Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 14
14 Helgarblað 13. október 2017fréttir Ó lafur Þ. Harðarson, prófessor við Háskóla Íslands, hefur fylgst grannt með kosninga­ baráttu á Íslandi í hartnær sex áratugi og einnig lesið mikið um það hvernig þær fóru fram á fyrri hluta 20. aldarinnar. Ólafur og Bogi Ágústsson, fréttamaður RÚV, hafa staðið vaktina saman á kosninganótt til margra ára. Kosningahandbækur og fjöldafundir „Fyrstu alþingiskosningarnar sem ég man eftir voru árið 1959 þegar ég var sjö ára. Faðir minn var mjög pólitískur og allt mitt fólk. Sumir voru kratar en aðrir Framsóknar­ menn. Ég hafði strax í æsku mjög mikinn áhuga á pólitík og fylgdist vel með.“ Á þessum tíma eignaðist Ólafur borðspil sem nefndist Kjör­ dæmaspilið þar sem takmarkið var að koma sínum frambjóðend­ um á Alþingi. Einnig hóf hann að safna kosn­ ingahandbókum sem gefnar voru út af bókaútgáfunni Fjölvís. „Sjón­ varpið kom ekki fyrr en árið 1966 en tölurnar voru lesnar upp í út­ varpinu. Áhugamenn um pólitík hlustuðu, skrifuðu tölurnar niður jafnóðum og reiknuðu síðan út þingsætin. Þetta var vinsælt en heyrir nú sögunni til vegna þess að sjónvarpið og netmiðlarnir sýna útreikningana.“ Ólafur á handbækur allt til ársins 1986 en skömmu síðar hætti útgáfan. Áhuginn leiddi Ólaf í stjórn­ málafræðideild Háskóla Íslands árið 1973 en á þeim tíma háðu menn kosningabaráttu með allt öðrum hætti en í dag. „Auglýs­ ingar voru ekki leyfðar í útvarpi eða sjónvarpi en flokkarnir voru allir með dagblöð sem studdu þá og þar var ekki greint milli frétta og ritstjórnarefnis. Flokkarnir gáfu einnig út sérblöð í hverju byggðar­ lagi fyrir hverjar kosningar.“ Þá hafi sameiginlegir fram­ boðsfundir í hverju byggðarlagi haft mikið að segja. Þessir fundir voru haldnir í samkomuhúsum og voru vel sóttir, en í Reykjavík var vel hægt að fylla Laugardalshöll­ ina. „Þessir fundir voru nú ekki alltaf málefnalegir og margir litu á þetta sem skemmtiefni. Frambjóð­ endurnir reyndu að vera fyndnir og rótarlegir og reyndu að spæla hver annan. Einhvern tímann á áttunda áratugnum tók Ríkissjónvarpið upp slíkan fund sem haldinn var á Vestfjörðum. En þegar fólk sá útúr­ snúninginn og skætinginn í sjón­ varpinu var því ofboðið og það átti sennilega sinn þátt í því að þetta lagðist af. Með tilkomu sjónvarps­ ins minnkaði einnig ásóknin.“ Illvígari barátta áður Ólafur segir að þó að mörgum ofbjóði gífuryrði og níð stjórn­ málamanna í dag þá sé umræðan mun hófstilltari og málefnalegri en lengst af á síðustu öld. „Það er engu saman að jafna og átti við um alla flokka. Menn voru illorðir og níðið gekk yfir menn.“ Ólafur telur alla harðvítugustu kosningabar­ áttuna hafa verið árið 1908 þegar Heimastjórnarflokkur Hannesar Hafstein var felldur. Sú deila sner­ ist um Uppkastið svokallaða, sam­ bandslög Íslands og Danmerkur. „Önnur illvíg barátta var háð árið 1931 eftir að Tryggvi Þór­ hallsson, Framsóknarmaður og forsætisráðherra, rauf þing. Al­ þýðuflokkurinn og Sjálfstæðis­ flokkurinn höfðu meirihluta og ætluðu að breyta kjördæmaskip­ uninni og þeir töldu þingrofið því grundvallarbrot á reglum lýðræð­ isins. Það var mikil grimmd í þeirri kosningabaráttu.“ Þegar Tryggvi rauf þing hafði mannfjöldi safn­ ast fyrir framan Alþingishúsið og vildu margir kasta Framsóknar­ þingmönnunum í Reykjavíkur­ tjörn. Í kosningabaráttunni voru þeir sakaðir um einræði en bættu engu að síður við sig fjórum þing­ mönnum í kosningunum. Útspil flokkanna Ólafur segir að í gegnum tíðina hafi flokkarnir komið með ýmis óvænt útspil fyrir kosningar sem annaðhvort hafi gefist vel eða illa. Um vel heppnað útspil nefnir hann samvinnu Alþýðuflokksins, Alþýðubandalagsins og verkalýðs­ hreyfingarinnar fyrir kosningarn­ ar árið 1978. „Þá hafði ríkisstjórn Sjálfstæðismanna og Framsóknar­ manna þurft að glíma við mikla verðbólgu og setti í kjölfarið lög á kjarasamningana. Stjórnar­ andstaðan fór fram undir slag­ orðinu „Samningarnir gildi“ sem skilaði sér í einhverjum mestu breytingarkosningum í Íslands­ sögunni. Flokkarnir fóru úr 30 prósentum í rúmlega 50 prósent samanlagt og Alþýðuflokkurinn vann mesta kosningasigur á lýð­ veldistímanum.“ Þessi sigur varð þó að engu þegar stjórnin sprakk eftir eitt ár og boða þurfti til kosninga að nýju. „Þá hefðu Sjálfstæðismenn átt að halla sér aftur og benda á hvernig þeim gekk en í staðinn kynntu þeir nokk­ uð brothætta áætlun sem nefndist „Leiftursókn gegn verðbólgu“ sem Þjóðviljamenn sneru út úr og nefndu „Leiftursókn gegn lífskjör­ unum“. Þetta varð að aðalkosninga­ málinu og snerist í höndunum á Sjálfstæðismönnum.“ Í seinni tíð hafa það aðal­ lega verið Framsóknarmenn sem hafi beitt slíkum útspilum. Nefn­ ir Ólafur sérstaklega loforð um 90 prósenta húsnæðislán fyrir kosningarnar árið 2003 og leið­ réttinguna miklu árið 2013. Albert einstakur Ólafur hefur verið reglulegur gestur í sjónvarpsútsendingum á kosninganótt og í seinni tíð myndað nokkurs konar teymi með Boga Ágústssyni. „Ég man ekki hvaða ár við byrjuðum en það er nokkuð langt síðan. Ég sjálfur hef komið fram í öllum kosningaútsendingum síðan árið 1986 að undanskildum forseta­ kosningunum árið 1996.“ Hann segir spennuna á kosninganótt hafa minnkað með auknum fjölda skoðanakannana. Hann segir mestu spennuna hafa verið í þingkosningunum árið 2007. „Þá var ríkisstjórn Geirs Haarde mjög tæp. Alla nóttina voru þeir að fara út og inn og stjórnin hékk á einum manni. Þetta varð ekki ljóst fyrr en með síðustu tölum undir morguninn og hún hélt velli. En síðan var ákveðið að slíta samstarfinu.“ Merkilegustu úrslitin telur hann þó hafa orðið árið 1987 þegar Borgaraflokkurinn og Kvennalistinn fengu hvor um sig yfir 10 prósent atkvæða. „Þor­ steinn Pálsson, formaður Sjálf­ stæðisflokksins, kemur fram í sjónvarpi örfáum dögum áður en framboðsfresturinn rennur út og segir að Albert Guðmunds­ son sé ekki ráðherraefni flokks­ ins vegna skattamála hans. Al­ bert stofnaði þá Borgaraflokkinn og náði að manna lista og safna undirskriftum á þremur dögum. Hann var einfari og enginn venju­ legur stjórnmálamaður.“ Albert hafði víðtækt persónulegt net sem kallað var hulduherinn og gerði þetta kleift. Fylgið á flugi Kosningarnar nú ber brátt að og Ólafur segir það hafa mikil áhrif á baráttuna. Flokkarnir hafi ekki tíma til að halda prófkjör og þurfa því að stilla upp. Þeir hafi heldur ekki tíma til að koma nýjum mál­ efnum á dagskrá og þurfti því að miklu leyti að keyra á sömu mál­ um og fyrir síðustu kosningar. „Svo eru allir flokkar skítblankir. Flokkarnir reiða sig mjög mikið á framlög frá hinu opinbera. Þeir eyddu miklu 2016 þannig að þeir þurfa að taka lán núna.“ Fyrir árið 2007 voru engar reglur um fjár­ framlög til stjórnmálaflokka og því miklir peningar í umferð. En þá voru settar einhverjar ströng­ ustu reglur í Vestur­Evrópu og nú er kosningabaráttan mun ódýrari. Ólafur telur að nú sé sérstakt ástand í stjórnmálunum vegna þess hversu margir flokkar eigi möguleika á að komast á þing. En fjöldi flokkanna geri það einnig að verkum að hætta sé á að stór hluti atkvæða falli dauð niður. „Menn eru alltaf stressaðir ef þeir eru í kringum 5 prósenta mörk­ in. Það er þó hugsanlegt að þó að flokkur nái ekki markinu að hann fái þá kjördæmakjörna menn, til dæmis Framsóknarflokkurinn sem gæti fengið kjördæmakjörna menn í landsbyggðakjördæm­ unum. Ekki er hægt að afskrifa neinn af þessum minni flokkum á þessari stundu.“ Hann þorir lítið að spá um hvernig kosningarnar fara vegna þess að mikið los sé á fylginu og flokkshollusta fari minnkandi. Algengt er þó að stjórnarflokkar missi fylgi samanlagt. „Í síðustu kosningum skipti meira en helm­ ingur kjósenda um flokk. Það var í fyrsta skipti sem það gerðist síðan mælingar hófust.“ n Á skjÁnum Á kosninganótt síðan 1986 Ólafur Þ. Harðarson hefur fylgst grannt með kosningabaráttu á Íslandi Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is Ólafur Þ. Harðarson „Þessir fundir voru nú ekki alltaf málefnalegir og margir litu á þetta sem skemmtiefni.“ Mynd SIGtryGGur ArI „Albert stofnaði þá Borgaraflokkinn og náði að manna lista og safna undirskriftum á þremur dögum. Kosningahandbók frá 1959 „Áhugamenn um pólitík hlustuðu, skrifuðu tölurnar niður jafnóðum og reiknuðu síðan út þingsætin.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.