Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 29
Vikublað 20. október 2017 5 svo það hentar að vera mitt á milli. Svo elskum við bæði náttúruna á Íslandi og finnst mjög gott að vera nálægt vatninu, umvafin fallegu umhverfi. Að auki er þetta nýtt húsnæði og passleg stærð fyrir okkur þar sem við erum ekki enn komin með fleiri börn og erum alltaf með annan fótinn erlendis.“ Eins og fyrr segir hefur Jóna ferðast mikið í gegnum tíðina og það sama gildir fyrir móður hennar sem hefur búið í Tókýó í Japan undanfarin ár. Á ferðum sínum hafa þær mæðgur skoðað fallega muni í hinum ýmsu löndum, muni sem er erfitt að finna hérlendis. Meðal annars mottur frá Íran, borð frá Indlandi og bollastell frá Filippseyjum svo fátt eitt sé nefnt. „Mamma fékk þá hugmynd að við myndum opna vefverslun og byrja að selja leirmuni frá Japan. Verslunin gekk strax mjög vel og þetta vatt fljótt upp á sig. Við kynntumst húsgagnaframleiðanda í Istanbúl sem gerir einstaklega vönduð og falleg húsgögn og þegar við fréttum af lausu húsnæði í Síðumúla 13 þá slógum við til og tókum það á leigu undir verslunina, enda betra fyrir viðskiptavini að fá tilfinningu fyrir húsgögnum með því að koma og skoða þau. Við höfum samt tekið eftir því að áhugi á netversl- un hefur stóraukist enda skilmálarnir og þjónust- an orðin svo góð að fólk treystir meira á það.“ margret@dv.is Royal-Rúmgafl Þennan fékk ég frá sama framleiðanda og gerði sófann. Við seljum þessa rúmgafla í Seimei en það er hægt að panta þá í hvaða hæð, lit, efni og breidd sem fólk getur hugsað sér. Mér finnst mjög fallegt að hafa þennan ljósbleika gafl upp við gráa vegginn. Ég veit ekki hvort maðurinn minn var jafn spenntur fyrir þessu en mér finnst þetta alveg æði. lampi af maRkaði í paRís Lampinn kemur frá foreldrum mínum. Þau keyptu hann á antíkmarkaði í París en við bjuggum þar í borg þegar ég var lítil. Þau gáfu mér hann nýlega og ég vona að hann fari ekki aftur. Skermurinn á honum er reyndar nýlegur en lampinn sjálfur er mjög gamall. VegleguR blómaVasi Þetta er í raun bara glerkrukka en mér finnst mjög skemmti-legt að setja blóm í hann og tylla lokinu við hliðina á. Þetta er svona svolítið öðruvísi. Svo er hann extra stór og mikill þannig að þótt það sé ekkert í honum þá hefur hann mikið skreytingargildi. myndin Myndin í gyllta rammanum er keypt í Zefat, litlum gyðingabæ í Ísrael. „Þetta er svona hippa- og listamannabær en samt eru allir strangtrúaðir gyðingar. Frekar fyndin blanda. Svo lét ég ramma myndina inn hjá innrömmun Hafnarfjarðar sem mig langar að mæla alveg sérstaklega með. Íkonamyndirnar keypti ég í Sofia í Búlgaríu en mér finnst gaman að kaupa mér eitthvað eitt á hverjum stað. austuRlensk stemning í stofunni Sófinn er frá Seimei en hann kemur einmitt frá framleiðandanum í Tyrklandi. Ég fékk hann bara rétt áður en við fluttum inn og er mjög sátt við hann. Vanalega er ég ekki mjög litadjörf en nú er allt í bleiku og bláu og alls konar fallegum litum svo ég bara lét vaða, keypti bláan sófa og sé ekki eftir því. Mottuna pantaði ég líka frá Tyrklandi en sófaborðið er frá indverskum framleiðanda sem gerir alls konar fallega hluti sem við mamma seljum í búðinni. Myndir Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.