Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 26.02.2017, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 26.02.2017, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Hverjir skipa Þjóðlagasveitina Þulu? • Dagur Bjarnason: Er að verða 16 ára og er í Waldorfskólanum í Lækjarbotnum. Ég spila á kontrabassa og syng smá. Ég hef æft á bassann í sex ár. • Elvar Bjarnason: Ég er líka 16 ára eins og bróðir minn og er í Waldorf- skólanum. Ég spila á selló og hef æft hérna í tónlistarskól- anum í 6 ár. • Anna Margrét Jónudóttir: Ég er 17 ára og er í Fjöl- braut í Garðabæ. Ég er fiðluleikari, syng og dansa. Ég hef æft í þónokkur ár. • Kristjana Ólöf Árnadóttir: 15 ára í Álfhólsskóla. Ég hef æft örugglega í sjö ár á þverflautu og syng smá. • Guðrún Vala Matthíasdóttir: Er að verða 16 og er í Salaskóla. Ég er líka á þverflautu og syng og dansa eins og við flest. Ég hef æft í einhver sex ár á flautuna. • Jónína Marteinsdóttir: Er að verða 16 og er í Salaskóla. Ég spila á þverflautu og er búin að æfa jafnlengi og stelpurnar. • Hekla Martinsdóttir Kollmar: Er að verða 15 og er í Kárnesskóla. Ég spila á fliðlu og syng. Ég hef æft í átta ár. • Sóley Lúsía Jónsdóttir: Er að verða 16 ára og er í Waldorfskóla. Ég leik á fiðlu en syng ekki mikið. En ég hef æft á fiðluna í rúmlega 10 ár. Hvernig sveit er þetta? Við erum semsagt átta sem skipum Þjóð- lagasveitina Þulu. Við erum á aldrinum 15-17 ára og eigum það öll sameiginlegt að vera nem- endur í Tónlistarskóla Kópavogs. Hún Eydís Franzdóttir, sem er kennari hér við skólann, setti í rauninni saman þennan sam- spilshóp. Hún er stjórnandinn okkar. Okkur finnst þetta svo skemmti- legt að við erum ennþá að spila saman. Við erum auðvitað alltaf að þróast sem hópur og verðum betri og betri. Hvað hafið þið verið starfandi lengi? Það eru fimm ár síðan sveitin var stofnuð og meðlimir hafa verið mislengi með. Og af hverju Þula? Sko, við erum eiginlega bara nýbúin að nefna sveitina þessu nafni. Við vorum þjóðlagahópur Tónlistarskóla Kópavogs. Það var dálítið langt og óhentugt. Anna kom með nafnið Þula eftir að hafa setið í íslenskutíma við mikla leit að nafni sem byrjar á Þ. GAMAN AÐ HALDA Í GAMLAR HEFÐIR Þjóðlagasveitin Þula er skipuð átta fjölhæfum tónlistarnemendum á aldrinum 15-17 ára úr Tónlistarskóla Kópavogs. Sveitin hefur verið starfandi í fimm ár og býður upp á skemmtilega efnisskrá byggða á þekktum íslenskum þjóð- lögum. Meðlimirnir leika á hljóðfæri, syngja og jafnvel dansa. Sveitin vekur athygli hvar sem hún kemur enda leika þjóðbúningarnir stórt hlutverk í bland við hinn sterka íslenska tónlist- ararf sem felst í þjóðlögunum. HEKLA ANNA SÓLEY ELVAR „Þjóð- lagatónlist er skemmtileg fyrir alla aldurshópa, e kki bara fyrir gamalt f ólk eins og einhverjir halda. Þjóðlagasveitin í öllu sínu veldi.

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.