Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 25.04.2017, Blaðsíða 31
menning 27Vikublað 25.–27. apríl 2017 sem liggur að baki málverkinu. Í verkaröð sem nefnist Cul-de-sac blandar hann til að mynda saman skrásetningu á sjálfum gjörningnum – það er ljósmyndum af listamanninum að mála – og niðurstöðu gjörningsins í formi málverks. Þetta leggur hann ofan á hvert annað og skeytir saman í eitt tvívítt verk, bæði expressjónískt og konseptúal, verk sem er allt í senn málverk, ljósmynd og gjörningur. Gjörningalistformið varð æ meira áberandi í íslenskum listheimi og á áttunda áratugnum var formið loks að öðlast viðurkenningu víðar í sam- félaginu. Árið 1980 varð Ólafur fyrstur til að taka upp og sýna gjörning í Ríkis- útvarpinu þegar hann vann útfærslu á gjörningnum Regnbogi I sem hann hafði fyrst framið í Gallerí SÚM tveim- ur árum áður, en myndband af upp- haflega gjörningnum er á sýn- ingunni í Nýló. „Gjörninginn fór fram í Gallerí SÚM árið 1978 en þar hafði Ólafur málað gler í öll- um regnbogans litum og braut síðan hvert á eftir öðru með höfðinu. Margir töluðu um hvað þeir væru smeyk- ir um að hann myndi hrein- lega skera sig á háls með þessu. Þetta varð því svolítið sögufrægur gjörningur sem stigmagnaðist í frásögnum manna í millum. Því miður er bara til svarthvít upptaka af þessum gjörningi.“ Gjörningar Ólafs voru oftar en ekki líkamlegir og óvægnir en þó uppfullir af rómantík og fölskvalausri fegurðarþrá. Þótt Ólaf- ur hafi kannski ekki verið frumkvöðull á sviði gjörn- ingalistarinnar segir Þor- gerður að hann hafi eflaust haft umtalsverð áhrif á það hvernig íslenskir listamenn hugsuðu um skrásetningu á tímatengdum miðlum. „Hann var mjög tækni- lega klár, bæði á myndavél og filmu. Hann tók mikið af ljósmyndum en hann var jafnvel fyrsti íslenski lista- maðurinn til að nota myndbands- upptöku til að skrásetja verk og sýna.“ Huldumaður í íslenskri nútímalistasögu Þegar leið á níunda áratuginn fór Ólafur að mála í sífellt meira mæli og hætti nánast að taka ljósmynd- ir. Þorgerður segir að þá verði mikil vatnaskil í listsköpun hans. „Við sáum að það væri eiginlega ómögulegt að halda yfirlitssýningu með verkum frá öllum ferlinum því hann tekur hálfgerða U-beygju og fer alla leið inn í málverkið. Hann byrjaði að mála meira á ljósmyndir sem hann stækkaði upp. Hann fer að gera ýmsar tilraunir í myrkraher- berginu, þar sem hann vinnur með sprey og annað. Þetta er fígúratífara og flippaðra en það sem hann gerði í upphafi ferilsins, meiri afskræming og makerí. Það kemur svolítið ann- ar tónn í verkin, meiri agressjón. Ég heyrði því fleygt fram einhvers stað- ar að „nýja-málverkið“ eigi að hafa eyðilagt Ólaf, en maður sér samt að þessir tendensar voru strax til staðar og mjög sterkir í mörgum fyrri verka hans. Síðla 10. áratugarins vann hann mikið með innsetningar úr gaddavír og smjöri og svo bárujárni og torfi. Hann vildi greinilega vera í takt í sam- tímann og þetta virðast hafa verið hans lausnir á þeim listastefnum sem voru í gangi á þeim tíma.“ Ólafur hefur verið þekktur meðal myndlistaráhugamanna af hans eigin kynslóð en virðist hafa fallið í svolitla gleymsku, að minnsta kosti miðað við marga af samferðamönnum hans í listinni. Af hverju heldur þú að Ólafur hafi ekki orðið sérstaklega þekkt nafn meðal almennings á Íslandi? „Ég held að það séu margar ástæður fyrir því að hann er ekki þekktari en raun ber vitni. Ein ástæðan er sú að verkin eru öll einstök, það eru ekkert upplag eða 50 eintök af einni ljósmynd eins og maður sér gjarnan, þetta eru allt „originalar.“ Þetta eru því ekki mörg verk og hefur varla ver- ið neinn möguleiki fyrir safnara að eignast þau. Önnur ástæða er sú að í seinni tíð fór hann að gera erfið verk, ögrandi og oft óþægileg. Kannski hafa ákveðnir einstaklingar innan listheimsins líka viljað forðast hann og „erfiðu verkin.“ Annað er að hugmyndin um listamanninn sem bóhem var ennþá mjög ráðandi þegar Óli var að byrja og hann hefur kannski vilj- að halda þeirri hugmynd uppi – en svo varð hann hægari með árunum og gerði færri og færri verk. Síðasta áratuginn glímdi hann svo við erfið veikindi,“ segir Þorgerður. „En hann hafði greinilega mikil áhrif á marga jafnaldra sína, ég hef heyrt marga tala um að Óli hafi kveikt áhuga á myndlist hjá þeim. Á opnun sýningarinnar heyrði maður til dæmis margar ástarjátn- ingar frá fólki sem hafði fylgst með honum. Sögurnar af honum og gjörningum hafa svo lifað áfram. Til dæmis mætti Ragnar Kjartansson himinlifandi á sýninguna og sagð- ist loksins vera að sjá verkin eftir „Óla Legend“ sem hann hafði svo oft heyrt talað um þegar hann var í Listaháskólanum. Tíu árum seinna útskrifaðist minn árgangur úr LHÍ án þess að hafa heyrt Óla nefndan einu sinni á nafn. Sagan á það til að taka einsleita stefnu ef henni er ekki haldið við og það gleður okkur mik- ið að fleiri fái núna að kynnast Ólafi Lárussyni.“ n Rolling Line stendur yfir í Ný- listasafninu á annarri hæð Mars- hall-húsins til 21. maí næstkomandi. Vegleg bók kemur út samhliða sýn- ingunni en þar eru meðal annars textar eftir Halldór Björn Runólfsson, Becky Forsythe og Þorgerði Ólafs- dóttur, brot úr viðtölum við Ólaf og marga vini hans og samstarfsmenn. „Hann hafði greini- lega mikil áhrif á marga jafnaldra sína, ég hef heyrt marga tala um að Óli hafi kveikt áhuga á myndlist hjá þeim. Sýningarstjórarnir Þorgerður Ólafsdóttir og Becky Forsythe við eitt verkanna á sýningunni Rolling Line.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.