Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 19.03.2017, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 19.03.2017, Blaðsíða 5
Er einhver boðskaður með sýningunni? Hafsteinn: Vertu alltaf góður og þú munt fá það margfalt til baka. Davíð: Svolítið karma í þessu. Hafsteinn: Öll börnin sem voru leiðinleg og frek fá óblíðar móttökur. Í lokin gefur svo Villi Kalla súkkulaðiverksmiðjuna. Selma: Þú uppskerð eins og þú sáir. Borðið þið mikið súkkulaði í sýningunni? Selma: Það fer mjög eftir því hvern þú leikur. Davíð: Ég borða heilsusúkkulaði í sýningunni þar sem ég er vegan. Hafsteinn: Ég fíla súkkulaði. Selma: Ég elska súkkulaði og það getur birt upp heilu dagana fyrir mér. Hvað er skemmtilegast við sýninguna? Hafsteinn: Það er hvað þetta er ólíkt fyrir og eftir hlé. Fyrir hlé er mikil uppbygging og maður kynnist persónunum vel. Eftir hlé verður þetta svo massíf og flott sýning. Selma: Mér finnst skemmtilegast hvað þetta er mikið „show“. Það er ekki hægt að láta sér leiðast því það er svo mikið í gangi. Leikur, dans og söngur allt í einni sprengju. Davíð: Örugglega hvað það er mikil leikgleði og góður mórall innan hópsins. Það finnst mér skila sér vel á sviðinu. Er eitthvað líkt með ykkur sjálfum og persónunum sem þið leikið? Davíð: Já, ég held að ég hafi verið smá Kalli í mér þegar ég var lítill. Selma: Ég tengi alveg smá við hana. Fólk í kringum mig segir að ég sé alveg eins og Verónika. Hún er samt mikið ýkt- ari en ég. Ég segi að ég sé ekki frekja, ég er ákveðin. Hafsteinn: Villi er auðvitað stórfurðu- legur karl. Ég sjálfur borða mjög lítið nammi, þannig að við erum allavega ekki líkir hvað það varðar. Við erum báðir pínu skrýtnir og með mikið ímynd- unarafl. Eitthvað sem er erfiðast? Selma: Hafsteinn þurfti að læra mjög mikinn texta. Hafsteinn: Já, það tók smá tíma að læra þá alla. Ætli það sé ekki líka erfið- ast að kveðja. Selma: Þetta er búið að vera líf manns og yndi frá því í október. Davíð: Erfiðast er að samtvinna þetta við námið í skólanum. Ýmislegt sem hefur staðið á hakanum. Hafið þið alltaf stefnt á það að verða leikarar? Davíð: Já, ég hef alltaf ætlað að verða leikari og byrjaði örugglega 9 ára. Ég hef tekið þátt í uppsetningum á Línu Langsokk, Óvitum o.fl. Það er frábær leiklistarbraut hér í FG. Selma: Ég var í Sönglist 8-16 ára. Svo hef ég tekið þátt í öllum uppsetningum FG og gripið þau tækifæri sem gefast. Mér líður best á sviði. Leiklistarbrautin hér í skólanum er alveg frábær grunnur fyrir framtíðina. Hafsteinn: Ég hef tekið þátt í uppsetn- ingum hjá Leikfélagi Kópavogs og svo hérna auðvitað í skólanum. Davíð: Gaman að segja frá því að við vorum öll saman að leika aðalgaurana í South Park-sýningu FG í fyrra. Selma: Ég held að við séum öll komin til að vera í leiklistinni. Eru þið með einhver skilaboð til barna sem vilja verða leikarar? Hafsteinn: Við mælum auðvitað með FG. Selma: Um að gera að nýta öll tækifæri sem gefast. Hafsteinn: Ekkert er ómögulegt. Kalli og Verónika detta í lukkupottinn. „Ég elska súkkulaði og það getur birt upp heilu dagana fyrir mér.“

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.