Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 30.04.2017, Blaðsíða 4

Barnablaðið - 30.04.2017, Blaðsíða 4
BARNABLAÐIÐ4 Hvað eruð þið gamlir? Jökull: Ég er 10 ára og er í Melaskóla. Daníel: Ég er nýorðinn 11 ára og er í Foss- vogsskóla. Þið eruð að læra á píanó, hafið þið æft lengi? Jökull: Síðan ég var 6 ára Daníel: Ég líka frá því að ég var 6 ára. Hvernig kviknaði áhugi ykkar á tónlistinni? Jökull: Kannski er það vegna þess að pabbi minn er píanóleikari og mig langaði líka að prufa. Pabbi gaf mér líka ukulele í 9 ára afmælisgjöf sem er mjög skemmtilegt að prófa sig áfram á. Daníel: Afi minn kenndi mér nokkur lög á píanó þegar ég var lítill og þannig byrjaði þetta. Mig langar líka að læra á gítar og kannski geri ég það einhverntíma. Hvað er svona skemmti- legt við píanóið? Jökull: Ég hef svosem ekki prófað að spila á öll hljóðfæri en mér finnst mjög gaman að spila á píanó. Ég hef gaman af þessum fingrahreyfingum öllum. Daníel: Ég hef alltaf elskað píanóið og finnst það mjög skemmtilegt hljóðfæri. Hvað er Upptakturinn? Jökull: Þetta er tónsmíðakeppni barna og unglinga. Daníel: Tónsköpunarverðlaun sem fara fram á Barnamenningarhátíð. Jökull: 40 lög voru send inn og 12 komust á lokakvöldið. Þar á meðal okkar lög. Þannig að þið eruð bara orðnir tónskáld? Jökull: Já, ég hef eiginlega verið tónskáld lengi. Síðan ég var 7 ára hef ég verið að leika mér að og án texta. Daníel: Ég hef samið nokkur lög áður en ég sendi lag í Uptaktinn. Jökull: Þegar ég var 9 ára sagði mamma mér frá Upptaktinum. Ég hlakkaði svo mikið til að ég byrjaði þá strax að semja. Daníel: Mamma mín sagði mér einmitt líka frá þessu og ég ákvað að senda inn lag. Ég átti ekkert von á því að það yrði valið. Hvernig semur maður lag? Jökull: Í fyrsta lagi tekur maður fram hljóðfærið sem maður kann á og spilar eitt- hvað sem manni finnst flott. Svo getur maður lagað og breytt. Það er líka gott að taka upp hljóðupptöku. Daníel: Ég veit það ekki alveg, maður býr bara til lag. Ég prófa mig áfram og hvað passar saman. Ég tek upp hugmyndir svo ég muni hvað ég hef verið að gera og vinn með það áfram. Ég er einmitt byrjaður að semja nýtt lag núna. Jökull: Það tekur tíma að semja gott lag. Og ykkar lög voru valin í Upptaktinn 2017? Jökull: Já, og í framhaldinu fengum við hjálp frá tónskáldi, Tryggva M. Baldurssyni, til að útsetja lögin okkar. Daníel: Hann er mjög góður og það var frábært að fá hann með okkur í lið. Jökull: Við fórum yfir lagið með honum og hvernig við vildum hafa þetta. Daníel: Hann leyfði okkur svo að heyra hvernig þetta hljómar að atvinnutónlistarfólki og þá kom þetta mjög vel út. Jökull: Við fengum að mæta á æfingar og taka þátt í ferlinu. Daníel: Þetta varð miklu flottara en ég átti von á. Hverjir fluttu svo lögin ykkar í Hörpu? Daníel: Þetta er alvöru tónlistarfólk. Jökull: Í lögunum var selló, fiðla, víóla, klarínett Jökull Jónsson og Daníel Sean Hayes eru meðal ungra tónskálda sem hlutu tónsköpunarverðlaunin Upptaktinn 2017. Verk þeirra og tíu annarra voru flutt í Hörpu við upphaf Barnamenningarhátíðar í Reykjavík. semja fyndin og flott lög í tölvunni. Bæði með ÞAÐ TEKUR TÍMA AÐ SEMJA GOTT LAG Upptakturinn fór fram í Hörpu þriðjudaginn 25. apríl. Þar fluttu atvinnutónlistarmenn 12 tónverk eftir reykvísk börn og unglinga. Upptakturinn leggur áherslu á að hvetja börn og unglinga til að semja sína tónlist og senda inn tónsmíð, eða drög að tónverki. DANÍEL JÖKULL „Þegar ég var 6 ára þá bað ég mömmu um að leigja Hörpu fyrir mig til að halda tónleika fyrir afa og ömmu sem búa á Írlandi.“

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.