Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 05.02.2017, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 05.02.2017, Blaðsíða 5
hlutverk. Hvað heita foreldrar þínir? Gísli Örn Garðarsson og Nína Dögg Filippusdótt- ir. Svo á ég einn yngri bróður sem heitir Garðar Sigur. Hann er 5 ára. Mikið búið að æfa? Já, það er búið að æfa rosa mikið. Síðustu 2-3 mánuðir hafa verið mjög þéttsetnir. Þjóðleik- húsið hefur verið mitt annað heimili og skólinn stundum þurft að sitja á hakanum. Fyrir hvern er þessi sýning? Þetta er barnasýning en er í raun fyrir allan aldur. Er einhver boðskapur með sýningunni? Maður getur lært að hætta ekki að lesa ævin- týri. Og að passa vel upp á sögurnar, annars gleymast þær og hverfa smátt og smátt. Ég hef mjög gaman af ævintýrum. Er ekkert erfitt að muna alla textana sem þú þarft að fara með? Nei, það finnst mér ekki. Annars förum við ekkert með svo mikinn texta. En við syngjum alveg fullt. Er eitthvað líkt með þér og Dísu ljósálfi? Dísa segir að hún sé ekki lítil og ég segi að ég sé frekar hávaxin. Ætli við séum ekki báðar ævintýragjarnar. Dísa er líka mjög góð vinkona og ég vonandi líka. Hvað er skemmtilegast atriðið í sýningunni? Þau eru öll mjög ólik og mjög skemmtileg. Uppáhaldslag- ið mitt er Úlfalagið, sem er mjög hresst. Er eitthvað eftirminnilegt sem hefur gerst í æfinga- ferlinu? Já, á generalprufunni. Sá sem leikur Gilitrutt missteig sig og datt. En slasaði sig ekkert illa en hann missti hárkolluna, sem var mjög fyndið. Svo hætti líka snúningurinn á sviðinu að virka. Það þurfti að stoppa sýninguna og hringja til Hollands og hjálp við að laga þetta. Átt þú þér einhvern uppáhaldsleikara? Já, Scarlett Johansson, hún er í uppáhaldi. Af íslenskum leikurum eru það örugglega mamma og pabbi sem eru í uppáhaldi. Hver eru helstu áhugamálin þín, fyrir utan leiklistina? Mér finnst gaman í fimleikum og spila á píanó. Ég er að æfa með Gróttu á Seltjarnarnesi, við æfum fjórum sinnum í viku. Var með frekar lélega mætingu núna síðustu vikurnar en það stendur til bóta. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég held ég ætli að verða leikari og leikstjóri. Ég er spenntust fyrir því. mér og vinkonu minni að vera með Brugðið á leik á sviðinu. M yn di r: Kr is tin n M ag nú ss on „Af íslenskum leikurum eru það örugglega mamma og pabbisem eru í uppá- haldi.“ BARNABLAÐIÐ 5 Rakel Maríu líður vel í leikhúsinu.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.