Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2017, Blaðsíða 62
38 menning Helgarblað 20. október 2017
Vinsælast
á Spotify
19. október 2017
Metsölulisti
Eymundsson
Vikuna 8.–14. október
1 Með lífið að veði - Yeonmi Park
2 Litla bókabúðin í hálöndunum - Jenny
Colgan
3 Blóðug jörð - Vilborg Davíðsdóttir
4 Fjallið sem yppti öxlum - Gísli Pálsson
5 Gagn og gaman - Helgi Elíasson og
Ísak Jónsson
6 Ósýnilegi verndarinn - Dolores Redondo
7 Stúlkan sem gat ekki fyrirgefið - David
Lagercrantz
8 Kanínufangarinn - Lars Kepler
9 Binna B Bjarna Sætasta gæludýrið -
Sally Rippin
10 Binna B Bjarna Skröksögur - Sally
Rippin
Vinsælast í bíó
Helgina 13.–15. október
1 Blade Runner 2049
2 Undir trénu
3 My little Pony, the movie
4 The Snowman
5 The Lego Ninjago Movie
6 Kingsman: The Golden Circle
7 Home Again
8 Happy Family
9 Emojimyndin
10 Sumarbörn
B
lóðug jörð er lokabókin í
þríleik Vilborgar Davíðs
dóttur um landnámskon
una Auði djúpúðgu. Fyrri
bækurnar eru Auður og Vígroði
en samtals eru þessar þrjár bækur
um 840 síður. Sú fyrsta kom út árið
2009 en Vilborg segist hafa fengið
hugmyndina löngu fyrr.
„Reyndar er langt síðan ég hreifst
af Auði Ketilsdóttur,“ segir Vilborg.
„Þegar ég var hálfþrítug ákvað ég
að skrifa sögu sem gerðist á land
námsöldinni því sá tími fannst mér
heillandi þótt ég vissi mest lítið um
hann. Þá tók ég upp Íslendinga
sögu, Laxdælu, og hún byrjar á
magnaðri sögu af þessari konu:
sagnaritarinn fullyrðir að enginn
þekki dæmi um að einn kvenmað
ur hafi komist úr þvílíkum ófriði og
með jafnmiklu fé og föruneyti og
Auður djúpúðga þegar hún fór frá
Katanesi. Hann – eða hún – bætir
svo við: ,,Má af því marka að hún
var mikið afbragð annarra kvenna.“
Auður lét smíða skip með leynd og
lagði af stað í mikla hættuför, orðin
ekkja, og var að bjarga börnum í
skjól á miklum ófriðartímum.
Það er svo margt í þessari sögu
sem kallast á við samtímann. Við
þurfum ekki annað en að kveikja
á sjónvarpinu til að sjá myndir
af fólki á flótta yfir hafið í opnum
bátum sem halda varla vatni, í leit
að stað þar sem það getur fundið
skjól og alið upp börn sín í öryggi.“
Reyndirðu þannig meðvitað að
tengja sögu Auðar við samtímann?
„Nei, þetta er bara nokkuð sem
ég hef áttað mig á. Ég sé þessi merki
legu líkindi æ skýrar. Eitthvað mikið
hlýtur að hafa gengið á til þess að
fólk yfirgæfi heimahagana og legði
í að fara yfir opið úthaf á þessum
tíma, án nokkurra siglingatækja og
löngu fyrir tíma landakorta. Það
var stórhættulegt. Það gerir þetta
enginn nema hann sé örvæntingar
fullur og eygi engin önnur úrræði.
Þegar rýnt er í texta Landnámu sér
maður að þetta var yfirleitt ungt
fólk. Það kom til Íslands og festir þar
ráð sitt og eignast börn. Það er mjög
eðlilegt að þetta hafi verið ungt fólk
því það þarf að vera ungur og vit
laus til að vera svona fífldjarfur.“
Þroski Auðar
Vilborg hefur unnið mikla
heimilda vinnu við skrif bókanna
um Auði. ,,Hugmyndirnar kvikna
oft af heimildavinnunni. Þær koma
þegar ég er að lesa um eitthvað
sem tengist víkingaöldinni og eins
þegar ég ferðast á þessar slóðir.
Ég sé kannski á Bretlandseyjum
norræn örnefni eða, eins og í Orkn
eyjum, eldfornan bautasteinahring
þar sem hægt væri að láta fara fram
brúðkaup. Ég teikna upp hlutina
eins og mér finnst líklegast að þeir
hafi verið og sé ekkert vitað þá
skálda ég í eyðurnar. Ég læt söguna
alltaf ráða, framvindan og persónu
sköpunin er alltaf mikilvægari en
sagnfræðin. Lesandinn þarf ekki að
þekkja fræðin en mér finnst samt að
ég þurfi þess. Það eykur trúverðug
leikann. Afraksturinn af miklum
lestri er oft ekki mikill í orðum talið,
til dæmis hef ég lesið feiknin öll um
skipasmíði og seglagerð á víkinga
öld en það sem birtist lesanda er
aðeins fáeinar setningar.
Auður djúpúðga var ekkja og
Vilborg missti mann sinn Björgvin
Ingimarsson úr heilakrabba
meini árið 2013 og skrifaði um þá
reynslu í bókinni Ástin, drekinn
og dauðinn. Hún er spurð hvort
sorgin sem hún upplifði vegna
láts eiginmanns síns hafi ratað í
nýju bókina. „Já, vissulega,“ seg
ir hún. „Ég skynjaði mjög sterkt
að ég er mun betur til þess fallin
nú að skilja ekkjuna Auði en áður
en Björgvin dó. Í þessari bók er ég
að miðla reynslu minni af eigin
sorg og ekki síður því að hjálpa
börnum og unglingum að takast
á við foreldramissi. Ég get séð, og
lesendur eflaust líka, að Auður
þroskast í gegnum bækurnar. Hún
er ung stúlka í þeirri fyrstu, um
þrítugt í annarri og komin nokk
uð yfir fertugt í þessari bók. Öll
þau áföll sem hún verður fyrir, að
missa bæði mann og einkason og
yfirgefa heimahagana, dýpka og
þroska hana sem persónu.“
Kraftur fylgir nafninu
Vilborg er spurð hvort hún verði
vör við mikinn áhuga Íslendinga
á Auði. Hún segir svo vera. „ Auður
er þjóðþekkt og það sama á við
um fólkið í kringum hana eins
og Ingólf Arnarson, Hjörleif
Hróðmarsson, bróður hennar
Miðlar
reynslu
af eigin sorg
„Öll þau áföll sem
hún verður fyr-
ir, að missa bæði mann
og einkason og yfirgefa
heimahagana, dýpka og
þroska hana sem persónu.
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@dv.is
Blóðug jörð er lokabókin í þríleik Vilborgar Davíðsdóttur um landnámskonuna Auði djúpúðgu
1 Rockstar - Post Malone og 21 Savage
2 B.O.B.A - JóiPé og Króli
3 Oh Shit - JóiPé og Króli
4 Ég vil það - Chase og JóiPé
5 Sagan af okkur - JóiPé, Króli, Helgi A
og Helgi B
6 Havana - Camila Cabello og Young
Thug
7 Já ég veit - Birnir og Herra Hnetusmjör
8 Too good at goodbyes - Sam Smith
9 New rules - Dua Lipa
10 Perfect - Ed Sheeran