Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 49
25Helgarblað 9. júní 2017 fólk - viðtal Tinkarlinn fann hjartað fyrir vestan finna leiðina úti á landsbyggðinni. Það er oft afskaplega erfitt að tala um landsbyggðarmál eins og sam- göngur innan Samfylkingarinnar, það er ekki rennifæri í þeim efnum. En byggðastefna er hins vegar jafn- aðarmennska. Það er afar stórt mál en það þykir ekki sexí innan Sam- fylkingarinnar. Kristján Möller er til dæmis frábært dæmi um þetta, sigrandi landsbyggðarkrati sem aldrei náði meginstraumsvinsæld- um innan flokksins. Samfylkingin verður á einum eða öðrum tíma að horfast í augu við þetta og taka sér tak.“ Stjórnmálin höfðu betur gegn knattspyrnunni Pétur hélt aftur vestur árið 2011, í því skyni að klára knattspyrnuferilinn sem fyrirliði BÍ/Bolungarvíkur, þar sem hann byrjaði af alvöru. Pétur var ekki svo gamall þá, 31 árs, og hefði getað átt mörg ár eftir í boltanum. Af hverju ákvaðstu að fara vestur með það að markmiði að klára feril- inn? „Félagsveran í mér hefur alltaf átt meira í mér en fótboltamaðurinn. Ég er líka betri stjórnmálamaður en fót- boltamaður, ég var bara í meðallagi sem fótboltamaður. Ég er samt rosa- lega þakklátur fyrir ferilinn minn. Ég átti mjög gott tímabil í úrvals- deildinni með Fjölni sumarið 2008, fór þaðan í Val og leit á það sem frá- bæra upplifun, að spila með góðum klúbbi og frábærum leikmönnum. Ég var svo sem í svona hálfgerðu ströggli þar sumarið 2009 en það skipti mig bara engu máli því ég hef kannski aldrei litið á mig sem fótboltamann í grunninn. Það sést kannski best á því að þetta var stóra tækifærið mitt, að vera fenginn yfir í Val. Ég hins vegar eyddi nánast öllu vorinu og undir- búningstímabilinu í kosningabaráttu með Samfylkingunni því það var það sem ég brann fyrir. Þannig var for- gangsröðunin hjá mér, þetta er ástríð- an mín. Ég gat ekki sleppt því að taka þátt í þessu, á ótrúlega spennandi tíma uppgjörs og upprisu Íslands. Ég fór síðan vestur árið 2011 og fór að vinna sem framkvæmdastjóri Héraðssambands Vestfjarða. Ég og konan mín fluttum til Súðavíkur og ég byrjaði eiginlega strax að skipta mér af pólitíkinni því þannig er ég bara. Síðan kom að sveitarstjórnarkosning- um og þá var farið af stað. Við buðum fram bæjarmálalista sem hét Hrepps- listinn og þar var mér stillt upp sem sveitarstjóraefni. Við fengum góða kosningu og ég varð sveitarstjóri.“ Ekki hluti af ættbálkasam- félaginu Það er ekki endilega auðvelt „Ég hef ekki tekið ákvörðun um hvort ég gefi kost á mér að nýju Forréttindi að fá að þjóna Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, segir það forréttindi að fá að þjóna fólki og reka samfélag vel. Hann hefur þó ekki gert upp hug sinn varðandi framboð fyrir næstu sveitar- stjórnarkosningar. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.