Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 19.03.2017, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 19.03.2017, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Hvað heitið þið og með hvað hlutverk farið þið? Davíð: Ég heiti Davíð Laufdal Arnarsson og er á 2. ári í FG. Ég leik Kalla. Selma: Ég heiti Selma Rós Axelsdóttir og er á 4. ári. Ég leik Veróniku. Hafsteinn: Ég heiti Hafsteinn Níels- son og er á 3. ári. Ég leik Villa Wonka. Þið eruð að setja upp leikrit? Selma: Já, leikfélag skól- ans, Verðandi, er að setja upp söngleikinn Kalli og súkkulaðiverksmiðjan. Hafsteinn: Verkið er byggt á bókinni sem kom út fyrir löngu síðan og tveimur bíómyndum sem sýndar hafa verið. Davíð: Svo er mjög mikið sem er frumsamið af okkur. Andrea Ösp Karlsdóttir er leikstjóri og gerði handritið. Þannig að þetta er í raun glænýtt af nálinni og hefur aldrei verið sett upp á Íslandi áður. Selma: Baldur Ragnarsson í Skálmöld semur tónlistina og Sævar Sigurgeirsson sér um texta- smíð. Davíð: Við erum öll á leiklistarbraut og í rauninni eru allir skráðir í leikfélagið eins og nemenda- félagið. Við höfum sett upp söngleik á vorin og barnaleikrit á haustin. Og um hvað fjallar leikritið? Davíð: Það fjallar um Kalla sem er fátækur strákur en hefur mjög mikinn áhuga á uppfinn- ingum. Hann er mjög nægjusamur og góður strákur. Hafsteinn: Hann elskar súkkulaði og fær alltaf eitt súkkulaði á ári, á afmælinu sínu. Svo koma fréttir um að Villi Wonka, sem er stærsti nammigerðamaður í heimi, ætli að bjóða fimm heppnum börnum að koma í heimsókn í súkkulaðiverksmiðjuna. Selma: Það eru því fimm gullmið- ar sem faldir eru í súkkulaðistykkjum víðs vegar um veröldina. Hafsteinn: Þetta eru litrík- ir og skemmtilegir karakt- erar sem fá gullmiðann. Flest börnin eru mjög frek og stjórnsöm en Kalli er frekar hlédrægur. Selma: Verónika er líka ein af þeim börnum sem fá að heimsækja verk- smiðjuna. Það má segja að hún sé leiðtogi frekjunnar en pabbi hennar keypti súkkulaðistykki í hundraðavís til að reyna að vinna. Davíð: Krakkarnir lenda vægast sagt í ýmsum hremmingum, þó aðallega þau óþekku. Af hverju þetta leikrit? Hafsteinn: Þetta er svo falleg saga í skemmtilegum búningi. Davíð: Miklir öfgar. Selma: Það er margir leikarar í aðalhlutverkum og mjög fínn kynjakvóti. Leikritið hentar líka fyrir alla. Eru margir sem koma að sýningunni? Hafsteinn: Já, um 100 manns þegar allt er talið saman. Allir tilbúnir að leggjast á eitt. Selma: Það er það sem er svo fallegt við þetta. Fyrir hvern er þetta? Selma: Þetta er algjörlega fyrir alla fjölskylduna. Davíð: Við fórum um daginn á elliheimilið á Hrafnistu og þau hreinlega elskuðu okkur. Hafsteinn: Svo höfum við farið og kynnt okkur í skólunum hér í kring. Hvenær eru sýningar? Hafsteinn: Nú um helgina eru lokasýningar. Á laugardaginn eru sýningar kl. 15 og 20 og á sunnudaginn kl. 15. Allar nánari upplýsingar á www.tix.is. ÞÚ UPPSKERÐ EINS OG ÞÚ SÁIR Leikfélagið Verðandi sýnir um þessar mundir söngleik- inn Kalli og súkkulaðiverk- smiðjan. Um 100 manns koma að sýningunni enda leiklistarbrautin í Fjölbrauta- skólanum í Garðabæ ansi öfl- ug. Við hittum þrjá af leikur- um sýningarinnar en þau ætla sér stóra hluti í leiklistinni. „Þetta eru litríkir og skemmtilegir karakterar sem fá gull- miðann. Flest börn in eru mjög frek og stjór nsöm en Kalli er frekar hlédrægur.“ Síðustu sýningar fara fram um helgina. KALLI VERÓNIKA VILLI WONKA

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.