikla reynslu og þekkti Pepsi-deildina vel en Víkingar ákváðu að láta hann fara. Víkingar hafa þó fengið til sín þrjá erlenda leikmenn en eins og ávallt þegar slíkt er gert er um lottó að ræða. 10 Grindavík Grindvíkingar eru mættir aftur í deild þeirra bestu og að halda sæti sínu þar væri gott. Grinda- vík spilar agaðan varnarleik en er öflugt sóknarlega eins og sást í 1. deildinni í fyrrasum- ar. Liðið hefur í vetur verið að spila með fimm manna vörn sem hef- ur virkað vel, sóknarleikur liðsins gæti þó orðið til vandræða. Að skora mörk í 1. deild og síðan í Pepsi-deild er annað og stærra verkefni. 11 ÍA Skagamenn hafa gert vel síðustu ár að halda sér í deild þeirra bestu en árið í ár gæti orðið erfitt. Liðið hefur misst sterka leik- menn, en Ármann Smári Björnsson lagði skóna á hilluna og markvörð- urinn, Árni Snær Ólafsson, verður frá allt tímabilið vegna meiðsla. ÍA hefur sótt sér tvo leikmenn frá Pól- landi, um er að ræða miðvörð og sóknarmann en auk þeirra kom Ingvar Þór Kale til félagsins. 12 Víkingur Ó. Það væri eitt mesta kraftaverk í sögu fót- boltans á Íslandi ef Ejub Purisevic tæk- ist að halda Ólafsvík uppi annað árið í röð. Liðið hefur misst öfluga leik- menn í vetur og ekki náð að fylla þau skörð hingað til. Gæti orðið mjög erfitt tímabil. P epsi-deild karla fer af stað á sunnudag en búast má við gríðarlegu fjöri bæði á toppi og botni deildarinnar. FH- ingar unnu deildina á síð- ustu leiktíð og eru líklegir til þess að endurtaka leikinn í ár. KA og Grinda- vík eru nýliðar í deildinni en bæði lið mæta sterk til leiks og gætu haldið sæti sínu í deildinni. En hvernig end- ar þetta allt saman? Hér er spá fyrir deildina. n TeKST FH Að VeRjA TiTilinn? n Pepsi-deildin hefst á sunnudag n Skagamönnum og Ólafsvíkingum spáð falli Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.