Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.05.2017, Side 2
2 Helgarblað 12.–15. maí 2017fréttir Fundu ástina í biðröð eftir Rammstein-miðum Hjónin Helga og Elmar Þór halda upp á sambandsafmælið í Kórnum síðar í mánuðinum 1 6 árum eftir að þau fundu ástina í biðröð eftir miðum á tónleika þýsku þungarokkshljómsveit- arinnar Rammstein ætla hjón- in Helga Andersen og Elmar Þór Magnússon að halda upp á sam- bandsafmæli sitt, og hitta gamla vini úr röðinni, á tónleikum sveitarinnar í Kórnum þann 20. maí næstkomandi. Helga og Elmar Þór birtust á mynd á forsíðu DV þann 7. júní 2001 þar sem þau láta fara vel um sig á gang- stéttinni við Laugaveg ásamt vinum sínum en þau voru hluti af þeim 200 Íslendingum sem lögðu á sig margra klukkutíma bið eftir að kaupa miða. Fengu fjóra síðustu miðana „Við fórum fjögur saman og vorum í marga klukkutíma í þessari bið- röð. Loks þegar kom að okkur feng- um við fjóra síðustu miðana. Nú, 16 árum síðar, ætlum við að hittast aft- ur á tónleikum Rammstein en við höfum ekki hist í nokkur ár þannig að þetta verður „reunion“ hjá okkur vinunum líka. Fundu ástina í röðinni Helga segir að hún og Elmar hafi þekkst í smá tíma áður en þau vörðu góðum klukkustundum saman í biðröðinni löngu, en þar hafi ástin kviknað. „Það var biðröðin. Við þekktumst en það var eitthvað við þennan dag þar sem eitthvað small. Við fundum ástina og innsigluðum hana þennan dag,“ segir Helga og hlær. Rammstein voru á hátindi frægð- ar sinnar utan Þýskalands þegar þeir komu fram í Laugardalshöllinni 15. og 16. júní 2001 fyrir fullu húsi. Tvö hundruð manns biðu í röð fyrir utan Skífuna á Laugavegi þegar verslun- in var opnuð klukkan 8 að morgni fimmtudagsins 7. júní til að kaupa miða. Meðal þeirra voru Helga, El- mar og tveir vinir þeirra. Á meðfylgj- andi forsíðumynd má sjá Helgu og Elmar fyrir miðju og vinkonu þeirra, Ragnheiði Morgan, í forgrunni en fjórði vinurinn lenti því miður utan ramma ljósmyndarans. Sambandsafmæli og „reunion“ Þau fjögur fengu síðustu miðana sem seldir voru þennan dag enda seldist rækilega upp á tónleikana. Eftir að ástin kviknaði milli Helgu og Elmars í biðröðinni eru þau í dag hjón og eiga saman þrjú börn. Til að halda upp á sambandsafmælið ætla þau að skella sér aftur á Rammstein með vinafólkinu úr biðröðinni, þennan örlagaríka dag. Hlusta enn á Rammstein Aðspurð segir Helga að þau hjónin hafi verið mikið Ramm- stein-fólk. „Já, um leið og þeir urðu vinsælir vorum við mikl- ir Rammstein-aðdáendur. Okk- ur fannst þetta æðisleg tónlist og finnst enn þann dag í dag. Við hendum einu og einu lagi á fóninn endrum og eins. Þannig að um leið og miðasalan hófst núna þá vorum við fljót að kaupa miða,“ segir Helga, sem fagna mun ástinni úr Rammstein- röðinni síðar í mánuðinum. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Rammstein og rómantík Þýska þungarokkssveitin kveikti ástarelda hjá íslenskum aðdáendum fyrir 16 árum síðan. Spurning hvort fleiri finni ástina í Kórnum 20. maí næstkomandi þegar Rammstein snýr aftur. Mynd EPA Í biðröð fyrir 16 árum Helga og Elmar Þór eru hér fyrir miðju á forsíðumynd DV frá 7. júní 2001 og Ragnheiður, vinkona þeirra, fremst. Mynd TÍMARiT.iS Ferðast aftur í tímann Helga og Elmar eru hjón í dag eftir að hafa fundið ástina í biðröðinni eftir Rammstein-miðum árið 2001. 16 árum síðar eru þau á leið á aðra tónleika með Rammstein í Kórnum, síðar í mánuðinum.. Hlýnar um helgina Eftir rysjótt veður í vikunni mun hlýna um helgina þó lítið muni sjást af vorsólinni að sinni. Þetta kemur fram í hugleiðingum veð- urfræðings hjá Veðurstofu Íslands. Í dag, föstudag, gerir Veðurstofan ráð fyrir hvassviðri víða um land og talsverðri úrkomu, einkum fyr- ir austan, en um kvöldið blotnar síðan á öllu landinu. Á laugardag verður austan 10 til 18 metrar á sekúndu og rign- ing með köflum, en mikil rigning austantil. Hægari síðdegis og úr- komuminna. Á sunnudag verður vindur örlítið hægari þó hvasst verði á annesjum. Gera má ráð fyrir talsverðri rigningu suðaust- an- og austanlands, en annars smá skúrum. Hiti verður á bilinu 5 til 15 stig, hlýjast vestanlands. Eftir helgi mun rigna víða á landinu en á miðvikudag gæti sólin þó sést á suðvesturhorninu. Sérsveitin kölluð til Laust eftir miðnætti aðfaranótt fimmtudags var tilkynnt um rán í austurborginni. Samkvæmt lög- reglu var karlmanni hótað af fjór- um mönnum með einhverskonar eggvopni. Mennirnir tóku Ipho- ne-síma, kortaveski og peninga af fórnarlambinu. Mennirnir hlupu síðan á brott. Skömmu síðar fór lögregla inn í íbúð í austurborginni ásamt sér- sveit ríkislögreglustjóra. Þar voru sex karlmenn handteknir grun- aðir um ránið. Þeir voru fluttir í fangageymslu. Eftir skýrslutöku voru tveir þeirra látnir lausir en fjórir voru vistaðir lengur vegna rannsóknar málsins. Þ að bendir allt til þess að árið í ár verði það fjölmennasta í sögu landsins í utanlandsferð- um Íslendinga,“ segir í um- fjöllun sem birtist á vef Greiningar Íslandsbanka á fimmtudag. Þar var vísað í nýjar tölur frá Ferðamálastofu Íslands um brottfar- ir gesta um Keflavíkurflugvöll í apr- ílmánuði. Var mánuðurinn sá næst- fjölmennasti í sögunni í brottförum Íslendinga. Alls fóru 62.300 Íslendingar er- lendis í mánuðinum en hefur að- eins einu sinni verið hærri, í EM- mánuðinum júní í fyrra þegar 67.100 Íslendingar fóru utan. Aukningin í apríl frá sama mánuði á síðasta ári er 60 prósent, en bent er á að hér gæti eðlilega einnig áhrifa páska þar sem þeir voru í apríl í ár en í mars í fyrra. „Það sem af er ári eru brottfarir Ís- lendinga komnar upp í 175.500 tals- ins, sem er 27 prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra. Hafa brottfarir Íslendinga aldrei verið fleiri á fyrstu 4 mánuðum ársins en í ár, og sem hlut- fall af mannfjölda er það komið upp í 52 prósent,“ segir á vef Greiningar. Þá er bent á að alls hafi rúmlega 153 þúsund erlendir ferðamenn far- ið frá landinu um Keflavíkurflugvöll í aprílmánuði. Er hér um að ræða fjölgun upp á 58.700 ferðamenn á milli ára, eða sem nemur 62 pró- sentum. „Líkt og undanfarið munar hér mestu um fjölgun á ferðamönn- um frá Bandaríkjunum, sem voru 40.400 talsins í apríl og tvöfalt fleiri en þeir voru í apríl í fyrra. Er fjöldi er- lendra ferðamanna nú kominn upp í 605.700 sem er fjölgun upp á 56 pró- sent frá sama tímabili í fyrra.“ n Íslendingar gætu sett met n Flykkjast til útlanda n Rúmlega 60 þúsund fóru til útlanda í apríl Flogið út Mun fleiri hafa farið til útlanda fyrstu fjóra mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra. Mynd SigTRygguR ARi Taka ekki mark á kvörtun Nautafélagsins Neytendastofa mun ekki grípa til aðgerða vegna kvörtunar Nauta- félagsins ehf., sem á og rekur Hamborgarafabrikkuna, vegna notkunar Gjóna ehf. á auðkenn- inu „Ísfabrikkan“. Taldi Nautafélagið að notkun Gjóna á auðkenninu væri vill- andi og til þess fallið að valda ruglingi milli fyrirtækjanna. Neytendastofa tók ekki undir þetta, meðal annars í ljósi þess að myndmerki fyrirtækjanna væru ólík og þá starfaði Nauta- félagið í Reykjavík en Gjóna í Þrastalundi á Selfossi. Þess má geta að Nautafélag- ið kvartaði til Neytendastofu árið 2014 til að fá eiganda Pizzafa- brikkunnar til að skipta um nafn. Neytendastofa bannaði Pizzafa- brikkunni í kjölfarið að nota nafnið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.