Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 6
6 Helgarblað 9. júní 2017fréttir Framsóknarmenn mæta verst á fundi fastanefnda n Vinstri græn með bestu mætinguna n Vilhjálmur Árnason tvöfaldur mætingarskussi F ramsóknarflokkurinn er með slökustu mætinguna á fundi fastanefnda Alþingis. Alls hafa þingmenn flokksins aðeins mætt á 83 prósent þeirra funda sem þeir voru boðaðir á. Þingflokkur Vinstri grænna skarar fram úr með 98 prósenta mætingu sem er mun meira en þingflokkar meirihlutans sem þó fara með forystu í öllum fastanefnd- um. Helgast munurinn af því að flokkurinn er afar duglegur að kalla til varamenn á fundi ef forföll verða. Þannig eru Vinstri- græn aðeins með 2 prósent óútskýrð forföll á nefndar- fundi en aðrir flokkar, að Viðreisn undanskilinni, á bilinu 7–14 prósent. Mæting þingmanna á nefndarfundi er æði misjöfn. Guðjón S. Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er með 100 prósenta mætingu en fyrr- verandi forsætisráðherra, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, er aðeins með 33 prósenta mætingu. Þá virðast al- þingismenn afar sjaldan verða veikir og Vinstri græn, einn flokka, misstu aldrei af fundi vegna utanlandsferða. Mætingarskylda á nefndarfundi Fastanefndir Alþingis eru átta tals- ins alls og eru að jafnaði skipaðar níu þingmönnum hver. Starfið innan nefndanna er gríðarlega mikilvægur hlekkur í starfi Alþingis. Hins vegar er álagið æði misjafnt í nefndun- um en til að mynda fundaði fjár- laganefnd 51 sinni á síðasta þingi en utanríkismálanefnd aðeins 24 sinn- um. Meirihluti nefndarmanna þarf að sækja fundina svo að þeir teljist ályktunarbærir. Yfirleitt er það ekki vandamál en þó lagði minnihlutinn í utanríkis- málanefnd fram eftirfarandi bókun á 17. fundi nefndarinnar: „Fulltrúar Vinstri hreyfingarinnar græns fram- boðs og Pírata bóka athugasemdir við að meirihlutinn hafi marg- sinnis ekki virt þingsköp sem kveða á um mætingarskyldur þingmanna á nefndarfundi og að fulltrúar meirihlutans kalli ekki inn varamenn ef forföll verða í þeirra hópi. Fulltrúar minnihlutann bera þar með ábyrgð á því að fundir séu mannaðir og fundir séu þar með lögmætir. Það gangi ekki upp til lengdar.“ Þetta er athyglisvert í ljósi þess að mætingarskylda er á nefndarfundi nema að „nauðsyn banni“ eins og segir orðrétt í lögum. Þrátt fyrir það eru óútskýrð forföll nokkuð algeng en munurinn á nefndarfundum og almennum þingfundum er sá að mæting þingmanna er kirfilega færð til bókar í fundargerðum nefnda. Blaðamaður kafaði því ofan í rúmar fjögur hundruð fundargerðir og tók mætinguna saman. n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is Frá fundi velferðarnefndar í febrúar Lengst til hægri má sjá Guðjón S. Brjánsson. Hvort S-ið standi fyrir Samviskusamur skal ósagt látið en Guðjón var með 100 prósenta mætingu á fundi fastanefnda. Mynd AlÞingi Páll Magnússon Mætti illa á fundi fjárlaganefndar. Mynd Sigtryggur Ari Pawel Bartoszek Mætti vel á nefndar- fundi. Sigurður ingi Jóhannsson Forsætisráð- herrann fyrrverandi lét sjaldan sjá sig í at- vinnuveganefnd á þessu þingi. Mynd Sigtryggur Ari Brynjar níelsson Var með fullkomna mætingu í efnahags- og viðskiptanefnd. Heldur fór að halla undan fæti í stjórnskip- unar- og eftirlitsnefnd. Mynd Sigtryggur Ari Birgitta Jónsdóttir Mætti illa í stjórn- skipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Elsa lára Arnardóttir Var með 100 prósenta mætingu í efnahags- og viðskiptanefnd fyrir áramót. Mynd ÞorMAr Vignir gunnArSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.