Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 28
24 lífsstíll Vikublað 25.–27. apríl 2017 N áttúrulega sætt er fyrsta mat­ reiðslubók Tobbu Marinós og geymir uppskriftir að alls kyns gómsætum eftirréttum án viðbætts sykurs. Aðspurð segist Tobba ekki hafa neitt sérstak­ lega mikið á móti viðbættum sykri en hún hafi borðað of mikið af honum. „Sem unglingur slagaði ég á tímabili upp í 100 kíló þannig að þetta var stórt vandamál. Mér finnst gott að borða en núna gæti ég að því að það sé næring í matnum og ég hreyfi mig líka mikið. Það er mjög viðkvæmt hvað er syk­ ur og hvað er ekki sykur. Internetið fer á hliðina ef ég segi að eitthvað sé sykurlaust. „Það eru döðlur í þessu, manneskja,“ segir kannski einhver. Kommentakerfið logar, ég er úthróp­ uð sem lygari og amma hringir í mig miður sín. Þegar ég segi að eitthvað sé án sykurs þá á ég við að þar sé ekki viðbættur sykur. Mér finnst mikil­ vægt að það sé næring í því sæta sem maður borðar og sætt þarf ekki að vera dísætt. Það þarf ekki að vera or­ eo­kex og sykurpúðar, flórsykur og suðusúkkulaði – allt í sömu kökunni. Ég trúi því að maður geti þróað matarsmekk barna á heilbrigðan hátt. Ég er búin að venja þriggja ára dóttur mína á það að eftirréttir séu ekki dísætir. Hún hefur aldrei farið á nammibarinn og tekur því ekki þátt í helgarslagnum þar. Hún fær dökkt súkkulaði. Einhvern tímann fékk hún rjómasúkkulaði í afmæli og skil­ aði því. Hún vill frekar hafrakökur en marenstertu.“ Áttu uppáhaldsrétti í bókinni? „Múslíið er lífsbreytandi og grenjandi gott og sömuleiðis granatostakakan. Í bókinni eru ekki gríðarlega margar uppskriftir en þær bjóða upp á alls konar útfærslu. Ég vil hafa lífið einfalt til að eiga tíma á kvöldin til að drekka smá rauðvín og horfa á sjónvarpið.“ Bók um fæðingu á leiðinni Það eru sjö ár síðan fyrsta bókin Tobbu kom út og Náttúrulega sætt er fimmta bók hennar á sjö árum. Áður hafa komið út skáldsögurnar Maka­ laus og Lýtalaus og bækurnar Dömu­ siðir og 20 tilefni til dagdrykkju. Önnur bók kemur út í september, Gleðilega fæðingu – verkjastill­ andi valkostir og vellíðan í fæðingu. Tobba skrifar hana með yfirlæknun­ um Hildi Harðardóttur og Aðalbirni Þorsteinssyni. „Það er hræðilega erfitt að fæða barn,“ segir hún. „Á meðgöngunni fór ég á jóganámskeið og var búin að vera í leikfimi allan tímann og í góðu formi og svo gat ég þetta ekki, þurfti mænurótardeyfingu. Fæðingin tók sólarhring og var mjög sársaukafull og ég upplifði mig svo misheppn­ aða. Ég sagði frá þessari upplifun í viðtali og eftir það hringdi Hildur í mig. Hún sagði að hana langaði til að Ég vil hafa lífið einfalt n Tobba Marinós sendir frá sér matreiðslubók n Önnur bók á leiðinni Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is „Það þarf ekki að vera oreo-kex og sykurpúðar, flórsykur og suðusúkkulaði – allt í sömu kökunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.