Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 23

Fregnir - 01.10.2009, Blaðsíða 23
FREGNIR. Fréttabréf Upplýsingar - Félag bókasafns- og upplýsingafræða 34. árg. - 2. tbl. 2009 23 Hefðbundinn fundur starfsfólks bókasafna og rannsóknaþjónustu þjóðþinga var haldinn í Róm í ágúst síðastliðnum. Fundinn sóttu yfir 200 manns. Starfsfólk beggja deilda Ítalíuþings skipulagði fundinn af miklum myndarbrag. Þingdeildirnar eru annars vegar öldungadeild (Senato) og hins vegar fulltrúadeild (Camera dei deputati). Tema fundarins var „Digital Information for Democracy: Management, Access and Preservation“ Á fyrsta degi fundarins var fjallað um það sem er að gerast hjá ítölskum kollegum okkar. Efst á baugi þar er nýleg samþykkt um formlega samvinnu bókasafna deildanna, en starfsemi þeirra hefur verið aðskilin frá stofnun þeirra um miðja 19. öld. Samvinnan fólst til að byrja með í því að vegleg hurð var opnuð milli safnanna með táknrænni athöfn árið 2007, nú skipta söfnin með sér aðföngum á efnisflokkum, ásamt því að unnið er að sameiginlegu vefviðmóti og samræmingu á þjónustu við notendur. Einnig er verið að sameina bókasafnsskrár og í framtíðinni er gert ráð fyrir samvinnu í starfsmannahaldi. Vinna við sameiningu virðist ganga rólega fyrir sig, enda er um að ræða mjög stórar og fremur grónar stofnanir. Til þess að gera sér grein fyrir stærðinni má nefna að í öldungadeildinni eru nú 322 þingmenn og í neðri deildinni eru 630 þingmenn. Unnið hefur verið að mörgum mikilvægum verkefnum undanfarin ár, til dæmis verkefni um varðveislu og skönnun á elstu bókum safns öldungadeildarinnar, en þar eru margir dýrgripir. Í fulltrúadeildinni hefur einkum verið unnið að skönnun þingskjala aftur í tímann. Fjármunir virðast vera nægir til metnaðarfullra verkefna og af nógu er að taka í því efni. Eftir að hafa fengið innsýn í starfsemi þessara safna og séð stærð vandamálanna og lausnanna fannst mér lífið á Íslandi afar einfalt. Í því samhengi met ég mikils samstarf safna á Íslandi um Gegni og Landsaðgang. Kollegi frá Nýja Sjálandi sagði mér að þar væri verið að vinna í samningum um landsaðgang og kannaðist hún við samninga Íslands sem hún taldi að væru einstakir. Auk þess að fræðast um verkefni staðarfólks fengu þátttakendur innsýn í ýmis verkefni sem unnin eru á vegum einstakra þinga og stofnana eins og IFLA, sem allir þekkja og ECPRD sem eru samtök um upplýsingar tengdar þingstörfunum. Hjá ECPRD á sér stað mikil samvinna um miðlun upplýsinga milli þjóðþinga um ýmis málefni, bæði hvað varðar þingstörfin og lagalegt umhverfi í hverju landi. Á vegum ECPRD er væntanleg ný útgáfa leiðbeiningarits um hvernig best megi starfrækja þingbókasöfn og rannsóknaþjónustu við þingmenn og var efni hennar kynnt á ráðstefnunni. Einnig var kynnt rannsóknaþjónusta nokkurra landa og þar voru kollegar okkar frá Danmörku og Noregi með efni sem er afar áhugavert fyrir okkur á Íslandi. Á þingbókasafninu í Danmörku er safnað saman svokölluðu bakgrunnsefni með ítarupplýsingum um öll framlögð frumvörp. Það felst í því að tekið er saman efni eins og fyrri frumvörp um sama málefni, skýrslur sem vitnað er til IFLA - Ráðstefna upplýsinga- og rannsóknaþjónustu þjóðþinga í Róm dagana 19.-21. ágúst 2009 Gunilla Lilie Bauer frá Stokkhólmi býður til næstu ráðstefnu þar í borg. Myndin er tekin í ráðstefnusal sem annars er lestrarsalur bókasafns öldungardeildarinnar

x

Fregnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fregnir
https://timarit.is/publication/283

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.