Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 62
38 menning Helgarblað 13. október 2017 Vinsælast í bíó Helgina 6.–8. október 1 Blade Runner 2049 2 My little Pony, the movie 3 Undir trénu 4 Kingsman: The Golden Circle 5 The Lego Ninjago Movie 6 Home Again 7 IT 8 Happy Family 9 Emojimyndin 10 The Son of Bigfoot 1 B.O.B.A - JóiPé og Króli 2 Rockstar - Post Malone og 21 Savage 3 Oh Shit - JóiPé og Króli 4 Sagan af okkur - JóiPé, Króli, Helgi A og Helgi B 5 Ég vil það - Chase og JóiPé 6 Havana - Camila Cabello og Young Thug 7 Too good at goodbyes - Sam Smith 8 Labba inn - JóiPé, Króli og S.dóri 9 Taktlaus - JóiPé og Króli 10 Perfect - Ed Sheeran Vinsælast á Spotify 12. október. 2017 1 Litla bókabúðin í hálöndunum - Jenny Colgan 2 Með lífið að veði - Yeonmi Park 3 Gagn og gaman - Helgi Elíasson og Ísak Jónsson 4 Rétt undir sólinni - Halldór Friðrik Þorsteinsson 5 Ósýnilegi verndarinn - Dolores Redondo 6 Stúlkan sem gat ekki fyrirgefið - David Lagercrantz 7 Kanínufangarinn - Lars Kepler 8 Iceland Small World - Sigurgeir Sigurjónsson 9 Pottur, panna og Nanna - Nanna Rögnvaldardóttir 10 Heklaðar tuskur - Camilla Schmidt Rasmussen Metsölulisti Eymundsson Vikuna 2.–8. október. „Hinn kúgaði á Ís- landi í dag er þjóð- kirkjumanneskja í Fram- sóknarflokknum.Þ egar ég byrjaði að skrifa þessa bók vissi ég lítið annað en að ég vildi segja sögu sem myndi hefast 11. september 2001. Að mörgu leyti finnst mér eins og heimur- inn hafi byrjað þá og allt sem hafi gerst síðan hafi verið eins og gárur þess dags,“ segir rithöfundurinn Halldór Armand blaðamanni á fjölmennu kaffihúsi í miðborg Brussel – borginni sem hefur nán- ast orðið alræmd fyrir að ala upp stóran hluta þeirra ungu manna sem hafa framkvæmt mannskæð hryðjuverk í Evrópu á undanförn- um árum. Hann er nýkominn úr pílagrímsferð í innflytjendahverf- ið Molenbeek þar sem hann leit- aði uppi húsið þar sem Salah Abdeslam, einn skipuleggjenda hryðjuverkaárásanna í París, var handtekinn í fyrra. „Mig langaði auðvitað að taka mynd en maður kunni ekki við að vera að taka upp símann þarna.“ Hinn illskiljanlegi hvati hryðju- verkamannanna og sítengdur snjallheimur samtímans fléttast saman og eru tveir af megindrif- kröftum þriðju og nýjust skáld- sögu Halldórs, Aftur og aftur, sem kemur út hjá Forlaginu í næstu viku. Í huga aðalpersónunnar, ungs Reykvíkings af aldamóta- kynslóðinni, breytist ekki aðeins hnattpólitísk ásýnd heimsins með hryðjuverkaárásunum í New York þann 11. september 2001 held- ur er það ekki síður fyrsti farsím- inn sem breytir tilverunni – þar var að alast upp fyrsta kynslóðin sem þekkti ekki annað en að vera sítengd í gegnum sinn eigin farsíma. Fjórtán ára horfir hann agndofa á síendurtekna beina út- sendingu frá hryðjuverkaárásinni og heldur um glænýja Nokia 3210 GSM-símann sinn, tvö fyrirbæri sem eiga eftir að móta vitund hans og veruhátt næstu áratugina. Mótsagnir mannverunnar Halldór Armand vakti fyrst athygli árið 2013, þá nýútskrifaður úr lög- fræðinámi, þegar tvær ferskar smásögur hans voru gefnar út saman í bókinni Vince Vaughn í skýjunum. Ári síðar kom svo fyrsta skáldsagan í fullri lengd, Drón. Í bókunum hefur hann tek- ist á við samfélag samtímans, sagt sögur sem hverfast um sérnú- tímaleg fyrir bæri á borð internet- frægð, snjallforrit, vald algríma og drónaárásir. Í kjölfarið hef- ur Halldór getið sér orð sem einn frjóasti samfélagsrýnir sinnar kyn- slóðar og meðal annars flutt viku- lega pistla í menningarþættinum Lestin á Rás 1 – þar sem hann hef- ur oftar en ekki reynt að setja fing- ur á og greina hin ýmsu einkenni nútímans. Við byrjum á því að ræða hvort hin reglulegu pistla- skrif, sem hann vinnur meðfram störfum á auglýsingastofu, hafi áhrif á það hvernig hann nálgast eða skrifi skáldskap. „Nei, ekki beint. Ég myndi frekar segja að skáldskapurinn móti það hvernig ég nálgast pistla- skrifin. Aðferðafræðin sem ég nota í pistlunum er fyrst og fremst spuni, ég ákveð ekki fyrirfram um hvað pistlarnir eiga að vera eða hver niðurstaðan verður. Reynslan hefur sýnt mér að það komi miklu áhugaverðari hlutir upp úr mér ef ég er ekki búinn að hugsa þá í þaula. Þá koma frekar fram óvænt- ar niðurstöður og jafnvel viðhorf sem eru ekki endilega alveg mín. Þetta er mjög svipað því sem mað- ur gerir í skáldskap. Í pistlinum enda ég því oft á því að segja hluti sem ég er ekkert viss um að ég sé sammála þótt mér finnist þeir áhugaverðir.“ Það er reyndar eitt af því sem mér finnst einkenna aðalpersón- urnar í bókinni, þær eru ekki alltaf sammála sjálfum sér, þær eru ekki bara með einn einfaldan drifkraft og hugsanir þeirra eru ekki ein- stefna, skoðanir þeirra eru jafnvel mótsagnakenndar og þær eru með andstæðar hugmyndir á sama tíma. Er það með vilja gert að hafa þær svolítið týndar og flæktar? „Já, ég hef mjög djúpstæða sannfæringu fyrir því að kjarninn í mannlegri tilveru sé að vera mót- sögn, að trúa andstæðum hlutum á sama tíma. Ég hef stundum tekið dæmi um það hvernig fólk er stöð- ugt hvatt til að elta drauma sína – gera það sem það elskar og fylgja ástríðum sínum. En þetta er ekki svona einfalt. Við viljum ekki í raun það sem við viljum, eins og sýkó- analistarnir segja. Eins elskum við ekki í raun það sem við höldum að við elskum. Ástæðan er meðal annars sú að maður er ekki sama manneskjan dag frá degi. Ég þekki þetta vel, að vera með tiltekinn draum einn daginn en vera kom- inn með allt aðra hugmynd þann næsta. Við erum okkur sjálfum stærsta ráðgátan, gallagripir sem eru ósamkvæmir sjálfum sér. Mér finnst mikilvægt að við göngumst við þessu. Það er áskorun að skapa persónur sem eru sannfærandi að þessu leyti. En ef það er eitthvað sem ég vil forðast er það að skapa einhliða karaktera sem eru eins og þeir séu settir saman eftir leið- beiningabæklingi.“ Að reyna að skilja hryðjuverkamenn Aðalpersónan, Arnmundur, verð- ur fyrir miklum áhrifum af hryðju- verkaárásunum 11. september og það kveikir svo áhuga á slíkum voðaverkum almennt – sem fanga samvitundina reglulega í síflæð- andi upplýsingastreymi samtím- ans. Hann nálgast þetta hins vegar, eins og kannski svo margt annað í lífi sínu, á yfirborðinu – er að skrifa meistaraprófsritgerð um fagur- fræði hryðjuverka. Undirliggjandi markmið bókarinnar virðist þó ekki vera að velta einungis fyrir sér fagurfræðinni, heldur þvert á móti hvað knýi þessa ungu menn til þess að fremja hryðjuverkin. Hvað er það sem gerir þig svona áhugasaman um þetta? „Þeir sem fremja þessi hryðju- verk eru oftast bara venjulegir evrópskir ungir menn á mínu reki – á margan hátt svipaðir sjálf- um mér, þótt flestir komi auðvit- að úr öðruvísi aðstæðum. Þetta eru menn sem klæddust sama AC Milan-fótboltabúningnum og ég í æsku, hafa séð sömu bíómynd- irnar og horft á sama klámið. Einn daginn setjast þeir hins vegar upp í beinskiptan Renault Clio með vélbyssu, fremja fjöldamorð og sprengja sig svo í loft upp. Hvað Kristján Guðjónsson kristjan@dv.is n Halldór Armand veltir fyrir sér trú og gildisleysi samtímans í þriðju bók sinni Aftur og aftur Mótsögnin er kjarni mannlegrar tilveru
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.