Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 42
Steinninn, Slaufan og Stuðningurinn Ég lærði í Finnlandi á sínum tíma, gull- og silfursmíði í hönnunarháskóla sem kallast Lahti Design Institute. Ég tók silfur- smíði sem aðalfag, en silfursmiðir sinna aðallega því að búa til stærri hluti á borði við kertastjaka, skálar og þess háttar. Í gullsmíðanáminu einblíndi ég hins vegar á skart- gripasmíði og hönnun skartgripa en það er hefðin í gullsmíði.“ Að grunnnáminu loknu sótti Ása um að komast í masternám við hinn virta Aalto-háskóla í Helsinki og þaðan útskrifaðist hún úr iðnhönnunardeild árið 1997. Hún bjó og starfaði í Finn- landi í samtals áratug og þar öðlaðist hún meðal annars góða reynslu hjá fyrirtækinu Kalevala Jewlery sem er stærsti og þekktasti skartgripafram- leiðandi Finna og líklegast sá stærsti á Norðurlöndum. „Þarna fékk ég góða innsýn í það hvernig er best að hanna skart sem ætlað er til fram- leiðslu í miklu magni. Það eru allt önnur vinnubrögð en þegar smíðaðir eru stakir gripir.“ Helsinki, Ísafjörður og Seúl Að Finnlandsdvölinni lokinni flutti Ása beint til Ísafjarðar þar sem hún starfaði á gullsmíðaverkstæði og í verslun Dýrfinnu Torfadóttur. „Það var mjög skemmtilegt að koma beint í þetta frábæra samfélag á Ísafirði enda allt annar heimur en ég hafði vanist í Helsinki. Fyrst ætl- aði ég bara að vera á Ísafirði í þrjá mánuði og en svo ílengdist ég og þetta varð eitt ár. Svo fór ég þaðan til Suður-Kóreu, eiginlega alveg óvart. Þetta var rétt fyrir síðustu aldamót. Netið var enn hálfgerð nýlunda og ég var eitthvað að vafra þar um. Langaði að finna mér vinnu einhvers staðar í útlöndum og ná mér í meiri reynslu. Svo lenti ég inni á einhverri síðu þar sem var auglýst eftir hönnuði, hún leiddi mig á aðra síðu og svo koll af kolli og áður en ég vissi af var ég búin að ráða mig í vinnu til Suður- Kóreu. Mér var sendur flugmiði, atvinnuleyfinu var reddað og allt í einu var ég mætt til starfa hinum megin á hnettin- um. Þetta var alveg hræðilegt!“ segir Ása og skellir upp úr. Einn dagur í frí á þremur mánuðum „Í sjálfu sér gerði ég mér enga grein fyrir því í hvers konar starf ég hafði ráðið mig,“ rifjar Ása upp, en hún var rétt um þrítugt þegar hún hélt í þessa óvissu- ferð til Kóreu. „Ég var mest að vinna við það sem kallast listiðn- hönnun. Þetta voru til dæmis snyrti- vöruumbúðir, seglar á ísskápa, strokleð- ur, pennar og bara alls konar dótarí. Það var enginn verkefnaskortur á þessari hönnunar- stofu. Fyrstu þrjá mánuðina í starfinu fékk ég að taka mér frí í einn dag. Tólf klukkustunda vinnudagar voru normið en lengsti vinnudagurinn var 32 tímar minnir mig. Maður fékk aldrei yfirvinnu greidda en þau borguðu þó kvöld- matinn,“ segir hún og hlær að minn- ingunni. Flakkaði svo um Suðaustur-Asíu Ása skrifar það á þrjóskuna í sjálfri sér að hún entist í þessu furðulega starfi í Suður-Kóreu í eitt ár, eða þar til samningi hennar við hönnunar- stofuna var lokið. Þá pakkaði hún hafurtaski sínu saman í bakpoka og hélt í ferðalag um Suðaustur-Asíu. „Ég var á flakki í gegnum Kína, fór niður Hong Kong, flaug þaðan til Taílands, Malasíu og dvaldist svo í Singapúr þangað til peningarnir voru búnir. Þá kom ég aftur heim reynsl- unni ríkari. Þegar maður er búin að vinna á stað eins og ég vann á þarna í Suður-Kóreu þá lærði ég auðvitað að meta litla Ísland mun betur og upplifði þakklæti fyrir það að fá að búa hér og starfa.“ Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt Ása stofnaði sitt eigið hönnunar- fyrirtæki, Asa Iceland, árið 2009 en undir því merki framleiðir hún vinsælt skart sem vísar til íslenskrar náttúru. Í ár ákvað hún svo að slá til og prófa að senda inn umsókn í hönnunar- samkeppnina sem Félag íslenskra gullsmiða og Krabbameinsfélagið hafa haft um Bleiku slaufuna undanfarin ár. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég tók þátt í þessari hönnunarkeppni og er þakklát fyrir að mínar tillögur voru valdar. Ég hannaði silfurslaufuna í hálsmeni, svo er það hin hefðbundna næla Bleiku slaufunnar en þriðju slaufuna, armbandið, gerði ég í samvinnu við danska merkið Rubz. Við hönnun slaufunnar hugsaði ég mikið um það að horfa inn á við. Ég velti fyrir mér hinum áhrifa- ríku orðum í ljóði Einars Ben um Einræður Starkaðar, að eitt bros gæti dimmu í dagsljós breytt og hversu gott það er að fá, og sýna öðrum stuðning. Viðleitni mín til að túlka þetta felst meðal annars í því að steinninn er kjarni hönnunarinnar en slaufan sjálf er stuðningurinn við steininn. Þetta rímar á sama tíma við grund- vallarprinsippin í gullsmíðinni þar sem gullið, eða málmurinn, er alltaf stuðningur við steininn.“ „Áður en ég vissi af var ég búin að ráða mig í vinnu til Suður-Kóreu. Mér var sendur flugmiði, at- vinnuleyfinu var reddað og allt í einu var ég mætt til starfa hinum megin á hnettinum. Þetta var alveg hræðilegt! „Ég velti fyrir mér hinum áhrifaríku orðum í ljóði Einars Ben um Einræður Starkaðar, að eitt bros gæti dimmu í dagsljós breytt og hversu gott það er að fá, og sýna öðrum stuðning. M YN D SI G RY G G U R AR I Ása Gunnlaugsdóttir, hönnuður Bleiku slaufunnar 2017, hefur starfað við skartgripahönnun á Ísafirði, í Helsinki og í Seúl í Suður-Kóreu. Hún hefur átt viðburðaríka ævi og býr að mikilli reynslu sem hefur meðal annars veitt henni innblástur og framkallað þakklæti fyrir það að fá að búa á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.