Barnablaðið

Saqqummersitaq pingaarneq:

Barnablaðið - 05.02.2017, Qupperneq 4

Barnablaðið - 05.02.2017, Qupperneq 4
BARNABLAÐIÐ4 Rakel María Gísladóttir tekur þátt í eldfjörugri barnasýningu í Þjóðleikhúsinu. Það ríkir neyðar- ástand í Fjarskalandi, þar sem mannfólkið er hætt að lesa ævin- týri. Rakel María fer með hlutverk Dísu ljósálfs, sem aðstoðar við að bjarga ævintýrunum. Hvað ertu gömul? Ég er 10 ára og er í Mýrarhúsaskóla. Þú ert ert að leika í Fjarskalandi í Þjóðleikhús- inu. Um hvað fjallar leikritið? Það fjallar um það að ævintýrin eru að hverfa. Dóra fer að bjarga ævintýrunum af því enginn nennir að lesa þau lengur. Dóra er aðalpersónan, sem er bara venju- lega stelpa úr mannheimum. Númen- ór kemur að sækja hana. Hver er Númenór? Hann er verndari ímyndunaraflsins í Fjarskalandi. Hefur þú lesið þessi ævintýri öll sömul? Já, flest. Og hvaða hlutverk ferð þú með? Ég er Dísa ljósálfur. Hún fer með Gilitrutt, Dóru og Númenór að reyna að bjarga ævintýrunum. Númenór er svo áttavilltur að hann þarf hjálp. Það þarf að lesa ævintýrin svo þau haldi áfram að lifa. Það koma því mörg ævintýri við sögu í þessu leikriti. Þetta spinnast allt saman í eitt. Og kemur Dísa mikið fyrir í sýningunni? Já, eiginlega mjög mikið. Það er mikið sungið og dansað. Við skiptumst tvær á að leika Dóru. Hverjir koma fleiri fram í leikritinu? Óliver Tvist, Dvergarnir sjö, Hans og Gréta, Mjallhvít, Lilli klifurmús, Rauðhetta, Fríða og dýrið og margir fleiri. Og hvernig fékkstu þetta hlutverk? Ég og Selma Rún sem leikur Dóru á móti mér erum mjög góðar vinkonur. Mamma hennar er leikstjórinn og þannig gerðist þetta. Eftir hvern er þetta? Þetta er eftir Góa og Selma Björns leikstýrir. Sýningin hefur fengið mjög góða dóma enda mjög gott leikrit. Og það er búið að frumsýna? Já, þetta er allt farið á fullt. Og ekkert stress? Nei, nei. Hefur þú leikið eitthvað áður? Já, ég lék Söru Summers Í hjarta Hróa hattar. Þar var pabbi minn leikstjóri og Selma líka. Ég byrjaði bara að leika fyrir tveimur árum held ég og mér finnst það mjög gaman. Ég fór einu sinni á leiklistarnámskeið þegar ég var yngri hjá Leynileikhúsinu. Hvernig kviknaði áhugi þinn á leiklistinni? Sko, ég var alltaf að fara með pabba til útlanda þar sem hann var að setja upp sýningar. Þá var hann að setja upp Í hjarta Hróa hattar. Þegar hann kom með leikritið til Íslands bauð hann ÆVINTÝRIN MEGA EKKI HVERFA „Það þarf að lesa ævintýrin svo þau haldi áfram að lifa.“ „Þjóð- leikhúsið hefur verið mitt annað heimili og skólinn stundum þurft að sitja á hakanum.“ Fjarskaland er sýnt í Þjóðleikhúsinu.

x

Barnablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.