Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 42
Fullkomnasti bíósalur landsins Í dag opnar Smárabíó nýjasta og fullkomnasta bíósal landsins og þó víðar væri leitað, þar sem það eru aðeins fáein kvikmynda- hús í heiminum sem bjóða upp á þá tækni sem við Íslendingar fáum nú að njóta. S-Max stendur fyrir fullkomnustu sýningartækni sem völ er á, fullkomnasta hljóðkerfið og auk þess betra sætis- pláss. Fyrr í vikunni bauð Smárabíó í forsýningarpartí þar sem gestir fengu að sjá opnunarmynd S-Max, The Mummy, sem er nýjasta kvikmynd Tom Cruise. Smárabíó opnar S-max Í aðalhlutverkum í The Mummy eru Tom Cruise, AnnaBelle Wallis og Sofia Boutella og leikstjóri er Alex Kurtzman. Tom Cruise þarf varla að kynna enda einn af vinsælli og þekkt- ari leikurum heims í dag, en kappinn hefur leikið í kvikmyndum frá 1981. Þær Boutella, sem leikur prinsessuna, og Wallis, sem leikur fornleifafræðing, eru hins vegar minna þekktar í kvik- myndum. Hinn ástralski Russell Crowe leikur einnig stórt hlutverk ásamt Jake Johnson, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Nick í sjónvarpsþátt- unum New Girl. Hin alsírska Boutella öðlaðist fyrst frægð sem hip hop-dansari og hefur unnið með stjörnum á borð við Rihönnu, Madonnu, Jamie King og Usher, bæði á tónleikum og í tónlistarmyndböndum. Hún lék síðast í kvikmyndunum Star Trek Beyond og The Kingsman: Secret Service. Hin breska Wallis er þekktari fyrir leik í sjónvarpsþáttum eins og The Tudors þar sem hún tók við hlutverkinu af Anítu Briem og Peaky Blinders. The Mummy er nútímaendurgerð á Múmíu-myndunum, sem alls eru fjórtán ef allar myndir frá þeirri fyrstu árið 1932 eru taldar með. Myndin er jafnframt sú fyrsta í nýrri kvikmynda- seríu sem ber yfirheitið Dark Universe, næsta mynd verður The Bride of Frankenstein sem frumsýnd verður 2019. Söguþráður The Mummy er í stuttu máli sá að ævagömul prinsessa er vakin í grafhvelfingu hennar djúpt í eyðimörkinni. Prinsessan er uppfull af illsku sem vaxið hefur í árþúsund og færir með sér ógn og skelfingu sem ögrar mannlegum skilningi. Atburða- rásin færist síðan til Englands þar sem ýmsir óvæntir atburðir gerast. Það er óhætt að lofa góðri skemmt- un og upplifun í nýjum S-Max sal Smárabíós. CoCa Cola slekkur þorstann Þessar dömur sáu um að enginn væri þyrstur í bíó. Bíópar Hildur María Friðriks dóttir og Tómas Valgeirsson, bíógagnrýn- andi og eigandi biovefurinn.is.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.