Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 56
32 sport Helgarblað 9. júní 2017 Í slenska landsliðið í knattspyrnu leikur stórleik við Króatíu í undankeppni Heimsmeistara- mótsins í Rússlandi á næsta ári. Strákarnir eru í góðri stöðu með 10 stig í öðru sæti riðilsins en Króatar eru á toppi riðilsins með 13 stig. Ísland má þó ekki við því að tapa leiknum því þá yrði Króatía með sex stiga forskot á liðið á toppi riðilsins og aðeins fjórir leikir eftir. Staðan væri því afar erfið. Síðasta tap Íslands í mótsleik á Laugardalsvelli kom fyrir meira en fjórum árum en það kom gegn Slóveníu í undankeppni HM 2015 þann 7. júní árið 2013. Laugardals- völlur er því orðinn vígi sem stærstu landslið heims eru farin að óttast. „Við eigum góða möguleika, við erum á heimavelli og það er erfitt að sækja okkur heim. Við höfum mætt þeim í þrígang undanfarin ár og þeir eru með hörkulið. Það er erfitt að spila á móti Króatíu, við færumst alltaf nær því að vinna þá. Með smá heppni þá vinnum við svona leiki, við erum ansi öflugir í svona leikjum. Við erum með gríðarlega reynslu í þess- um strákum sem hafa upplifað allt eftir EM síðasta sumar, það kenndi mönnum mikið. Ég hef góða tilfinn- ingu fyrir þessum leik,“ sagði Pétur Pétursson, fyrrverandi aðstoðarþjálf- ari landsliðsins, við DV í gær. Fórna sér algjörlega fyrir þjóðina Hugarfar íslensku leikmannanna er fyrsta flokks og hver einasti leik- maður er tilbúinn að gera allt til þess að liðið sem heild nái árangri, mikil samastaða er í hópnum og mark- mið hans eru skýr. Menn vilja vinna alla leiki. „Það vantar ekkert upp á hjá íslenska landsliðinu varðandi að hugarfarið sé í góðu lagi, þarna eru leikmenn sem eru tilbúnir að fórna sér algjörlega til að liðið nái árangri. Trúin í hópnum er gríðarleg og þess- ir strákar eru bara vanir því að ná ár- angri, þeir þekkja lítið annað og telja sig alltaf geta unnið leikina sem þeir eru að fara í. Þetta er rosalega mikil- vægur leikur fyrir okkur þó það væri ekki nema bara að ná jafntefli, það myndi halda okkur í þeirri stöðu að eiga möguleika á að ná efsta sætinu. Það væru líka fín úrslit svona fyrir leik.“ Hefur ekki áhyggjur af lykilmönnum Margir lykilmenn Íslands hafa átt í meiðslum og í vandræðum síð- ustu mánuði, nægir þar að nefna Kára Árnason, Ragnar Sigurðsson, Jóhann Berg Guðmundsson, Birki Bjarnason og Alfreð Finnbogason. Pétur hefur ekki áhyggjur af því enda allir komnir á gott ról og að- n Íslenska liðið óstöðvandi á heimavelli n Hvað gerist gegn Króötum á sunnudaginn? Stórt skref í átt til Rússlands Hannes Þór Halldórsson Ragnar Sigurðsson Kári Árnason Birkir Már Sævarsson Ari Freyr Skúlason Aron Einar Gunnarsson Gylfi Þór Sigurðsson Birkir Bjarnason Jóhann Berg Guðmundsson Alfreð Finnbogason Jón Daði Böðvarsson Alfreð Finnbogason „Aðfaranótt þriðjudags var erfið, ég vaknaði og var með smá ælu. Ég náði ekki neinni almenni- legri slökun og talaði við Heimi um morgun- inn, hann sagði mér að vera heima ef þetta væri eitthvað meira en það. Sem betur fer var þetta ekkert meira, ég náði góðri hvild í gær og góð- um svefni. Ég veit ekki hvað þetta var, hvort ég borðaði eitthvað vitlaust eða væg matareitrun. Núna snýst þetta um að vera klár á sunnu- daginn og klár í hausnum.“ Aron Einar Gunnarsson „Ég hef verið að æfa með Blikum og Þór og verið í ræktinni, ég er orðinn vanur þessu. Þetta er alltaf svona, síðasti sumarleikur var á móti Tékkum og ég er búinn að fara yfir það hvernig ég var fyrir það og hef verið að gera það sama. Maður vill vera í topp- standi. Það reynir á hausinn að vera í þessu í mánuð, mað- ur er hálfur kominn í sumarfrí. Það var meira fyrir þessa fyrstu sumarleiki, ég er orðinn vanur þessu. Þetta er ekkert mál, þetta er það sem maður lifir fyrir. Þessir sumar- leikir eru geggjaðir.“ Gylfi Þór Sigurðsson „Við höfum verið að taka langa fundi að fara yfir þá, við þekkjum þetta lið. Við vitum að þetta er hörkulið. Luka Modric og kannski aðrir þrír lykilmenn eru menn sem þarf að stoppa, þeir eru með mjög sterka miðju. Þetta er góð liðsheild, við vitum að Modric er einn af bestu mönnunum.“ Jóhann Berg Guðmundsson „Króatía er með frábæra leikmenn og frábært lið og verður eflaust aðeins meira með boltann á sunnudaginn, við erum vanir því og kvörtum svo sem ekkert yfir því. Við þurfum að spila sterkan varnarleik og gefa fá færi á okkur, vonandi náum við að lauma inn nokkrum mörkum.“ Þetta segja strákarnir fyrir leikinn Telja sig eiga möguleika gegn Króatíu Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is „Við erum með gríðarlega reynslu í þessum strákum sem hafa upplifað allt eftir EM síðasta sumar, það kenndi mönnum mikið. eins er um einn leik að ræða. Þetta er bara einn leikur, 90 mínútur. Þetta væri erfiðara ef það væru tveir leik- ir í röð, leikmenn hafa síðustu vikur verið hjá styrktarþjálfara og verið að æfa. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu, gæjar eins og Kári og Ragnar eru alltaf klár á leikdegi og þeir munu allir komast í gegnum þessar 90 mínútur.“ Myndi byrja með Alfreð í fremstu víglínu Ekki er öruggt hvernig framlína Ís- lands verður skipuð í leiknum en sumir telja að Heimir gæti byrjað með Björn Bergmann Sigurðarson og Jón Daða Böðvarsson til að vera með tvo stóra og sterka til að atast í öflugu liði Króata, flestir vilja þó sjá Alfreð Finnbogason spila enda lík- legastur af þessum þremur til að skora. „Er ekki Alfreð markahæstur af þessum þremur? Ég held að Heimir muni byrja með Jón Daða og Alfreð þótt vissulega sé Björn Berg- mann góður kostur. Ég hallast að því að þetta verði Jón Daði og Alfreð í fremstu víglínu, það hefur virkað vel og ég sé ekki neina ástæðu til að breyta því.“ Trúir að Ísland fari til Rússlands Pétur trúir því að íslenska lands- liðið muni gera sitt til að komast á Heimsmeistaramótið í Rússlandi, næsta sumar. „Miðað við hvernig þessir strákar eru þá hef ég trú á að þeir fari til Rússlands, ég er allavega viss um að þeir muni eiga möguleika í síðasta leik. Þeir eru búnir að sanna sig svo oft, þú afskrifar ekki þessa stráka. Ég held að þeir fari á HM.“ n Líklegt byrjunarlið gegn Króatíu Bjart yfir strákunum Það var létt yfir strákunum okkar þegar þeir æfðu á Laugardalsvelli í gær. Mynd SigTRygguR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.