Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 58

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 58
34 fólk - viðtal Helgarblað 13. október 2017 komu sex karlkyns fósturvísar, allir með sjúkdóminn, og tveir kvenkyns fósturvísar, annar heil­ brigður en hinn með arfberagen­ ið í sér. Hrönn varð mjög veik eftir eggheimtuna og þurfti að liggja á spítala vegna oförvunar á eggjastokkum eftir hormónin. Í september og nóvember sama ár fóru þau í uppsetningu á kvenfósturvísunum en hvorug þeirra endaði með þungun. Enn og aftur fóru þau til London á nýársdag árið 2016 í eggheimtu en sú meðferð gekk afar illa og einungis eitt egg frjóvgaðist, sem var karlkyns, með Duchenne og annan litningagalla og því alveg ónothæft. „Eftir þessa meðferð var ég orðin mjög örvæntingarfull um að þetta myndi hreinlega aldrei takast hjá okkur og fór því að lesa mér til um hvort það væri eitthvað sem ég gæti gert til að auka líkur á árangri. Ég hafði stuttu áður hitt stelpu í afmæli sem var sjálf með PCOS eins og ég og hafði breytt um mataræði og orðið ólétt.“ Nýtt mataræði breytti öllu Eftir mikla rannsóknarvinnu ákvað Hrönn að prófa að fara á lágkolvetnamataræði sem leggur áherslu á að öllum sykri og hveiti sé sleppt, sem og öðru sem inni­ heldur mikil kolvetni, og frekar sé neytt meira af hollri fitu og próteinum. Auk þessa tók Hrönn út allar mjólkurvörur í um 5–6 vikur áður en hún byrjaði í nýrri meðferð. „Þegar ég kom út til London í fyrstu skoðun ætlaði læknirinn minn ekki að trúa því hvað allt var að ganga miklu betur. Ég var með nákvæmlega sömu lyfja­ skammta og í með­ ferðinni á undan en í stað þess að ná aðeins fimm eggjum og einu frjóvguðu náðum við 33 eggjum og af þeim frjóvguðust 28.“ Hrönn þurfti aftur að leggjast inn á spítala eftir eggheimtuna vegna mikillar oförv­ unar á eggjastokkunum en henni var þó alveg sama um alla vanlíðan þar sem hún var í skýj­ unum yfir því hversu vel gekk. „Það er því nokk­ uð ljóst að mataræði hefur mikil áhrif á lík­ amsstarfsemi okkar og ég hef oft undrast hvað læknar í þessum bransa eru lítið að spá í matar­ æði. Í öllum mínum fimm með­ ferðum var aldrei minnst á að gott væri að breyta mataræðinu.“ Í byrjun apríl fór Hrönn í leg­ hálsspeglun þar sem í ljós kom örvefur sem brenna þurfti í burtu vegna þess að hann getur komið í veg fyrir að fósturvísir festi sig við legvegginn. Eftir þá aðgerð fór hún í aðra aðgerð á fæti, en hún hélt áfram á sama matar­ æðinu í von um að það myndi hjálpa til við uppsetninguna. Tvö strik á prófinu Tveir heilbrigðir fósturvísar voru settir upp af sitthvoru kyninu og fimm dögum eftir uppsetn­ inguna var Hrönn handviss um að hún væri orðin ólétt. „Ég gleymi aldrei tilfinn­ ingunni þegar við sáum tvö strik á prófinu og við hoppuðum um allt baðherbergið eins og vitleys­ ingar með tárin í augunum, ég á öðrum fæti með hinn í gifsi.“ Þegar leið á meðgönguna fengu þau að vita að fóstrið væri alheilbrigð stelpa og ekki arfberi Duchenne og hún þarf því ekki að ganga í gegnum sama ferli og Hrönn þegar kemur að því að hún vilji eignast barn. „Meðgangan gekk þó ekki stórslysalaust fyrir sig, ég var með miklar blæðingar fyrstu 14 vikurnar og nokkrum sinn­ um var ég viss um að ég væri að missa fóstrið.“ Þegar Hrönn var gengin þrjátíu vikur fékk hún mikla meðgöngueitrun og vökva­ söfnun í kringum hjarta og lungu ásamt stanslausum uppköstum. Þann 10. janúar þegar Hrönn var gengin 36 vikur endaði hún í bráðakeisara. „Litla kraftaverkið okkar kom öskrandi í heiminn og alveg ótrúlega sterk; var tíu merkur og lét það ekki trufla sig að vera rifin út mánuði of snemma.“ Forréttindi að vera foreldri Dóttir þeirra fékk nafnið Embla Ýr og hefur hún sýnt það á seinustu sex mánuð­ um að hún ætlar að vera al­ gjör kraftakona. „Við erum himinlifandi með þetta ótrúlega kraftaverk okkar og erum óskaplega þakk­ lát að fá að eiga hana. Við vitum bæði að það er ekki sjálfgefið að eiga barn. Við kunnum að meta hverja mínútu með litla krílinu okkar.“ Þegar Hrönn hugsar til baka veit hún ekki hvernig þau fóru að þessu öllu saman en hefur kom­ ist að því eftir þetta ferli að fólk er sterkara en það heldur. Þau eru einnig ákaflega þakklát fyrir að eiga frábæra fjölskyldu sem stutt hefur við bakið á þeim í þessu erfiða verkefni. „Þegar ég horfi á litla gullið mitt sofandi í fanginu er ég fljót að gleyma öllum erfiðleikunum. Ég myndi leggja þetta allt á mig mörgum sinnum aftur fyrir hana. Það eru þvílík forréttindi að fá að vera foreldri og magnað að fylgjast með barninu sínu upp­ götva heiminn, stækka og læra nýja hluti á hverjum degi. Nú er Embla orðin átta mánaða og ég svíf enn um á bleiku skýi yfir því hvað ég er heppin að fá að vera mamma hennar.“ n Hrönn er pistlahöfundur á síðunni fagurkerar.is og ásamt því snappar hún frá sínu daglega lífi undir nafninu: hronnbjarna „Eftir þessa með- ferð var ég orðin mjög örvæntingarfull um að þetta myndi hreinlega aldrei takast hjá okkur. Hrönn og Sæþór Lögðu ekki árar í bát heldur leita hjálpar erlendis. Mæðgurnar „Svíf enn um á bleiku skýi yfir því hvað ég er heppin að fá að vera mamma hennar.“ Bróðir Hrannar Veitti systur sinni ómetanlegan stuðning.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.