Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Page 14
14 Helgarblað 20. október 2017fréttir V ið botn Miðfjarðar í Vestur- Húnavatnssýslu liggja vega- mót Norðurlandsvegar og vegarins inn að Hvamms- tanga. Á fyrri hluta 20. aldar stóð þar lítil verslun sem nefndist Norður- braut þar sem vegfarendur gátu keypt varning og mat sem var ekki beint sá hollasti. Það má með sanni segja að Norðurbraut hafi verið ein allra fyrsta vegasjoppa landsins. Sumarbúð Þórður Skúlason, fyrrverandi sveitar stjóri og framkvæmdastjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, segist muna vel eftir Norðurbraut. „Ég fór þarna margoft sem strákur. Ég hugsa að þetta hafi verið mjög óvenjulegt. Seinna var farið að af- greiða í litlum skúr á Stað, sem í dag heitir Staðarskáli. En ég held að Norðurbraut hafi verð ein fyrsta vegasjoppa landsins. Ríkið rak Fornahvamm og Bakkasel sem voru gistihús með veitingarekstri en það voru ekki sjoppur. Þetta var því mjög sérstakt.“ Fyrir þremur árum skrifaði Þórður sögu Norðurbraut- ar í tímaritið Húna, rit Ungmenna- sambands Vestur-Húnvetninga. Húsið var upprunalega byggt á Hornmýrarholti í landi bæjarins Stóra Óss í Miðfirði einhvern tím- ann á þriðja áratug síðustu aldar. Nákvæm dagsetning er ekki kunn og heldur ekki hver lét reisa það. En um árið 1930 var það komið í eigu Sigurðar Davíðssonar kaup- manns, sem hafði þá nýlega hafið verslunarrekstur á Hvammstanga. Sigurður rak þar krambúð í um hálfa öld og var hún þekkt fyrir vöruúrvalið. Árni Johnsen heim- sótti Sigurð árið 1969 og skrifar um það í bók sinni, Kvistir í lífstrénu: „Þar voru leikföng, helgimyndir, fjósaluktir, frakkar, gullúr, byssur, korselett, perlufestar, slöngur, sökkur, sauðabjöllur, önglar efn- isstrangar, plastblóm og margt fleira. Allt í einni kös. Ekki er hægt að sjá í neinn vegginn á verslun- inni fyrir varningi í hillum, en á stöku stað má sjá í loftið inn á milli varnings sem teygir sig silalega niður.“ Vegamótin liggja í um fimm kílómetra fjarlægð frá Hvamms- tanga og Sigurður rak Norðurbraut sem útibú frá verslun sinni í þorp- inu. Útibúið var hins vegar aðeins starfrækt yfir sumartímann, frá byrjun júní fram í miðjan október. Líkt og í krambúðinni var opn- unartími og vöruúrvalið nokkuð handahófskennt. Hús á flakki Húsið er enn til en hefur tvívegis verið fært á milli staða. Á seinni hluta sjötta áratugarins komu upp deilur milli Sigurðar og land- eigendanna í Stóra Ósi. Þá voru sleðameiðar settir undir húsið og það dregið af stórum GMC-trukki inn í þorpið og komið fyrir við hlið krambúðarinnar. Á áttunda ára- tugnum var það síðan dregið af jarðýtu rétt út úr þorpinu og kom- ið fyrir í landi Syðstahvamms. Þar stendur það, hrörlegt og veður- barið. Norðurbraut er 40 fermetra hús með timburklæðningu að utan og bárujárnsþaki. Að innan er það klætt með panil og standa þar all- ar upprunalegu innréttingarnar og búðarhillurnar. Það er meira að segja enn þá varningur þar. Á húsinu eru þrír inngangar. Einn austast á suðurhliðinni þar sem er lítil forstofa og stærra herbergi þar fyrir innan sem fólk gat gengið inn í. Á vesturhliðinni eru síðan tveir inngangar og afgreiðslulúga. Sjólax og reimleikar Ólíkt nútímasjoppum var hvorki hægt að fá hamborgaratilboð né eina með öllu í Norðurbraut. Eldunaraðstaðan var nokkuð frumstæð og hvorki rafmagn né rennandi vatn til staðar. Hægt var að kaupa ýmsa matvöru og rusl- fæði eins og gosdrykki, sælgæti, kex, smurt brauð og harðfisk sem barinn var á staðnum. Meðal þess sem boðið var upp á var brauð með sjólaxi og þótti herramannsmatur. Sjólax var hins vegar ekki lax heldur niðursoðinn ufsi í sneiðum. Sigurður flutti ýmsan annan varning úr krambúð sinni í Norður- braut og var úrvalið nokk- uð breytilegt. Þar var til dæmis hægt að kaupa ýmis verkfæri og veiðar- færi, leikföng, fótbolta og neftóbak sem var skorið úr rjóli á staðnum og selt í litlum pokum. Yfirleitt voru tveir starfsmenn á staðnum en það var misjafnt hvers konar fólk Sigurður réð til starfanna. Stundum réð hann unga menn og stundum miðaldra konur. Þórður segir: „Einu sinni unnu þar stútungskerlingar og var önnur hölt.“ Oftast nær voru ráðn- ar inn ungar og fágaðar búðar- dömur frá Reykjavík og má til dæmis nefna Ástu Sveinsdóttur sem samdi fjölda vinsælla dægur- laga á sjötta áratugnum. Starfs- fólkið bjó í húsinu yfir þá mánuði sem búðin var opin en hélt síðan heim á haustin. Vistin í Norðurbraut var þó ekki mjög lífleg fyrir ungt fólk. Þar var ekki einu sinni útvarp en starfs- fólkið dundaði sér aðallega við lestur á kvöldin. Þar að auki var sagt að reimt væri á staðnum og skrifaði Björn Daníelsson, fyrrver- andi starfsmaður, um það í ritið Heimdraga árið 1965. Hann segir að eitt kvöldið hafi hann setið við lestur þegar hann heyrir bank- að á gluggann. Hann bar þá olíu- lampann upp að skjánum en sá ekkert og heldur ekki þegar hann gekk út. Í nokkur skipti til viðbótar heyrði hann barið á gluggana, glamur í beislum og hófadyn fyrir utan. Þá lá hann „bugaður í bæli sínu“ og gat ekki sofið. Þegar kóngur kom Fyrsta bifreið Vestur-Húnavatns- sýslu var keypt af Jóhannesi Davíðs syni, bróður Sigurðar, árið 1926. Fátt var um bíla og vegir lé- legir þessi fyrstu ár sem Norður- braut var starfrækt og því nokkuð djarft verkefni hjá Sigurði. Mest var að gera þegar rútur komu, annaðhvort frá Reykjavík eða Akur eyri. Þær keyrðu ekki inn á Hvammstanga og var Norður- braut því nokkurs konar biðstöð þar sem fólk og vörur komu og fóru. Fólksbílum sem stoppuðu fór þó fjölgandi með árunum og einnig kom fólk við á hestbaki eða reiðhjólum. Merkilegasta heimsóknin sem Norðurbraut fékk var þann 24. júní árið 1936. Kristján X konung- ur Danmerkur og Íslands kom þá við á leið sinni norður í land ásamt fylgdarliði sínu. Viðbún- aður var mikill og Húnvetningar fjölmenntu að búðinni til að sjá konung. Íslenska fánanum var flaggað og konunglegur kamar var reistur við norðurvegg hússins. Konungur stoppaði stutt og ekki er vitað til þess að hann hafi keypt sér neitt í búðinni. Þórður segir að vafasöm saga hafi gengið þess efnis að konungur hafi einung- is heilsað Jóhannesi, sem var þá klæddur í fínan einkennisbúning, og klappað einum hundi frá ná- lægum bæ. Á aðra hafi hann varla yrt. Sá hundur hafi upp frá því verið talinn höfðingjasleikja. Nýtt hlutverk? Á Hvammstanga er töluverður áhugi á því að varðveita húsið sem stendur nú í niðurníðslu. Hólm- fríður Ósmann Jónsdóttir arki- tekt hefur farið fyrir þeim hópi og meðal annars sótt um styrki til Uppbyggingarsjóðs Norðurlands vestra og Húsfriðunarnefndar til að mæla það upp og skrásetja. Hún segir: „Hugmyndir mínar gengu fyrst og fremst út á varð- veisluhlutann en það væri svo í höndum heimamanna að finna því hlutverk.“ Ekki hefur verið ákveðið hvort Norðurbraut yrði endurgerð sem safn eða verslun eða þá hvar hún myndi standa. Ljóst er að gera þyrfti það fyrr en seinna því að timburhúsið gamla þolir ekki marga áratugi í viðbót án viðhalds. n „Einu sinni unnu þar stútungskerlingar og var önnur hölt n Konungur kom við n Vilja endurgera húsið Norðurbraut í dag Í landi Syðstahvamms. Varningur úr versluninni Lucky Strike, Opal, kakó og fleira. Norðurbraut Flaggað við heimsókn Kristjáns X Norðurbraut: Fyrsta vegasjoppa landsins Kristinn Haukur Guðnason kristinn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.