Morgunblaðið - 22.02.2017, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 2. F E B R Ú A R 2 0 1 7
Stofnað 1913 45. tölublað 105. árgangur
Sæktu um
N1 kortið
á n1.is
15% afsláttur
+ 3% í formi punkta
af Hella þurrkublöðum
og N1 tjöruhreinsi
fyrir N1 korthafa í febrúar
Besta
til að láta skutla sér
SNORRI ÞREYTIR
FRUMRAUN
FYRIR ÍSLAND FANTÔMAS AMIINU
GEKK LENGI MEÐ
LJÓÐSKÁLD
Í MAGANUM
KVIKMYNDATÓNLIST 30 GÁTTATIF SIGURBJARGAR 12ÍÞRÓTTIR
Vetrarfærð var á mörgum vegum í gær og snjóþekja víða.
Samkvæmt Veðurstofunni er ekki búist við afbrigðilegum
kulda næstu daga, reyndar hefur verið óvenjuhlýtt þennan
vetur. Hlýindi síðustu daga hafa valdið því að gróður hefur
farið af stað en búast má við því að hægist á því. Mikill snjór
og skafrenningur var á Hellisheiði og víða hæg umferð.
Veturinn lét sjá sig á ný eftir hlýindi undanfarið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Íslenski flotinn hafði veitt ríflega
24.000 tonn af loðnu um miðnætti og
voru aflabrögð öll hin bestu. Jafn-
gildir veiddur afli um 12% af því
magni sem sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra hefur skipað fyrir
um að veiða megi á þessari vertíð eða
196.075 tonn.
Mest hafa skip Síldarvinnslunnar,
Beitir NK, Bjarni Ólafsson AK og
Börkur NK dregið úr sjó eða um
7.000 tonn. Þá hafa skip Ísfélagsins,
Sigurður VE, Heimaey VE og Álsey
VE veitt um 5.000 tonn. Skip Sam-
herja, Vilhelm Þorsteinsson EA og
Margrét EA veitt um 3.000 tonn. Þá
höfðu skip HB Granda, Víkingur AK
og Venus NS náð um 2.700 tonnum.
Skip Skinneyjar-Þinganess, Ásgrím-
ur Halldórsson SF og Jóna Eðvalds
SF höfðu dregið 2.300 tonn úr sjó.
Aðrar útgerðir höfðu minna veitt.
Morgunblaðið náði tali af Bergi Ein-
arssyni skipstjóra á Hoffelli SU sem
komið hafði með 750 tonn að landi.
„Við fórum beint á miðin og við náð-
um aflanum á fjórum tímum. Þetta
er allt fryst fyrir Japan. Við gerum
ráð fyrir að fara aftur á miðin upp úr
hádegi á morgun en það er spáð
sunnanátt á næstu dögum og það
gæti sett eitthvert strik í reikning-
inn.“
Um 24.300 tonn af loðnu
Vænn fiskur og köstin stór Veður gæti sett strik í reikninginn næstu daga
Mikil verðmæti
» Áætlað heildarverðmæti
loðnukvótans er metið um 17
milljarðar að sögn sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra.
» 14. febrúar sextánfaldaði
ráðherra áður út gefna heimild
á loðnu.
Óritstýrðir samfélagsmiðlar hafa
orðið farvegur fyrir falsfréttir víða
um heim. Dæmi er um að slíkar
fréttir hafi ratað síðan í aðra fjöl-
miðla. „Fólk verður að gera grein-
armun á alvöru ritstýrðum fjöl-
miðlum annars vegar og sam-
félagsmiðlum hins vegar,“ segir
Birgir Guðmundsson, blaðamaður
og dósent við Háskólann á Ak-
ureyri. Evrópusambandið hefur
hafið átak gegn falsfréttum. »10
Falsfréttir víða á
veraldarvefnum
Um 100.000 manns eiga á hættu að
deyja úr hungri í Suður-Súdan og
er um milljón manna til viðbótar í
bráðri lífshættu, en síðastliðinn
mánudag var hungursneyð form-
lega lýst yfir í ríkinu. Seinast var
lýst yfir slíku neyðarástandi innan
landamæra Sómalíu árið 2011.
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa
ákveðið að senda 35 milljónir króna
til neyðarverkefna í sex ríkjum, þau
eru Suður-Súdan; Írak; Mið-Afríku-
lýðveldið; Ekvador; Nígería og Níg-
er. Alls fara fimm milljónir króna
til hvers ríkis að Írak undanskildu,
en þangað renna tíu milljónir.
Fjöldi barna í bráðri hættu
Í Suður-Súdan er ástandið lang-
verst í Unity-fylki í norðurhluta
landsins. Þar eru um 20.000 börn í
bráðri lífshættu vegna mikils fæðu-
óöryggis. Í suðurhluta landsins má
svo finna um 270.000 börn til við-
bótar sem búa við neyðarástand af
samskonar toga, en Sameinuðu
þjóðirnar telja að um 42% þjóðar-
innar séu nú vannærð. »18
SOS Barnaþorpin
bregðast við neyðinni