Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 28
aðstæðum þeirra skilning og vinni í þeirra hag. Ef fólk trúir ekki lengur, ef trúverð­ ugleikann vantar, þá stendur ekkert eftir enda er trúin það sem bindur hópa saman, hvort sem um er að ræða fótboltalið, trúarbragðahópa, stjórnmálaflokka eða aðrar fylkingar.“ Beina leið fram veginn Gunnlaugur vill meina að í allri pólitískri baráttátu togist á fortíðarþrá, stöð­ ugleikaþörf og þörfin fyrir breytingar og þessu skiptir hann upp í fortíð, nútíð og framtíð. „Þegar Bjarni Ben vísar í stöðugleika þá nær hann ekki til þeirra sem hafa ekki haft það gott undanfarin ár. Ef þú hefur ekki búið við stöðugleika þá viltu eðlilega breytingar. Það sama gildir fyrir stjórnmálamenn sem gera út á for­ tíðarþrá, að allt hafi verið svo gott í gamla daga. Kjósandi sem hefur ekki haft það gott árum saman á líka eftir að vilja breytingar til hins betra. Átökin í heiminum í dag snúast aðallega um að hvorki nútíðin né fortíðin hafa verið eins og við viljum og því er bara ein leið í boði. Framtíðin.“ Gagnslaust að lofa stöðugleika þegar allt er í lausu lofti Gunnlaugur segir að Vesturlönd hafi verið í miklu umrótsástandi síðustu tvo áratugi og því hafi í raun ekki verið um neinn hefð­ bundinn stöðugleika að ræða. „Heimurinn er búinn að breytast mjög hratt á stuttum tíma. Landamæri eru að smátt og smátt að hverfa, þjóðarbrotum og trúar­ brögðum ægir saman í borgum heimsins sem verða æ líkari hver annarri. Upplýsingastreymið er mikið og kemur úr öllum áttum. Þess vegna fara stjórnmálaflokkar úr þremur og fjórum upp í tíu eða tólf, jafnvel fleiri. Fólk veit ekki hverju það trúir lengur og af­ leiðingin er sú að það verður erfitt að mynda samstöðu og fylkingar.“ Raunverulega valdið liggur hjá risafyrirtækjunum Hann segir að bæði opinberlega og á bak við tjöldin, séu hin hefð­ bundnu þjóðfélög að leysast upp og þjóðríki breytist hægt og rólega í sambandsríki. Valdið í Evrópu liggi nú í Brussel og jafnvel að hluta í Þýskalandi en mestu ráði þó stórfyrirtækin. „Íslendingurinn Ómar Ragnars­ son má til dæmis ekki fljúga hvaða flugvél sem er, vegna reglugerða frá Belgíu. Þjóðlöndin eru vissulega 140, eða svo, talsins, en aðalvettvangur þeirra í dag er létt skemmtun á knattspyrnuvellinum. Í heimsmeistarakeppninni. Eða í Eurovision. Staðreyndin er sú að raunverulega valdið liggur ekki lengur hjá ríkisstjórnum þjóðanna. Það er í höndum peningaafla, risastórra fyrirtækja sem starfa um allan heim, án landamæra, koma í veg fyrir eðlilega samkeppni og hamla frelsi einstaklingsins í stað þess að auka það þegar til lengri tíma er litið.“ Trúa ekki lengur á flaggið Gunnlaugur víkur talinu að Banda­ ríkjunum þar sem ótrúleg atburða­ rás átti sér stað í síðustu forseta­ kosningum. Þar lifa nú fimmtán prósent íbúa undir fátæktarmörk­ um og búið er að flytja stóran hluta iðnaðar til Mexíkó, Kína og annarra láglaunasvæða. Hann segir að millistéttin þar, sem annars staðar á Vesturlöndum, sé slegin yfir því að auðmenn einir komist til valda. Sundrung og tortryggni sé jafnframt mikil og þjóðin trúi ekki lengur á flaggið sem hún áður fylkti sér heilshugar undir. „Á stjórnmálasviðinu, svo dæmi sé tekið, er barist um upp­ lýsingar og þetta á ekki bara við um Bandaríkin heldur heiminn allan. Valdaaðilar reyna að stýra upplýsingaflæði og nota netið sem stjórntæki. Njósnað er um fólk og fylgst með netnotkun þeirra sem ekki eru valdaaðilum þóknanleg­ ir. Eftirlitstæknin er notuð til að staðsetja og fylgjast með hegðun og hreyfingu manna en á móti kemur að einstaklingarnir, fólkið, nota sömu tækni gegn valda­ aðilum. Valdaaðilar fylgjast með fólki, fólk fylgist með valdaaðilum. Rannsóknarblaðamenn sækja upplýsingar og birta. Beinagrindur eru viðraðar. Valdamisnotkun er afhjúpuð. Tæknibylting 20. og 21. aldar þýðir að valdaaðilar geta ekki lengur skákað í skjóli leyndar með sama hætti og áður var. Einstak­ lingurinn, hinn venjulegi borgari, lætur ekki segja sér hvað sem er. Hann hefur vaknað til meðvitund­ ar um mátt sinn og setur í kjölfarið fram kröfur um virkara lýðræði.“ Viljum ekki vakna í Dýrabæ Orwells „Við stöndum í miðju fljóti valdaskipta á heimsvísu og þurfum nauðsynlega að halda vöku okkar. Þjóðland er jú ekki óbreyttur staðall. Bandaríki frelsis geta hæglega breyst í Bandaríki ófrelsis. Ísland, lýðveldi smákónga, getur hæglega breyst í samveldi nokkurra fjölskyldna sem eiga, og eða selja, allar auðlindir landsins. Ef við höldum ekki vöku okkar þá vöknum við kannski upp við þann vonda draum að búa í Dýrabæ Orwells þar sem svínin hafa tekin völdin. Það viljum við ekki.“ Lausnin felst í því að tala saman En hvaða lausn sérðu í stöðunni? Hvað getum við sem þjóð og einstaklingar gert til að sýna djörf- ung og hug, forða okkur háska frá? „Við þurfum fyrst og fremst að tala saman. Það þarf að breyta stjórnmálum úr kappræðum yfir í samræður. Samtal þar sem fólk leggur sig fram um að hlusta hvert á annað. Víða um heim hafa minnihlutastjórnir starfað lengi með góðum árangri en þá þarf fólk líka að tala saman og semja um hlutina til að komast að heppi­ legum niðurstöðum. Það er ekki endilega slæmt að hafa marga og ólíka flokka starfandi saman ef fólk getur átt samtal. Hvað okkur sem einstaklinga varðar þá er það undir hverjum og einum komið að vinna á jákvæðan hátt í því að laga og umbreyta þjóðfélagskerfinu. Það eru til að mynda fjölmörg tækifæri til staðar fyrir þá sem vilja vinna að nýsköpun og umbreytingu. Þetta gildir fyrir alla geira; fjármála­, heilsu­ og menntageira og einnig í trúmálum. Það eru alls staðar ný tækifæri. Þeir athafnasömu leggja vegaslóða framtíðarinnar. Breytingar munu eiga sér stað hvað sem hver og einn segir, óskar sér eða vill. Eina óumbreytanlega lög­ mál lífsins er að allt er breytingum háð. Þau sem undirbúa jarðveg­ inn munu standa með pálmann í höndunum og verða áhrifaaðilar innan nýrra heimskerfa. Leiðin fram á við liggur um nýjar götur,“ segir Gunnlaugur Guðmundsson að lokum. „Við þurfum fyrst og fremst að tala saman. Það þarf að breyta stjórnmálum úr kapp- ræðum yfir í sam- ræður. Samtal þar sem fólk leggur sig fram um að hlusta.a hvert á annað.“ Þetta segja af- stöður himin- tunglanna um ástand heimsins og framvindu mála n Frá 2019–2020: Vatnaskil í um- breytingu heimskerfanna. n 2019–2020 (og fram til 2024) munu þær kerfisbreytingar sem átök hafa staðið um frá 2008–2018 taka á sig nýja og áþreifanlega mynd. n 2019: Framleiðslu- og auðlinda- bylting. Eldar hætta að loga, köld rök- og félagshyggja. Sú nýsköpun sem hefur gerjast í gras- rótinni árin 2012–2018 verður að: a) áþreifanlegum raunveruleika b) virkum framleiðslulínum. Auk þess má búast við eftirfarandi: Uppreisn gegn kjötframleiðslu og því stóra fótspori sem slík framleiðsla tekur. Vakning verður meðal almennings (ekki bara útvalinna) tengd náttúruvernd og almennri meðferð náttúruauðlinda. Það er nú eða aldrei. Undanfarið ár hefur félagshyggja hefur átt undir högg að sækja og vitsmunalegar samræður verið af skornum skammti. Hraðskreiðir athafnamenn hafa átt leiksviðið. Eld- ar hafa logað en þeir munu slokkna. n 2020: Árið 2020 hefst 180 ára hringrás í lofti. Félags- og hugmynda- hyggja tekur við af efnishyggju sem hefur ríkt síðustu aldir. Heildarhyggj- an ryður sér til rúms. n 2024: Ný hugmyndafræði Plútó fer inn í Vatnsbera 2024 en hann var síðast í Vatnsbera 1777–1799. Eftir 2024 má búast við því að hin nýju heimskerfi taki á sig mynd. Hugmyndafræðin verður mótuð. Sundurgreinandi sérfræðihyggja sem hefur ráðið síðustu aldir mun smátt og smátt víkja fyrir heildrænum viðhorfum og heildarhyggju. Þegar auðmenn einir komast til valda „Hefðbundin stjórnmálakerfi virka ekki á 21. öldinni vegna þess að þau voru skrifuð fyrir 200 árum af körlum, fyrir karla.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.