Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 70

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.2017, Blaðsíða 70
46 fólk Helgarblað 9. júní 2017 L eikarinn Mark Lester hefur í nokkurn tíma haldið því fram að hann sé líffræði- legur faðir Paris Jackson, dóttur Michaels Jackson. Lester endurtók þessa fullyrðingu sína í viðtali við Daily Mail. Hann segir að Jackson hafi á sínum tíma beðið hann að vera sæðisgjafa sinn og það hafi komið sér á óvart að söngvarinn vildi verða faðir. Lester segir að Jackson hafi beðið fleiri karlkyns vini sína um sama greiða, þar á meðal Macaulay Culkin og Jack Nicholson. Lester segist hafa gert Jackson þennan vinargreiða. Málið komst fyrst í há- mæli eftir dauða Jackson árið 2009 en þá birtu fjölmiðlar fréttir um að Lester væri mögulega faðir Paris. Lester varð frægur átta ára gam- all fyrir hlutverk Olivers Twist í Óskarverðlauna-söngvamyndinni Oliver. Þeir Jackson kynntust um 1980 þegar söngvarinn var á tón- leikaferðalagi í London og bað um- boðsmann sinn að hafa samband við Lester en Jackson var mikill aðdáandi myndarinnar og hafði margoft horft á hana. Þeir hittust og eyddu saman sex klukkustund- um. „Við vorum á sama aldri og áttum margt sameiginlegt vegna þess að báðir höfðum við verið barnastjörnur,“ segir Lester. Í hvert sinn sem Jackson var í London hittust þeir. Jackson hafði einnig oft samband símleiðis en hringdi oft um miðjar nætur þar sem hann hafði engan skilning á tímamis- mun milli Bretlands og Bandaríkj- anna. Með þeim tókst mikil vin- átta og Jackson varð guðfaðir barna Lesters og Lester guðfaðir barna Jackson. Lester segir að Jackson hafi verið smeykur við konur og nefnir í því sambandi atvik þegar Madonna reyndi að fleka poppgoðið. Hún bauð Jackson upp á hótelherbergi sitt og þegar hann gekk inn lá hún í rúminu, svipti af sér sænginni og var allsnakin. Jackson rak upp skelfingaróp og lagði á flótta. „Það hefði ég ekki gert í hans sporum,“ segir Lester. Lester segir að Jackson hafi þjáðst af skelfilegu svefn- leysi. Hann segir að söngv- arinn hafi oft verið ein- kennilegur síðustu árin og kennir lyfjanotkun um. Hann nefnir sem dæmi að Jackson hafi sagt að tánings- dóttir Lesters líktist Díönu prinsessu og að hann vildi giftast henni. Hann hafnar því alfarið að Jackson hafi áreitt börn kynferðislega. Hann hafi verið barnavinur hinn mesti og aldrei getað gert barni mein. Hann segir að Jackson hafi verið frábær faðir og mjög strangur þegar kom að svefntíma og heima- lærdómi barna sinna. Lester, sem á fjögur börn, segist ekki hafa neinn áhuga á að fara í DNA-próf til að sanna að hann sé líffræði- legur faðir Paris. Paris mun heldur engan áhuga hafa á því. Hún tók lát föður síns afar nærri sér og hefur minningu hans í heiðri. Í nýlegum við- tölum hefur hún sagt að hún finni að hann sé hjá sér. Paris hefur oftar en einu sinni reynt að svipta sig lífi. Lester segist hafa reynt að hafa samband við hana eftir eina slíka tilraun, en móðir hennar Debbie Rowe, harðneitaði og sagði honum að láta dóttur sína í friði. n n Sæðisgjöfin var vinargreiði n Michael Jackson leitaði meðal annars til Jack Nicholson Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@dv.is HiNN rétti faðir PariS JackSoN? Paris Jackson Hefur aldrei fyllilega jafnað sig á dauða föður síns. Michael Jackson Vinur hans segir hann hafa verið frábæran föður. Barnastjarna Mark Lester var heillandi Oliver Twist. Mark Lester Segist hafa verið sæðis- gjafi Michael Jackson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.