Morgunblaðið - 28.04.2017, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 28.04.2017, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 8. A P R Í L 2 0 1 7 Stofnað 1913  99. tölublað  105. árgangur  MÆÐGUR TÖFRA FRAM LISTAVERK FÓTBOLTINN Á AÐ VERA FYRIR ALLA SAMRUNI MYNDAR OG TÓNLISTAR HEILLAÐI HANN 32 SÍÐNA BLAÐAUKI ATLI ÖRVARSSON 38BÓKVERK 13 Baldur Arnarson baldura@mbl.is Tugmilljarða framkvæmdir eru að hefjast á Kársnesi í Kópavogi við uppbyggingu íbúða og atvinnuhús- næðis. Áformað er að byggja brú yfir Fossvog sem mun tengja Kársnesið við Vatnsmýrina í Reykjavík. Ferðaþjónustufyrirtæki sjá mikil tækifæri í uppbyggingu gistiaðstöðu á þessum tveimur svæðum. Deili- skipulagi fyrir tvær lóðir á Vestur- vör á Kársnesi hefur verið breytt og hafa tvær lóðir undir starfsemi WOW Air verið stækkaðar. Heimilt verður að byggja 12 þúsund fer- metra húsnæði á hvorri lóð og fer önnur undir höfuðstöðvar flug- félagsins en hin undir hótel. Vestan við fyrirhugað hótel er annað hótel, svonefnt Spa hótel, í undirbúningi. Samkvæmt lauslegum drögum verða þar m.a. baðlaugar. Í Vatnsmýri eru hugmyndir um 500 herbergja hótel sunnan við knatthús Vals. Hefur Brynjar Harð- arson, framkvæmdastjóri Vals- manna hf, áætlað að innan fárra ára verði 1.500 hótelherbergi við Hlíðar- enda. Það yrði viðbót um tæplega 1.300 herbergi við þau 220 sem eru á Icelandair Hótel Reykjavík Natura. Faxaflóasvæðið nærri uppselt Theodóra S. Þorsteinsdóttir, for- maður skipulagsráðs Kópavogs, seg- ir Faxaflóasvæðið að verða uppselt fyrir ferðaþjónustu. Kársnes bjóði upp á tækifæri fyrir hafnatengda starfsemi. Hún segir mörg fyrirtæki hafa spurt um lóðir á Kársnesi. Þar á meðal hafi nokkrir aðilar spurst fyrir um lóðir undir hótel. MFerðaþjónustan veðjar á … »10 Áforma tvö hótel á Kársnesi  WOW Air fær stærri lóðir undir höfuðstöðvar og hótel  Fjárfestar undirbúa annað hótel  Yfir þúsund hótelherbergi í pípunum á Kársnesi og í Vatnsmýri Teikning/Skipulagsyfirvöld í Kópavogi Kársnes Fyrirhuguð stórhýsi WOW Air yrðu skáhallt á móti Nauthólsvík. Eiðistorgið var í hátíðarbúningi og iðaði af lífi í gær er þar fór fram hluti barnamenningarhátíðar á Seltjarn- arnesi. Um 100 börn af Nesinu skemmtu gestum, sáu um skreytingar eða lögðu hátíðinni lið á annan hátt. Eins og sjá má á myndinni dönsuðu krakkarnir með til- þrifum, en eldra fólkið notaði tækifærið og tók myndir á símana sína. Barnamenningarhátíðin fór einnig fram í Bókasafninu og Galleríi Gróttu Dansað með tilþrifum á Eiðistorgi Morgunblaðið/Eggert 100 börn skemmtu gestum á barnamenningarhátíð á Seltjarnarnesi  Jón Björnsson, forstjóri Festar hf. sem á m.a. Krónuna og ELKO, telur að menn séu að of- túlka áhrifin af verslun Costco á markaðinn. Jón bendir á, í samtali við Morg- unblaðið í dag, að íslenski smásölumarkaðurinn velti um 400 milljörðum króna á ári. Bestu verslanir Costco velti 10 til 12 milljörðum króna á ári. „Segj- um að þessi búð í Garðabæ verði ein af bestu verslunum Costco, þá myndi hún velta um 2,5% af ís- lenska smásölumarkaðnum. Er það einhver heimsendir? Nei... en eig- um við ekki að leyfa þeim að opna, áður en við förum á taugum?“ segir Jón. »6 Eru að oftúlka áhrif- in af verslun Costco Jón Björnsson Nú þegar hafa 79 umsagnir borist nefndasviði Alþingis um þingsálykt- unartillögu fjármálaráðherra um fjármálaáætlun fyrir árin 2018 til 2022. Flestar eru neikvæðar. Allmargar umsagnir hafa borist frá stofnunum ríkisins sem telja að það vanti upp á fjárveitingar til reksturs þeirra. Meðal þeirra er Landspítalinn sem telur sig vanta 10 milljarða til viðbótar á næsta ári. Samtök sveitarfélaga á höfuðborg- arsvæðinu benda á að ekki er gert ráð fyrir framlagi ríkisins til borg- arlínu og telur þurfa 25-30 milljarða. „Það er nógu gljúp mýrin sem stjórnendur skólanna standa í og reyna að fóta sig. Þessu er ekki á það bætandi,“ segir skólameistari Flensborgarskólans í Hafnarfirði þegar hann mótmælir undirfjár- mögnun framhaldsskólanna. Einn smellur ræður úrslitum Flestar eru umsagnirnar þó frá ferðaþjónustufyrirtækjum, ein- staklingum og samtökum þar sem sterklega er varað við hækkun virð- isaukaskatts á ferðaþjónustu. „Við þessir litlu aðilar úti á landi byggjum alla okkar afkomu á því að viðskipta- vinirnir ákveði í fyrsta lagi að koma til Íslands í staðinn fyrir einhvern annan áfangastað. Það er kannski aðeins einn smellur ferðamannsins á internetinu, sem ákveður hvar hann er tilbúinn að verja sparifé sínu, sem sker úr um hvort við lifum af sem at- vinnugrein eða ekki,“ skrifar eigandi lítils ferðaþjónustufyrirtækis á Sel- fossi. helgi@mbl.is 79 nei- kvæðar umsagnir  Ferðaþjónustan mótmælir skatti  Velta Haga mun væntanlega aukast um rúmlega 50% við kaup á Olís og Lyfju. Upplýst var um kaup á Olís, sem veltir um 30 millj- örðum, á miðvikudag og Lyfju, sem veltir um 9 milljörðum, í nóv- ember. Gengi hlutabréfa Haga hækkaði um 6% í gær við tíðindin um kaup á Olís. Hagar kaupa hlutafé Olís á 9,2 milljarða króna og greiða um 57% af kaupverðinu með eigin hlutum. Seljendur Olís, Samherji og FISK Seafood, munu eignast samanlagt um 8,8% í Hög- um, hvor um sig mun fara með 4,4%. Fyrirtækin komast þá á lista yfir tíu stærstu eigendur Haga. Samkvæmt hluthafalista er nú ein- ungis einn einkafjárfestir á meðal 20 stærstu, félag á vegum Ingi- bjargar Pálmadóttur á 1,4%. »18 Velta Haga mun aukast um 50%  Hafnarfjarðarbær hefur ákveðið að gera samstarfssamning við fé- lagið Villiketti um að koma villi- köttum í bænum til hjálpar. Sú hjálp felst meðal annars í því að fanga og gelda læður til að halda stærð villikattastofnsins stöðugri. Um er að ræða tilraunasamning til eins árs en Hafnarfjörður er fyrsta sveitarfélagið sem gerir slíkan samning við Villiketti. „Í gegnum tíðina hefur villikött- unum verið lógað ef það hefur verið orðið of mikið af þeim, sú aðferð er umdeild í dag og því leitum við nýrra leiða,“ segir Helga Ingólfs- dóttir, formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarð- arbæjar. »16 Stemma stigu við offjölgun villikatta Morgunblaðið/Ómar Köttur Kettir setja svip á bæjarlífið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.