Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 69
fólk 45Helgarblað 9. júní 2017 Heppnasta fólk í heimi Sumir hafa upplifað einstaka heppni eftir ótrúlega óheppni L ánið leikur við suma á meðan ógæfan eltir aðra. Sumir hafa hins vegar sérstakt lag á að blanda þessu tvennu saman, hafa gengið í gegnum mikla erfiðleika en síðan upplifað ótrúlega sigra í lífinu. Hér að neðan má finna skemmtilegar sögur af fólki sem á það sameiginlegt að hafa upplifað ótrúlega heppni í lífi sínu. Þekkirðu söguna af konunni sem vann fjórum sinnum í lottóinu og manninum sem lenti sjö sinnum í lífsháska áður en hann vann 120 milljónir í lottóinu? n Milljónavinningur í beinni Árið 1999, þegar Ástralinn Bill Morgan var 37 ára, lenti hann í alvarlegu um- ferðarslysi en þó ekki lífshættulegu. Læknar gáfu honum lyf eftir slysið, en heiftarleg ofnæmisviðbrögð urðu til þess að hjarta hans sló ekki í heilar fjórtán mínútur. Eftir að hafa legið í dái í tólf daga vaknaði Bill og hófst bataferlið í kjölfarið. En gæfa hans endaði ekki þar. Hann bað kærustu sinnar, Lisu Wells, og hún játaðist honum. Nokkru síðar keypti Bill sér skafmiða og vann splunkunýja bifreið að verðmæti hátt í þriggja milljóna króna. Þetta vakti athygli ástralskra fjölmiðla og í sjónvarpsviðtali um ógæfuna og gæfuna sem fylgdi á eftir létu sjónvarpsmenn Bill skafa skafmiða. Og hvað haldið þið? Bill vann 250 þúsund ástralska dali, jafn- virði hátt í 40 milljóna króna á gengi dagsins í dag. Vann fjórum sinnum í lottóinu Joan R. Ginther er líklega heppnasta kona heims sé litið til þess að hún hefur fjórum sinnum unnið þann stóra í lottóinu. Þessi hrina ótrúlegrar gæfu hófst árið 1993 þegar hún vann 5,4 milljónir Bandaríkjadala í lottói í Texas í Bandaríkjunum. Áratug síðar vann hún tvær milljónir dala, tveimur árum síðar þrjár milljónir dala og árið 2008 vann hún tíu milljónir dala. Ekki er vitað með vissu hvernig Joan fór að þessu en sú staðreynd að hún er fyrrverandi stærðfræðiprófessor við Stanford-háskóla hefur fengið ýmsa til að klóra sér í kollinum. Fann hún út hina fullkomnu leið til að vinna í lottóinu eða var þetta bara hrein og klár heppni? Átti bókað flug í bæði skiptin Hollenski hjólreiðakappinn Maarten de Jonge þakkar væntanlega æðri máttar- völdum fyrir að vera enn á lífi. Hann átti bókað sæti í flug MH370 með malasíska flugfélaginu Malaysian Airlines þann 8. mars árið 2014. Vélin, sem var á leið frá Kúala Lúmpúr til Peking, hvarf af ratsjám og veit enginn, enn þann dag í dag, hver örlög vélarinnar urðu. Alls voru 239 manns um borð í vélinni. Maarten breytti hins vegar bókun sinni á síðustu stundu þar sem hann vildi komast hjá því að vera yfir nótt í Peking. Fjórum mánuðum síðar átti Maarten einnig bókað flug með Malaysian Airlines sem var á leið frá Amsterdam til Kúala Lúmpúr. Þetta var flug MH17, en vélin var skotin niður yfir Úkraínu með þeim af- leiðingum að 298 manns fórust. Aftur hafði Maarten breytt bókuninni á síðustu stundu þar sem hann fann ódýrara flug. Maart- en gerði ekki mikið úr þessu í viðtali við hollenska fjölmiðla eftir að þetta spurðist út. „Það sem kom fyrir allt þetta saklausa fólk er hryllilegt, ég á mína sögu og vil halda henni fyrir mig sérstaklega þar sem hún er ekkert í samanburði við harmleikinn sem svo margir eru að ganga í gegnum núna.“ Maðurinn sem neitaði að deyja Króatíski tónlistarkennarinn Frane Selak hefur átt skrautlega ævi; hann hefur unnið í lottóinu, dottið út úr flugvél, lifað af flugslys og alvarlegt lestarslys. Árið 1962 lenti hann í alvarlegu slysi þegar hann var á leið í lest frá Sarajevo til Dubrovnik. Lestin fór út af sporinu og steyptist ofan í ísilagða á. Sautján manns létust í slysinu en Selak tókst við illan leik að komast í land, þjáður af ofkælingu og handleggsbrotinn. Aðeins einu ári síðar datt hann út úr flugvél ásamt nítján öðrum þegar dyr á vélinni opnuðust skyndilega. Nítján manns létust í slysinu en það var Selak til happs að hann lenti á heysátu. Árið 1966 missti ökumaður rútu, sem Selak var farþegi í, stjórn á henni með þeim afleiðingum að hún endaði úti í á. Fjórir létust í slysinu. Árið 1970 kom upp eldur í bifreið hans. Selak tókst að koma sér út úr bílnum áður en eldurinn læsti sig í eldsneytistankinn með þeim afleiðingum að hann sprakk í loft upp. Þá varð hann fyrir strætisvagni í miðborg Zagreb árið 1995 en slapp án alvarlegra meiðsla. Ekki löngu síðar vann hann 120 milljónir króna í lottói. „Ég hef aldrei sagt að ég hafi verið heppinn að komast lífs af úr þessum slysum. Ég var hins vegar óheppinn að lenda í þeim,“ sagði Selak eitt sinn í viðtali. Lifði af tvær kjarnorkusprengjur Á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar var Japaninn Tsutomu Yamaguchi starfsmaður Mitsubishi og þurfti oft að ferðast starfs síns vegna. Einn örlagaríkan dag árið 1945 var Yamaguchi sendur til Hiroshima en svo óheppilega vildi til að bandaríski herinn varpaði kjarnorkusprengju á borgina þenn- an sama dag, þann 6. ágúst. Yamaguchi slasaðist í sprengingunni en lifði af. Hann var feginn að komast heim til fjölskyldu sinnar í Nagasaki eftir að ósköpin dundu yfir, en skyndilega reið annað áfall yfir. Þann 9. ágúst var kjarnorkusprengju varpað á Nagasaki en aftur komst Yamaguchi lífs af. Eftir þetta varð hann ötull talsmaður gegn kjarnorkuvopnavæðingu stórvelda heimsins. Yamaguchi lést í hárri elli þann 4. janúar árið 2010, 93 ára að aldri. Blindur fær sýn Árið 1980 varð óvenjulegt atvik sem fær lækna og aðra sérfræðinga enn til að klóra sér í kollinum. Málið varðar hinn þá 62 ára gamla Edwin Robinson sem búsettur var í Maine í Bandaríkj- unum. Robinson hafði verið blindur og heyrnarlaus í níu ár eftir að hafa orðið fyrir höfuðmeiðslum. Þennan örlagaríka dag árið 1980 var Edwin staddur utandyra þegar gerði slæmt veður. Það gekk á með þrumum og eldingum og segir sagan að Edwin hafi orðið fyrir einni. Hann er sagður hafa legið meðvitundarlaus í tuttugu mínútur áður en hann rankaði við sér og staulaðist aftur heim. Þar lagðist hann til svefns en þegar hann vaknaði var hann kominn með heyrnina og hluta sjónarinnar aftur. Heppni Ef lífið væri keppni í heppni myndi þetta fólk bera sigur úr býtum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.