Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 50
26 fólk Helgarblað 13. október 2017 hjá okkur, það er ekki þannig að ef þú færð þér áfengi þá sértu rek­ inn. Slík mál eru tekin og rædd hvert fyrir sig. Þetta var þannig að hann gerði eitthvað eftir leik, sem ég veit ekki hvort var vanalegt eða óvanalegt, en það hins vegar sást. Hann var auðvitað miður sín og baðst afsökunar. Það gera all­ ir mistök. Við nýttum þetta atvik til þess að læra af því, bæði við og hann. En atvikið hjálpaði honum auðvitað ekki.“ Brot á samningi Samningur Heimis við KSÍ var á þá leið að hann og Lars skyldu þjálfa liðið saman fram yfir loka­ mót EM en að þaðan í frá myndi Heimir stjórna liðinu einn. Í lok árs 2015 bárust hins vegar fréttir um að KSÍ hefði farið þess á leit við Lars að hann héldi áfram fram til ársins 2018. Það kom Heimi óþægilega á óvart. „Ég hefði lík­ lega ekki farið aftur með Lars fyrir undankeppni EM árið 2014 nema vegna þessa ákvæðis í samningn­ um mínum um að ég tæki svo einn við liðinu eftir að mótinu lyki. Að KSÍ skyldi hefja viðræð­ ur við Lars um framhald fram yfir EM var því í raun brot á samningi mínum af hálfu KSÍ, því ef þeir semdu við Lars væri minn samn­ ingur orðinn marklaus.“ Fannst þér KSÍ og Geir Þor- steinsson, þá formaður KSÍ, fara á bak við þig með þessu? „Já mér fannst það, auðvitað átti formaðurinn að tala við mig fyrst og bjóða mér breytingu á mínum samningi eða eitthvað annað þess háttar. Ég er ekkert svo viss um að ég hefði verið ánægð­ ur í starfi ef ég hefði verið aftur í sömu sporum, ég er bara það metnaðarfullur. Ég var aðstoðar­ þjálfari í tvö ár, var meðþjálfari í tvö ár og það var markmiðið að vera svo einn þjálfari þar á eftir og um það hafði verið samið. Ég veit ekki hvort ég hefði haldið áfram ef KSÍ hefði samið við Lars um að vera lengur. Ekki það að ég hafi ekki viljað vinna með Lars, síður en svo, heldur var það einfaldlega metnaður minn að taka við liðinu einn og mér fannst ég vera tilbú­ inn til þess.“ Vildi Eið Smára Heimir var svo sannarlega til­ búinn að stjórna liðinu einn eins og hinn magnaði árangur liðsins í undankeppni HM sannar. Hann þurfti þó að finna sér aðstoðar­ þjálfara og fyrir valinu varð Helgi Kolviðsson sem hefur reynst afar vel. Áður hafði Heimir þó leitað til Eiðs Smára Guðjohnsen um að taka aðstoðarþjálfarastöðuna að sér. „Ég held að hann hefði getið hjálpað mér á mörgum sviðum, til dæmis varðandi virðingu, sam­ skipti við fjölmiðla og annað slíkt, eins og hann gerði beint og óbeint hjá okkur sem leikmaður á EM í fyrra. Svo hefði hann auðvitað haft mikla þekkingu á hópnum og not­ ið virðingar innan hans. En hann ákvað að spila áfram og ég virði hans ákvörðun. Helgi féll strax vel inn í allt saman enda flottur karakter. Að auki bættum við inn þýskum fitness­þjálfara, Sebastian Boxleitner, sem hefur hjálpað okk­ ur enn frekar að bæta fagmennsk­ una. Gummi Hreiðars hefur ver­ ið með mér frá upphafi og þar er gullmoli á ferð sem fær of litla athygli og hrós miðað við hversu mikið hann leggur til verksins. Bætt þjálfun markvarða á Íslandi er efni í nýtt viðtal.“ Fullkomin liðsheild Sparkspekingar og áhugamenn um uppgang íslenska liðsins hafa lengi velt vöngum yfir því hver sé galdurinn á bak við velgengn­ ina, af hverju liðið sé svona gott. Það eru auðvitað ýmsir þættir sem skipta máli en það er ljóst að í huga Heimis er það liðsheildin sem hefur fyrst og fremst skap­ að þennan árangur. „Ef við skoð­ um klassísk hugtök í fótbolta, eins og vinnusemi, dugnað og liðs­ heild, þá eru allir þjálfarar í heim­ inum að leita að leikmanni sem gefur allt fyrir liðið, sem fórnar sér og er ánægður þegar leikmað­ urinn við hliðina á honum fær sviðsljósið. Alla þjálfara dreym­ ir um að hafa svona leikmenn í sínu liði. Þjálfarar leita jafnvel bara að einum svona leikmanni í sitt lið. Við erum svo heppin að við eigum fjöldann allan af svona leikmönnum, nánast hvern ein­ asta mann í liðinu. Þess vegna er liðið svona gott. Það er enginn að keppast um persónulega frægð í þessu liði. Sjáum til dæmis Gylfa Sigurðsson, sem er líklega þekkt­ asti leikmaður liðsins úti í heimi, með hæstu launin og mestu umfjöllunina. Hann er dugleg­ asti leikmaðurinn á vellinum. Ef hann er duglegastur, hver getur þá leyft sér að vera latur? Annað gott dæmi er Eiður Smári. Hann var með okkur úti í Frakklandi en spilaði mjög lítið, maður með ótrúlegan feril og afrek að baki. Hann kvartaði aldrei yfir að spila lítið heldur þvert á móti lagði hann sitt af mörkum við að að­ stoða liðið og leikmennina á EM. Ef maður af hans kalíberi kvartar ekki yfir að fá lítinn leiktíma með landsliðinu, hver hefur þá efni á því að vera ósáttur? Það eru svona hlutir sem skipta svo miklu máli fyrir liðsheildina.“ Besta þjálfarastarf í heimi Flestir áhugamenn um íslenskan fótbolta eru líklegast enn í losti yfir því að Íslandi hafi tekist það sem fæstir trúðu að gæti nokkru sinni gerst. Heimir er þjálfari liðsins sem lét þennan draum rætast og þessi magnaði árangur ætti að geta opnað einhverjar dyr að starfi fyrir Heimi á enn stærra sviði erlendis. Kannski er sigur­ víman ekki runnin af honum en það er á honum að heyra að það kunni að vera að draumur hafi ræst, en hann ætlar sér hins vegar ekkert að staldra við heldur ætl­ ar hann að lifa drauminn og njóta hans áfram. „Þegar þú ert með lið eins og íslenska landsliðið í höndun­ um þá er ekkert annað sem er meira spennandi. Ég tala nú ekki um með svona hóp af leikmönn­ um, sem eiga eftir að bæta sig enn meira, með stuðningsmenn sem elska liðið, með fjölmiðla sem bera virðingu fyrir okkur, með þetta starfslið í kringum mig, sem er tilbúið að gefa allt, hvaða þjálfarastarf er þá betra í heimin­ um? Þetta er besta þjálfarastarf í heimi.“ Íris veit um hvað þetta snýst Heimir getur þess sérstaklega að án stuðnings fjölskyldunnar væri ómögulegt að standa í þessu. Íris Sæmundsdóttir, kona hans, lék sjálf lengi fótbolta með góðum ár­ angri, meðal annars 12 A­lands­ leiki, og þekkir þjálfun vel. Þá þekkir hún Heimi vel sem þjálf­ ara, bæði þjálfaði hún með hon­ um en hann þjálfaði hana einnig sem leikmann til margra ára. Heimir segir að það hafi ekki verið vandamál. „Ég öskraði á hana á æfingum og svo snerist það við þegar við komum heim,“ segir Heimir hlæjandi. „Ég hef verið ákaflega hepp­ inn, Íris veit út á hvað þetta geng­ ur. Hún kemur á alla landsleiki, heima og erlendis, líka úti, og er mikið með okkur. Hún skilur þetta starf, hún er ekki pirruð, hún veit að þetta kostar mikla fjarveru. Það er svo mikilvægt að eiga fjölskyldu sem skilur starfið og sættir sig við að maður komi svona endrum og sinnum heim til sín. Það er algjör­ lega ómetanlegt og er í raun stór þáttur í því að þetta sé hægt.“ Það er augljóslega mikið að gera hjá Heimi og lítill tími aflögu fyrir áhugamál eða slökun. Hann segist þó ná að slaka á í tannlækn­ ingunum. „Stundum þegar mér finnst að ég þurfi að slíta mig frá fótboltanum, þá tek ég tvo eða þrjá daga í vinnu á tannlæknastofunni og næ að hreinsa hugann.“ Við spyrjum Heimi hvort það gangi nokkuð, hvort viðskiptavinirn­ ir spyrji hann ekki látlaust um landsliðið á meðan hann grúskar í gómum. „Jú, jú, en þá deyfi ég þá bara og skelli á þá gúmmídúk,“ segir hann og hlær. Eyjarnar eru orkustöðin Það hefur loðað við margan Eyja­ manninn að hann iði allur í skinn­ inu að komast aftur heim þegar hann þarf að yfirgefa eyjarnar fögru. Það á við um Heimi. „Ég bíð eftir því að komast heim. Til dæmis nákvæmlega núna er áreitið mikið í Reykjavík, fólk úti á götu vill fá að taka selfie­mynd­ ir með mér, en heima í Eyjum þá er ég bara sami vitleysingurinn og ég var fyrir 15 árum. Það er svo yndislegt, þar er ég bara ég, og allir þekkja mig og vita fyrir hvað ég stend. Þar lít ég við á sömu kaffistofunum og áður og renni yfir það helsta með gárungunum. Það er frábært að eiga svona orku­ stöð eins og Vestmannaeyjar eru.“ Það eru fín lokaorð, við byrjuð­ um viðtalið í Eyjum og endum það í Eyjum, hringnum er lokað. Það á þó bara við um þetta viðtal, því miðað við hvernig Heimir talar, þá er hann rétt að byrja. n „Ég öskraði á hana á æfingum og svo snerist það við þegar við komum heim „Ég veit ekki hvort ég hefði haldið áfram ef KSÍ hefði samið við Lars um að vera lengur Á heimili sínu Heimir útskýrir magnaðan árangur Íslands fyrir blaðamönnum DV. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.