Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 63

Dagblaðið Vísir - DV - 13.10.2017, Blaðsíða 63
menning 39Helgarblað 13. október 2017 „Ég hef verið að segja við ungu rapparana sem ég þekki að ef þeir vilji gera eitt- hvað sem er raunverulega ögrandi þá ættu þeir bara að þykjast taka trú. „Kannski er það skuggahliðin á norrænni velferð, við erum efnislega rík, en andlega fátæk. „Þeir sem fremja þessi hryðjuverk eru oftast bara venjuleg- ir evrópskir ungir menn á mínu reki – á margan hátt svipaðir sjálfum mér. veldur því að þeir gera þetta en ekki ég? Ég hafði áhuga á því að reyna – að því marki sem hug- myndaflug mitt leyfir – að setja mig í þessi spor og skrifa heiðar- lega um þau,“ segir Halldór. „Ein ástæðan fyrir því að mig langaði að gera þetta er að mér ofbýður satt best að segja oft um- ræðan um þessi mál á Íslandi. Við erum svo afskekkt og örugg og leyfum okkur oft að „besserwiss- era“ einhverja þvælu um líf og trú annars fólks í krafti þessarar fjarlægðar. Eftir árásirnar hérna í Brussel, í París og London fannst mér umræðan á Íslandi og víð- ar á Vesturlöndum mest byggj- ast á því að afgreiða þær sem svo að þarna hafi hið illa verið á ferðinni, að illa innrættir heimsk- ingjar hafi látið telja sér trú um að fremja sjálfsmorðsárás í von um paradísardvöl að launum. Að vísu er það skemmtilega sann- kristið viðhorf sem felur í sér að heimurinn sé í raun barátta góðs og ills. Mér finnst þetta hins vegar lýsa alveg hreint sláandi litlum mannskilningi, hvað þá vilja til þess að skilja aðstæður og hlut- skipti framandi fólks. Kannski ýtti það mér ómeðvitað út í það að vilja skrifa um þetta á persónu- legan hátt.“ Trúarbrögðin eru hreyfiafl Eitt af viðfangsefnum bókar- innar er gildisleysi, einmana- leiki og yfir borðsmennska í hin- um snjallvædda samtíma og svo þvert á móti sannfæring og innileiki trúarinnar. Önnur að- alpersóna bókarinnar, Stefán Falur, fjölfróður og sérstakur karakter – sveitaballapoppari, tukthúslimur, bankamaður og frumkvöðull – sem verður hálf- gerður lífsleiðbeinandi Arn- mundar sækir kraft sinn í kristna trú. Manni er boðið að skilja til- finningar hans og trúarsannfær- ingu. Af hverju langaði þig að fjalla um trúna á þennan hátt? „Á Íslandi er nánast full- komin efnisleg velmegun, þetta er eitt öruggasta ríki heims, ef ekki það öruggasta, og í augum útlendinga er Ísland paradís á jörð – fyrir utan veðrið. En þrátt fyrir þetta virðist ríkja djúpstæð óhamingja og heift meðal Ís- lendinga. Maður finnur að hér er ekki mikil samfélagshugsun og það virðist ekki vera neinn siðferðilegur grunnur sem við getum sameinast um. Kannski er það skuggahliðin á norrænni velferð. Við erum efnis lega rík, en andlega fátæk. Ég held að þetta stafi ekki síst af því að við teljum að við séum búin að fatta á undan bróðurparti heims- byggðarinnar að Guð sé ekki til – að fólk sem trúir sé bara brjál- æðingar eða einfeldningar. Þetta er svo mikið dramb! Það erum við sem erum fíflin, ekki fólk- ið sem fer á hnén og biður æðri mátt um miskunn. Trúarbrögð eru hreyfiafl tilverunnar fyrir milljarða manna, það dýpsta í hverri menningu, og ef við skilj- um þau ekki þá getum við ekki skilið neitt annað,“ segir Halldór. „Ísland er gríðarlega trúlaust land. Ég þekki nánast engan sem er trúaður og maður tekur eftir því að fólk byrjar oft bara að ranghvolfa í sér augunum þegar það hefst einhver umræða um trúarbrögð. Það er eigin- lega ekkert minna kúl á Íslandi í dag en að vera trúaður. Þegar Neymar eða Messi benda til himins eftir að hafa skorað segja margir Íslendingar: „Ég fæ bara grænar bólur!“ Ég hef verið að segja við ungu rapparana sem ég þekki að ef þeir vilji gera eitt- hvað sem sé raunverulega ögr- andi þá ættu þeir bara að þykjast taka trú. Það er alveg áskorun að gera Ellingsen töff, en ef þeim tækist að gera þjóðkirkjuna töff þá virkilega tæki ég ofan hattinn fyrir þeim. Næsta skref væri svo Framsóknarflokkurinn. Hinn kúgaði á Íslandi í dag er þjóð- kirkjumanneskja í Framsóknar- flokknum.“ Helgisiðirnir sem inntak trúarinnar Ég veit að þú hefur verið að prófa þig áfram með ýmsa ritúala trúarbragðanna, svo sem að stunda föstu. Hefur það gefið þér einhvern dýpri skilning á merk- ingu trúarbragðanna? „Spurningin um trú og merk- ingu trúarbragða tengist spurn- ingunni hvort Guð sé til ekki neitt. Það er grundvallaratriðið – ekki það að spurningin um tilvist Guðs sé ekki líka gífurlega djúp. En ég hef engan bakgrunn í trú og er ófermdur og á erfitt með að segja hvort skilningur minn hafi dýpkað mikið. Ég fékk í það minnsta mikinn áhuga á pæling- um um að merking trúarbragða felist einna helst í ritúalnum, að merkingin sé í iðkuninni, því þannig komist fólk í snertingu við helga tímann.“ Þú meinar að með því að fylgja ákveðinni forskrift og fara í gegnum tilteknar ritúalískar hreyfingar geti maður komist í ástand sem er handan við hefð- bundna skynjun og línulegan hversdagslegan tíma? „Já! Þetta er því spurningin um hvað iðkunin gerir fyrir þig. Af hverju hefur fólk stund- að þetta í þúsundir ára, jafn- vel löngu fyrir Krist – af hverju stenst þetta svona tímans tönn? Og auðvitað reyndist það vera þannig að um leið og maður fer að stunda eitthvað eins og lönguföstu sjálfur, fer maður að skilja þetta á annan hátt. Trú er fyrst og fremst spurning um iðk- un – en ekki einhverja heilaleik- fimi um frumspeki. Þú sest ekki bara niður í stól heima hjá þér í Hlíðunum, nýbúinn að lesa bak- þanka í Fréttablaðinu, og spyrð þig hvort Guð sé til, og ef svarið er nei þá getur þú bara sagt að margir milljarðar manna séu hálfvitar því þeir hafi ekki fattað þetta.“ Erum enn að gera upp hrunið Eins og margar bækur sem gerast á Íslandi í upphafi 21. aldar- innar fer Aftur og aftur fram í skugga bankahrunsins og tekst á við atburði tengda því. Þar flétt- ast enn fremur saman stríðið gegn hryðjuverkum og íslenska útrásin þegar Gordon Brown, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, beitti hryðjuverka- lögum gegn Landsbankanum þar í landi. Mentorinn í sögunni er einn af þeim ungu mönnum sem tóku virkan þátt í banka- útrásinni og starfar náið með Hreiðari Má, Sigurði Einarssyni og fleiri bankamönnum sem hafa síðan verið dæmdir fyrir fjármálagjörninga sína. Nú eru komin tíu ár frá bankahruninu, heldur þú að við verðum brátt kominn á þann stað að það hætti að þurfa að vera baksaga allra skáldsagna og við getum farið að snúa okkur að einhverju öðru? „Ég ætla að vona að það verði langt í það. Ég held að það sé ennþá allt of stutt frá hruni til að segja skilið við þetta – þótt okk- ur finnist það stundum rosalega langt. Hrunið er okkar Kenn- edy-morð, stóri atburðurinn sem litar allt samfélag okkar og býr til viðvarandi paranoju. Við þurfum að tala hundrað sinn- um meira um þetta. Umræðan um Hrunið er ennþá of Spaug- stofuleg. Við klöppum fyrir okk- ur sjálfum með því að hlæja að „vondu bankamönnunum“ eða afgreiðum þá á sama hátt og ís- lömsku hryðjuverkamennina, sem illa heimskingja. Til að komast lengra þurf- um við að horfast í augu við þetta á þeim forsendum sem þetta var reist og hvar við vor- um sem samfélag. Þó að mínar persónulegu skoðanir séu eins og flestra, mjög dæmandi fannst mér mikilvægt að reyna að fjalla um þetta eins og ég ímynda mér að þetta hafi verið í augum ungs manns sem fylgdist með, trúði á þetta í einlægni og var að reyna að gera sitt besta. Persónan er þó á sama tíma í hringiðunni á mjög íslenskum forsendum, í gegnum rétt tengsl óháð verð- leikum. Mig langaði að horfa á þetta heiðarlega með aug- um þessa manns, manns sem sér þetta bláeygur, lítur upp til þessara manna og vill vera eins og þeir,“ segir Halldór. „Við eigum ennþá eftir að komast á þann stað að geta „feisað“ þetta dæmi sem þjóð, ekki bara sættast á „ narratífið“ um að þarna hafi saklaus og hrein þjóð lent í höndunum á vondum mönnum. Við eigum mjög langt í land með að skilja sátt við þetta mál.“ n Upphaf heimsins „Að mörgu leyti finnst mér eins og heimurinn hafi byrjað þá og allt sem hafi gerst síðan hafi verið eins og gárur þess dags.“ Aftur og aftur Þriðja bók Halldórs Armands kemur út hjá Forlaginu í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.