Morgunblaðið - 22.02.2017, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.02.2017, Blaðsíða 18
SVIÐSLJÓS Kristján H. Johannessen khj@mbl.is S ex ár verða í sumar liðin frá því að Suður-Súdan í Mið-Afríku fékk form- lega inngöngu í Samein- uðu þjóðirnar. Íbúar þessa unga ríkis hafa allan þann tíma mátt þola blóðsúthellingar og vopnuð átök, en sl. mánudag tók neyðin þar í landi á sig nýja mynd þegar hungursneyð var formlega lýst yfir. Eiga nú um 100.000 manns á hættu að deyja úr hungri og er um milljón manna til viðbótar á barmi hungursneyðar. Langverst er ástandið í Unity- fylki í norðurhluta ríkisins, þar sem hungursneyð ríkir, en fréttaveita AFP greinir meðal annars frá því að um 20.000 börn séu þar í bráðri lífs- hættu. Í suðurhluta landsins má svo finna um 270.000 börn til viðbótar sem búa við neyðarástand sökum mikils fæðuóöryggis. Barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna (UNICEF) eru meðal þeirra sem hvatt hafa alþjóðasamfélagið til aðgerða og segja þeir enn hægt að bjarga mörgum mannslífum. „Um er að ræða versta tilfelli fæðuóöryggis frá því að vopnuð átök brutust þarna út fyrir rúmum þrem- ur árum síðan,“ segir í tilkynningu UNICEF, Matvæla- og landbún- aðarstofnunar SÞ (FAO) og Mat- vælaáætlunar SÞ (WFP). Vara við þjóðarmorði Þetta yngsta ríki heims hefur þurft að þola blóðugt borgarastríð allt frá árinu 2013 eftir að forsetinn Salva Kiir sakaði andstæðing sinn Riek Machar um að undirbúa valda- rán. Það sem hófst með skærum á milli tveggja fylkinga hefur með tím- anum náð að breiðast um allt ríkið og dregið þannig fleiri hópa, með ólík markmið, inn í átökin. Stríðið hefur nú þegar kostað tugþúsundir lífa, lamað innviði landsins og neytt börn til þess að taka þátt í vopnuðum átökum stríð- andi fylkinga. Er svo komið að Sam- einuðu þjóðirnar hafa varað við að hugsanlegt þjóðarmorð sé nú í upp- siglingu og þjóðernishreinsanir. Innan landsvæðis Unity-fylkis má finna fjölmargar olíulindir, að sögn Isaiah Chol Aruai, yfirmanns tölfræðistofnunar Suður-Súdans. Langvarandi átök og upplausn hafa hins vegar komið í veg fyrir þá miklu arðsemi sem þeim fylgir, en þess má geta að áðurnefndur Machar á ræt- ur sínar að rekja til fylkisins. „Það þykir allt benda til þess að langvarandi átök, hátt matarverð, efnahagskreppa, lítil matvælafram- leiðsla og skortur á lifibrauði hafi orðið þess valdandi að 4,9 milljónir manna eru nú vannærðar,“ segir Aruai í samtali við fréttaveitu AFP. Yfir 40% þjóðar vannærð Hungursneyð er það kallað þeg- ar alvarlegrar vannæringar verður vart hjá meira en 30% barna eða fullorðinna á tilteknu landsvæði; fleiri en tveir af hverjum 10.000 deyja á dag og þegar almenningur getur ekki lengur nálgast matvæli eða aðrar nauðsynjavörur. Í tilfelli Suður-Súdans er um 42% þjóðarinnar vannærð um þessar mundir, samkvæmt upp- lýsingum frá Sameinuðu þjóð- unum. „Það grætilegasta er að þetta vandamál er af manna- völdum,“ segir Eugene Owusu, sem stjórnar mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna í Suður- Súdan. „Undirliggjandi orsakir hafa verið til staðar í talsverðan tíma og við höfum öll vitað af viðvarandi skorti á mat- vælum.“ Íbúar þurft að þola hörmungar alla tíð MIÐ- AFRÍKU- LÝÐVELDIð UNITY- FYLKI KONGÓ KENÍA EÞÍÓPÍA JUBA SÚDAN Hvíta-Níl AUSTUR- EQUATORIA NORÐUR- BAHR EL GHAZAL WARRAP JONGLEI- FYLKI LAKES EFRI-NÍLAR- FYLKI Heimildir: FAO, IPC, WHO Hungursneyð í Suður-Súdan Fæðuóöryggi Íbúafjöldi (2015) manna vannærðar gætu dáið úr hungri Erfiðleikar Krísa Neyðarástand Hungursneyð 4,9 milljónir 100.000 100 km 12,3 milljónir 18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2017 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Merkilegafátt hefurheyrst af Grikklandsmálum eftir að ríkisstjórn þess var nauðbeygð fyrir tveim- ur árum til þess að samþykkja afarkosti lánardrottna sinna í skiptum fyrir neyðarlán frá seðlabanka Evrópu og Evrópu- sambandinu. Var það í þriðja sinn sem lánardrottnar höfðu komið Grikkjum til aðstoðar, en í öll skiptin var knúið á um að- hald og niðurskurð í fjármálum ríkisins svo komið var inn að beini. En skuldadægur nálgast einu sinni enn. Grikki vantar nærri því sjö milljarða Bandaríkja- dala, eða sem nemur um 740 milljörðum íslenskra króna, til að eiga fyrir næstu afborgun lána sinna, sem ætlast er til að verði innt af hendi í júlí næst- komandi. Evrópusambandsríkin vildu ekki lána Grikkjum meira nema Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn kæmi að borðinu, en þar innanborðs mun vera lítill vilji til þess að blanda sér einu sinni enn inn í málefni Grikklands. Sjóðurinn lítur nefnilega svo á að aðhaldskröfur Evrópuríkj- anna séu of miklar, og að Grikk- ir geti engan veginn staðið und- ir þeim. Við óbreytt ástand muni skuldastaða Grikkja aftur blása út árið 2030, þegar síðustu neyðarlánin renna út, og Grikk- ir fara aftur að taka lán á al- mennum markaði. Evrópuríkin neita á móti að fella niður nokk- uð af skuldum Grikkja, eða taka á sig nokkrar þær byrðar sem gætu létt Grikkjum lífið. Á sama tíma standa grísk stjórn- völd hjá og geta lít- ið gert. Fjármál ríkisins eru nær undirlögð aðhaldskröfum lán- ardrottnanna, og megnrar óánægju gætir meðal almennra Grikkja. Nýlegar kannanir benda til þess að nærri því þriðjungur viti ekki hvað hann myndi kjósa í næstu þingkosn- ingum, eða hyggist skila auðu. Hagtölur eru allar á niðurleið. Hagvöxtur er einungis um 0,4% og nærri því fjórðungur Grikkja er atvinnulaus. Fátækt hefur rutt sér til rúms og er landið nú hið þriðja fátækasta innan Evr- ópusambandsins. Það stefnir því allt í að mál- efni Grikklands verði aftur efst á baugi innan Evrópusambands- ins sem á þó fullt í fangi með vandamál sín nú þegar. Á sama tíma stendur sambandið frammi fyrir kosningum í þremur af stofnríkjum sínum, Frakklandi, Hollandi og Þýskalandi. Þess hafa nú þegar sést merki að Grikkland og afstaðan til skuldamála landsins verði kosningamál í öllum þessum ríkjum, sér í lagi Frakklandi og Hollandi, sem kjósa á næstu þremur mánuðum. Þá gæti sú lausn sem rambað verður á haft sín áhrif á þýsku þingkosning- arnar. Grikkir eru enn leiksoppar stjórnmálaelítu og embættis- manna ESB. Þeir eru skipti- mynt í kosningum annarra ríkja og fá áfram að glíma við fátækt- ina sem evran og Evrópusam- bandið hafa komið þeim í. Elítan innan ESB ræður enn för}Harmleikur Grikkja Á morgun verðaaukakosningar til breska þingsins í tveimur kjör- dæmum, annars vegar í Stoke-on- Trent og hins vegar í Copeland. Bæði þessi kjördæmi eru á því svæði sem Verkamannaflokkur- inn telur til kjarnahéraða sinna. Hvorugt kjördæmið hefur nokk- urn tímann haft þingmann á sín- um snærum, sem ekki tilheyrði Verkamannaflokknum. Kann- anir benda hins vegar eindregið til þess að Verkamannaflokkur- inn muni tapa báðum þingsæt- um. Það ætti ekki að koma á óvart, yrði sú raunin. Verka- mannaflokkurinn hefur verið á hraðri niðurleið allar götur síð- an Jeremy Corbyn varð óvænt formaður hans í september 2015. Brexit-umræðan lék flokkinn grátt: Forysta hans studdi aðild Breta að Evrópu- sambandinu, en flest kjördæmin sem Verkamannaflokkurinn sækir fylgi sitt til kusu á móti aðildinni. Eðlilega hafa spjótin beinst að Corbyn sjálfum, en hann hefur ekki þótt mjög þróttmik- ill eða sannfærandi formaður, nema þá fyrir harðan kjarna stuðningsmanna hans, sem tek- ið hefur völdin í Verkamanna- flokknum. Jafnvel þar virðist þó sem að einhver efi sé að sá um sig fræjum, þar sem rætt hefur verið um það í breskum fjöl- miðlum að Corbyn gæti hætt sem formaður áður en kosið verður í almennum þingkosn- ingum árið 2020. Nú er ekki loku fyrir það skotið að flokkurinn nái að verja sætin sín á morgun, annað eða bæði. Slíkt yrði þó einungis tímabundinn léttir fyrir Corbyn og stuðningsmenn hans. Skoð- anakannanir sýna að flokkurinn er nú nærri því 20 prósentustig- um á eftir Íhaldsflokknum, en það er fáheyrt að bilið á milli ríkisstjórnarflokks og stærsta stjórnarandstöðuflokksins sé svona mikið. Fari það bil ekki minnkandi fljótlega má telja næsta víst að skuldin lendi af fullum þunga á formanninum. Verkamannaflokkur- inn á við mikið innanmein að stríða} Er Corbyn á útleið? Þ ó að mönnum sé gjarnt að kenna samfélagsmiðlum um sam- skiptabrest milli manna, kynslóða og kynja, þá er það sem þar fer fram alla jafna nánast nákvæm- lega eins og það sem fer á milli okkar í skól- anum eða vinnunni eða í heita pottinum eða í biðröð í Bónus eða á barnum. Nánast, segi ég, því sumt gerist á netinu sem maður á erf- itt með að átta sig á. Á Instagram, sem er þjónusta þar sem skiptast má á skyndimyndum, fyrir þá sem ekki eru þar nú þegar, er síða sem for- vitnilegt er að skoða. Sú heitir Fávitar, eða @favitar á instagramísku, og þar má sjá myndir af ýmsum skilaboðum sem íslenskir karlmenn hafa sent íslenskum konum. Ég mæli reyndar ekki með því að þú kíkir þarna inn, lesandi góður, enda eru skilaboðin flest einkar ósmekkleg og ruddaleg og þeim sem þau sendu síst til sóma. Það er í raun nóg fyrir þig að lesa eftirfarandi lýsingu á dæmigerðum samskiptum: Hann: „Hæ, sæta!“ Hún: „Hver ert þú?“ Hann: „Viltu ríða?“ Tvennt kom mér á óvart þegar ég skoðaði þetta skila- boðasafn, og önnur skilaboð reyndar sem mér voru sýnd: Í fyrsta lagi fannst mér stórmerkilegt hve stúlk- urnar voru kurteisar við ruddana sem voru að áreita þær (sem skrifast kannski á það karlar óttast að konur móðgi þá, konur að karlar drepi þær) og svo hitt hvað karlarnir voru duglegir að senda typpamyndir af sér til ókunnugra kvenna (Hann: „Hæ, sæta!“ Hún: „Hver ert þú?“ Hann sendir typpamynd. (Hér má bæta því við að dónaskapur í netsamskiptum er ekki nútímaleg uppfinning, ámóta hefur tíðk- ast allt frá fyrstu dögum Irksins á níunda áratugnum.) Ég ræddi þetta þarfa fávitaframtak við kunningjakonur mínar í liðinni viku og eitt af því sem bar á góma í því samtali var einmitt typpamyndir: Hvað er að gerast í kollinum á þeim sem finnst það ráð til að heilla konur að senda þeim myndir af leyndarlimnum? Ekki gátu þær svarað því, en ein þeirra nefndi að hún hefði svo sem fengið stöku typpamynd senda á þeim stefnumótasíðum sem hún skoðaði um hríð. „En það er ekkert oft,“ sagði hún og hugsaði sig um. „Kannski tutt- ugu til þrjátíu sinnum.“ Eins og ég nefndi þá höfðu þessar kunn- ingjakonur mínar ekki hugmynd um hverju þessi typpa- myndasendingaárátta sætti og fátt er til svara almennt þegar leitað er á óravíddum netsins. Þar má reyndar lesa að mikill meirihluti kvenna segir að fátt sé eins frá- hrindandi og typpamyndir – typpamyndaáráttukjánar taki eftir. Á netinu rakst ég reyndar á könnun meðal karla sem sent hafa slíkar myndir, en skýringarnar sem þeir gáfu voru margar sérkennilegar: „Ég var að hefna mín af því að engin vildi mig“, „ég ruglaðist á klámi og hefðbundnum samskiptum“, „ég vil sjá píkumyndir og þess vegna sendi ég typpamyndir“, „ég vil fyrirbyggja vörusvik“, „ég var fullur“, en þetta þótti mér einna best: „Ég var að sýna henni heiður.“ arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Sæmdarmenn á samskiptamiðlum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Hörmungarástandið í Suður- Súdan er ekkert einsdæmi, en að mati Sameinuðu þjóðanna eiga hátt í 1,4 milljónir barna á hættu að deyja úr hungri á þessu ári í Nígeríu, Sómalíu, Suður-Súdan og Jemen. Í Jemen, þar sem stríðsátök hafa geisað í nærri tvö ár, þjást um 462.000 börn af alvarlegri vannæringu. Svipaða sögu er að segja af Nígeríu, þar sem neyð- arástandi hefur verið lýst yfir í þremur héruðum, en þar eru um 450.000 vannærð börn. Langvarandi þurrk- ar hafa komið í veg fyrir matvælafram- leiðslu með þeim af- leiðingum að 185.000 börn eru á barmi hungursneyðar. Sú tala mun að öllum líkindum hækka í 270.000 börn á næstu tveimur mánuðum. Börn í bráðri lífshættu HUNGUR Í FLEIRI RÍKJUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.