Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 24
24 fólk Helgarblað 13. október 2017 H eimir tekur á móti okkur á heimili sínu í Reykjavík á þriðjudagskvöldi, réttum sólarhring eftir að hann stóð úti á miðjum Laugardalsvelli undir húrrahrópum og flugelda­ sprengingum að fagna sæti lands­ liðsins á HM. Án efa hefur mikið gengið á hjá honum síðasta sólar­ hringinn, áfanganum var fagnað fram á nótt og væntanlega hefur síminn hringt látlaust hjá honum allan daginn. Heimir er þó allur hinn rólegasti, mætir okkur með bros á vör, býður okkur kaffi og við komum okkur fyrir. Við leggjum línurnar um hvað við viljum spjalla, að við vilj­ um fá að kynnast bakgrunni Heimis betur og reyna eins og hægt er að tala ekki eingöngu um fótbolta. Við erum ekkert að flækja hlutina, byrj­ um á byrjuninni og fáum hann til að rifja upp æskuárin. Heimir er fædd­ ur og uppalinn í Vestmannaeyjum og hefur aldrei slitið ræturnar það­ an. Hann er yngstur í stórum syst­ kinahópi og minnist æskuáranna með hlýju. „Það var frábært að alast upp í Vestmannaeyjum. Fjölskyldan var einstaklega samheldin en það var líka mikið keppnisskap innan henn­ ar. Við bræðurnir spiluðum til dæm­ is oft fótbolta í ganginum heima sem endaði alltaf með því að ég fór að grenja. Þórður bróðir, sem er 15 árum eldri en ég og spilaði þá með meistaraflokki, leyfði mér aldrei að vinna. Mamma skammaði hann stundum fyrir það,“ segir Heimir þegar blaðamenn DV setjast niður með honum. „Svo er bara svo mikið frelsi að vera krakki í Eyjum, ég held að það móti mann svolítið sem persónu. Ég átti marga vini og var alltaf með fé­ lögunum, alltaf að sprikla í fótbolta og öðrum íþróttum. Á þeim tíma voru hverfalið sem áttust við úti um allan bæ og það gekk eiginlega allt út á að vera í kringum fótboltann. Í Eyj­ um eignast maður vini fyrir lífstíð.“ Var skólinn aukaatriði eða varstu duglegur? „Nei, ég var nú bara svona sjöa í gegnum allan skóla­ ferilinn. Var ekki með neitt sérstak­ lega mikinn metnað fyrir náminu. Ég kláraði framhaldsskólann í Vest­ mannaeyjum, ég held að það hafi verið skemmtilegast af öllu. Það var svo mikið félagslíf í skólanum að ég hugsa að ég hefði ekki dugað sex ár í háskóla ef ég hefði tekið þessi fjög­ ur ár alvarlega eins og ég þurfti svo að gera í háskólanum. Ég kom eigin­ lega úthvíldur í háskólann þegar aðrir voru kannski sprungnir af lær­ dómi.“ Ætlaði í tölvunarfræði en varð tannlæknir Leið Heimis lá ekki beint í að læra tannlækningar. „Ég ætlaði í tölv­ unarfræði, ég hafði svolítið gaman af tölvum. Svo fékk ég bækur frá mági mínum sem er kerfisfræðing­ ur og fór að lesa þær til að undirbúa mig. Þær voru hins vegar svo þurr­ ar og þungar og með erfiðri stærð­ fræði að ég hætti við á miðri leið. Þá var Gunnar Leifsson, vinur minn, að fara í tannlæknanám þannig að ég skráði mig með honum með það í huga að skipta um nám þegar ég vissi betur hvað ég ætlaði að læra. En Heimir Hallgrímsson hefur skrifað sig inn í sögubækurnar á Íslandi eftir að hann hóf að þjálfa íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu, hann ásamt Lars Lagerbäck kom liðinu á sitt fyrsta stórmót síðasta sumar þegar Ísland komst í 8-liða úrslit á Evrópumótinu í Frakklandi. Á mánudag var svo stærsti dagur í knattspyrnusögu Íslands þegar liðið tryggði sig inn á heimsmeistaramótið í Rússlandi með því að leggja Kósóvó að velli. Heimir tók einn við liðinu fyrir rúmu ári og hefur stimplað sig inn sem einn færasti þjálfarinn í knattspyrnuheiminum. „Mikilvægt að eiga fjölskyldu sem skilur starfið“ Hörður Snævar Jónsson Sigurvin Ólafsson hoddi@433.is / sigurvin@dv.is „Þetta er besta þjálfarastarf í heimi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.