Barnablaðið

Aðalrit:

Barnablaðið - 30.04.2017, Blaðsíða 5

Barnablaðið - 30.04.2017, Blaðsíða 5
Litlir listamenn Birnir Már 5 ára Matthías 6 ára Kristrún 6 ára Guðlaug Björg 4 ára Saga 6 ára FJÖLBREYTT DAGSKRÁ Barnamenningarhátíð Reykjavíkur fer fram þessa dagana og hófst í Hörpu á þriðjudag og stendur til sunnudags. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ung menna í borginni og er hátíðin kærkominn vettvangur fyrir menn- ingu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn. Hátíðin fer fram víðs vegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafn- ræði og gott aðgengi eru höfð að leiðarljósi við skipulagningu hátíðar- innar, sem rúmar allar listgreinar og er byggð upp á fjölbreyttum viðburðum sem börn og fullorðnir í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu. Dagskrá hátíðarinnar má finna á www.barnamenningarhatid.is - og kontrabassi. Daníel: Ég var líka með trommur í mínu lagi. Jökull: Það var enginn söngur hjá okkur. Og fenguð þið einhver verðlaun? Daníel: Já, það fengu allir viðurkenningu sem áttu tónverk á lokakvöldi Upptakts- ins. Jökull: Upptaktseggið. Daníel: Maður borðar það samt ekki. Jökull: Við fengum líka viðurkenn- ingarskjal. Var ekki skrýtið að heyra sitt eigið lag flutt í Hörpu? Daníel: Jú Jökull: Mér fannst það ekkert voðalega skrýtið. Kannski 20% skrýtið og 80% skemmtilegt. Daníel: Svo áttum við að standa upp þegar flutningnum lauk og þá var klapp- að fyrir okkur. Jökull: Það var aðallega gert til þess að áhorfendur vissu hvar hið merkilega tónskáld sat og naut. Hvað heita lögin ykkar? Jökull: Mitt heitir Aurskriða. Ég var 4 ára þegar mamma spurði mig hvað ég væri að teikna og ég svaraði aurskriða. Þaðan kemur hug- myndin. Þegar ég var lítill notaði ég orð sem fullorðna fólkið notaði. Daníel: Mitt heitir Vorboðinn og er létt eins og vorið. Dálítill jazz í þessu. Hvað heita foreldrar ykkar? Jökull: Jón Ólafsson og Hildur Vala Einarsdóttir og ég á fjögur systkini: Snæfríði, Sigyn, Kára og Þórhildi. Daníel: Foreldrar mínir heita Sólveig Ásgeirsdóttir og Rory Joseph Hayes. Ég á tvö eldri systkini sem heita Hersir Aron og Karítas. Daníel, þú ert hálfírskur eða hvað? Daníel: Já, pabbi minn er írskur og amma mín og afi búa þar. Þegar ég var 6 ára þá bað ég mömmu um að leigja Hörpu fyrir mig til að halda tónleika fyrir afa og ömmu sem búa á Írlandi. Núna má segja að draumurinn hafi ræst þegar lagið mitt var spilað í Hörpu og amma og afi komu til að hlusta. Þeim fannst það mjög skemmtilegt. Amma meira að segja táraðist smá. Eigið þið ykkur einhvern uppáhalds- tónlistarmann? Jökull: Já einn sem er útlenskur og hann heitir Andrew Huang og hann spilar á gítar og píanó. Hann er þekktur fyrir að gera tónlist úr ýmsu sem er ekki endilega hljóðfæri. Svo finnst mér, af íslenskum tónlistar- mönnum, pabbi minn mjög flottur. Daníel: Listamenn eins og t.d. Michael Jackson og Bruno Mars. Af klassísk- um tónlistarmönnum finnst mér Burt Bacharach. Eigið þið einhver fleiri áhugamál en píanóið? Jökull: Mér hefur fundist gaman að búa til tölvuleiki í forriti sem ég er með í tölvunni. Ég er reyndar eiginlega kominn með leiða á því núna. Mér finnst líka gaman að búa til skrýtin mynd- bönd. Ég er búinn að búa til eina seríu af þáttunum Á tali með Gunna Hemm. Daníel: Ég leik mér að gera stuttmyndir og teiknimyndir á símanum mínum. Ég var að æfa handbolta með Víking og ætla örugglega að byrja aftur. Hvað ætlið þið að verða þegar þið verðið stórir? Jökull: Ég ætla að vera tónlistarmaður og píanóleikari. Kannski líka að skrifa bækur og gera eitthvað sem mér finnst skemmtilegt. Ætla auðvitað að verða tónskáld og mig langar að gefa út plötu. Daníel: Ég hef ekki hugmynd. Ég ætla allavega ekki að reyna að verða frægur. Mér finnst samt gaman að tónlistinni. „Mér fannst það ekkert voðalega skrýtið. Kannski 20% skrýtið og 80% skemmti- legt.“

x

Barnablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Barnablaðið
https://timarit.is/publication/1075

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.